Gylfi þarf að spila með Everton í fjögur ár til viðbótar til að spila á nýja leikvanginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 11:30 Ætli Gylfi Þór Sigurðsson nái að fagna markið fyrir Everton á Bryggjuvöllum? Getty/Clive Brunskill Everton er stórhuga þessi misserin en félagið tilkynnti í gær fyrirhugaðar framkvæmdir við nýjan glæsilegan leikvang við hafnarsvæðið í Liverpool. Samkvæmt þessum plönum mun Everton yfirgefa Goodison Park vorið 2023 og flytja á nýjan 52 þúsund manna leikvang á Bramley Moore bryggjunni. Hönnun arkitektanna miðast við að láta líta svo út eins og leikvangurinn hafi risið upp úr bryggjunni. Það mun kosta 500 milljónir punda, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja þennan nýja leikvang.Everton reveal vision for new £500m waterfront stadium – video animation https://t.co/eO9eEXPxl0 — Guardian sport (@guardian_sport) July 25, 2019Everton á eftir að fá allt samþykkt en stefnir að því að öll leyfi verði klár á þessu ári eða því næsta. Það verður síðan möguleiki á að stækka völlinn upp í 62 þúsund manna völl í framtíðinni. Meðal fyrirmynda við hönnum nýja leikvangsins er bratta stúkan á heimavelli Borussia Dortmund en þar mynda stuðningsmenn Dortmund „gulan vegg“ fyrir aftan annað markið. Everton vonast til að sú þrettán þúsund manna stúka fyrir aftan annað markið geti orðið að „bláu öldunni“ eins og þeir kölluðu hana í kynningunni. Goodison Park verður rifinn um leið og nýi leikvangurinn er klár en Everton ætlar þó ekki að selja landið sem Guttavöllur stendur á. Þar mun verða opinbert svæði og svo verður einnig sett upp minnisvarði um 127 ára sögu Goodison Park. Bygging nýja vallarins mun taka þrjú ár og Everton ætti að geta byrjað að spila þar á 2023-24 tímabilinu. Þetta þýðir að Gylfi Þór Sigurðsson þarf að spila í fjögur ár til viðbótar með Everton ætli hann að spila á Bryggjuvöllum. Núverandi samningur Gylfa við Everton rennur út í lok júní árið 2022. Gylfi heldur upp á þrítugsafmælið sitt í september og verður því á 34 ára aldursári þegar Everton byrjar að spila á Bryggjuvöllum. Hér fyrir neðan má sjá kynningu Everton á Bramley Moore leikvangi framtíðarinnar.| It's time to reveal proposed designs for our iconic new stadium on the banks of the River Mersey... #EFCpic.twitter.com/U2ZrOS9LCN — Everton (@Everton) July 25, 2019 Enski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Sjá meira
Everton er stórhuga þessi misserin en félagið tilkynnti í gær fyrirhugaðar framkvæmdir við nýjan glæsilegan leikvang við hafnarsvæðið í Liverpool. Samkvæmt þessum plönum mun Everton yfirgefa Goodison Park vorið 2023 og flytja á nýjan 52 þúsund manna leikvang á Bramley Moore bryggjunni. Hönnun arkitektanna miðast við að láta líta svo út eins og leikvangurinn hafi risið upp úr bryggjunni. Það mun kosta 500 milljónir punda, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja þennan nýja leikvang.Everton reveal vision for new £500m waterfront stadium – video animation https://t.co/eO9eEXPxl0 — Guardian sport (@guardian_sport) July 25, 2019Everton á eftir að fá allt samþykkt en stefnir að því að öll leyfi verði klár á þessu ári eða því næsta. Það verður síðan möguleiki á að stækka völlinn upp í 62 þúsund manna völl í framtíðinni. Meðal fyrirmynda við hönnum nýja leikvangsins er bratta stúkan á heimavelli Borussia Dortmund en þar mynda stuðningsmenn Dortmund „gulan vegg“ fyrir aftan annað markið. Everton vonast til að sú þrettán þúsund manna stúka fyrir aftan annað markið geti orðið að „bláu öldunni“ eins og þeir kölluðu hana í kynningunni. Goodison Park verður rifinn um leið og nýi leikvangurinn er klár en Everton ætlar þó ekki að selja landið sem Guttavöllur stendur á. Þar mun verða opinbert svæði og svo verður einnig sett upp minnisvarði um 127 ára sögu Goodison Park. Bygging nýja vallarins mun taka þrjú ár og Everton ætti að geta byrjað að spila þar á 2023-24 tímabilinu. Þetta þýðir að Gylfi Þór Sigurðsson þarf að spila í fjögur ár til viðbótar með Everton ætli hann að spila á Bryggjuvöllum. Núverandi samningur Gylfa við Everton rennur út í lok júní árið 2022. Gylfi heldur upp á þrítugsafmælið sitt í september og verður því á 34 ára aldursári þegar Everton byrjar að spila á Bryggjuvöllum. Hér fyrir neðan má sjá kynningu Everton á Bramley Moore leikvangi framtíðarinnar.| It's time to reveal proposed designs for our iconic new stadium on the banks of the River Mersey... #EFCpic.twitter.com/U2ZrOS9LCN — Everton (@Everton) July 25, 2019
Enski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Sjá meira