Óttast að kröfur um merkingar á rafrettuvökva villi um fyrir neytendum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 18:45 Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Í reglugerðinni er áfylling skilgreind sem „ílát sem inniheldur nikótínvökva eða annan vökva sem ætlaður er til að fylla á rafrettur.“ Í fimmtu grein reglugerðarinnar segir hins vegar að á umbúðum skuli birtast staðlaður texti þar sem segir að varan innihaldi nikótín. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, skjóta afar skökku við. „Það er enginn sem gerir lítið úr því að neytendur eigi að fá upplýsingar um efni sem eru í þessum vörum eins og öðrum. Þeim mun furðulegra er að ríkisvaldið leggi vísvitandi til að neytendur fái rangar upplýsingar um það að það sé nikótín í vörum sem innihalda ekki nikótín. Og maður spyr þá líka hvernig eiga neytendur að beina neyslu sinni frá nikótíninu og yfir í vörur sem innihalda það síður, ef ríkisvaldið er búið að merkja þær vitlaust,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Þetta komi spánskt fyrir sjónir, einkum í ljósi þess að þegar hafi verið gerðar athugasemdir við framsetningu þessa atriðis í umsagnarferli um frumvarp um rafrettur sem varð að lögum í fyrra. „Það er alveg klárlega gengið of langt. Það voru engar skýringar í frumvarpinu á því hvers vegna var farið út fyrir gildissvið bæði fyrra frumvarps sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra [Óttarr Proppé] og tilskipunar Evrópusambandsins. Velferðarnefnd alþingis gerði ekkert með þessa gagnrýni okkar og kom ekki heldur með neinar skýringar á því hvers vegna ætti að setja þessar íþyngjandi reglur. Röksemdirnar hafa enn ekki verið settar fram þó að þessi reglugerð sé komin í samráð,“ segir Ólafur. „Við bíðum eiginlega spennt eftir að heyra hvernig ráðherra útskýrir það að það eigi að merkja vöru vitlaust til að villa um fyrir neytendum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að athugasemdin verði skoðuð. „Við munum auðvitað skoða þetta eins og allar aðrar athugasemdir sem að koma fram og þetta er eitthvað sem að augljóslega snýst um það að reglugerðin þarf að lýsa veruleikanum eins og hann er. En ef að þessi athugasemd er fram komin þá hljótum við að taka tillit til hennar,“ segir Svandís. Neytendur Rafrettur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Í reglugerðinni er áfylling skilgreind sem „ílát sem inniheldur nikótínvökva eða annan vökva sem ætlaður er til að fylla á rafrettur.“ Í fimmtu grein reglugerðarinnar segir hins vegar að á umbúðum skuli birtast staðlaður texti þar sem segir að varan innihaldi nikótín. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, skjóta afar skökku við. „Það er enginn sem gerir lítið úr því að neytendur eigi að fá upplýsingar um efni sem eru í þessum vörum eins og öðrum. Þeim mun furðulegra er að ríkisvaldið leggi vísvitandi til að neytendur fái rangar upplýsingar um það að það sé nikótín í vörum sem innihalda ekki nikótín. Og maður spyr þá líka hvernig eiga neytendur að beina neyslu sinni frá nikótíninu og yfir í vörur sem innihalda það síður, ef ríkisvaldið er búið að merkja þær vitlaust,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Þetta komi spánskt fyrir sjónir, einkum í ljósi þess að þegar hafi verið gerðar athugasemdir við framsetningu þessa atriðis í umsagnarferli um frumvarp um rafrettur sem varð að lögum í fyrra. „Það er alveg klárlega gengið of langt. Það voru engar skýringar í frumvarpinu á því hvers vegna var farið út fyrir gildissvið bæði fyrra frumvarps sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra [Óttarr Proppé] og tilskipunar Evrópusambandsins. Velferðarnefnd alþingis gerði ekkert með þessa gagnrýni okkar og kom ekki heldur með neinar skýringar á því hvers vegna ætti að setja þessar íþyngjandi reglur. Röksemdirnar hafa enn ekki verið settar fram þó að þessi reglugerð sé komin í samráð,“ segir Ólafur. „Við bíðum eiginlega spennt eftir að heyra hvernig ráðherra útskýrir það að það eigi að merkja vöru vitlaust til að villa um fyrir neytendum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að athugasemdin verði skoðuð. „Við munum auðvitað skoða þetta eins og allar aðrar athugasemdir sem að koma fram og þetta er eitthvað sem að augljóslega snýst um það að reglugerðin þarf að lýsa veruleikanum eins og hann er. En ef að þessi athugasemd er fram komin þá hljótum við að taka tillit til hennar,“ segir Svandís.
Neytendur Rafrettur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira