Ákærður lögreglumaður var að elta mann sem gekk berserksgang á gröfu Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 16:46 Lögreglumaðurinn er sagður ekki hafa gætt lögmætra aðferða þegar bíllinn var þvingaður af veginum. Vísir/Vilhelm Mál sem lögreglumaður er ákærður fyrir á Suðurlandi tengist manni sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimilið sitt í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann ók þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðar mannsins til að stöðva för hans á Þjórsárdalsvegi. Á Facebook-síðunni Lögga á vakt er fjallað um málið í dag en þar er vísað í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi frá þrettánda maí í fyrra sem sagði frá útkalli lögreglu í Biskupstungum vegna ölvaðs manns sem þar gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt. Í tilkynningu lögreglu kom fram að á vettvangi mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi og upp í Þjórsárdal. Sagði í tilkynningu lögreglunnar að reynt hafi verið að komast fram fyrir bifreið mannsins en maðurinn þvingaði lögreglubifreiðina út fyrir veg. Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreiðinni til að stöðva akstur mannsins. Var það gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið mannsins. Samkvæmt ákærunni var lögreglumaðurinn á 95 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann ók þrívegis á bifreið mannsins með þeim afleiðingum að hún snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur og endaði á réttum kili. Hlaut maðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Maðurinn sem um ræðir skipaði á þessum tíma annað sæti á lista Nýs afls fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Bláskógabyggð en ákveðið var að víkja honum af lista í kjölfar málsins. Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45 Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55 Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24 Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Mál sem lögreglumaður er ákærður fyrir á Suðurlandi tengist manni sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimilið sitt í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann ók þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðar mannsins til að stöðva för hans á Þjórsárdalsvegi. Á Facebook-síðunni Lögga á vakt er fjallað um málið í dag en þar er vísað í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi frá þrettánda maí í fyrra sem sagði frá útkalli lögreglu í Biskupstungum vegna ölvaðs manns sem þar gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt. Í tilkynningu lögreglu kom fram að á vettvangi mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi og upp í Þjórsárdal. Sagði í tilkynningu lögreglunnar að reynt hafi verið að komast fram fyrir bifreið mannsins en maðurinn þvingaði lögreglubifreiðina út fyrir veg. Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreiðinni til að stöðva akstur mannsins. Var það gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið mannsins. Samkvæmt ákærunni var lögreglumaðurinn á 95 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann ók þrívegis á bifreið mannsins með þeim afleiðingum að hún snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur og endaði á réttum kili. Hlaut maðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Maðurinn sem um ræðir skipaði á þessum tíma annað sæti á lista Nýs afls fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Bláskógabyggð en ákveðið var að víkja honum af lista í kjölfar málsins.
Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45 Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55 Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24 Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08
Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. 14. maí 2018 18:45
Nýtt afl óskar eftir því að Ingvar Örn stigi til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýju afli í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 21:55
Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Snorri Magnússon tjáði sig um ákæru héraðssaksóknara á hendur lögreglumanni á Suðurlandi í dag. 28. janúar 2019 20:24
Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Fullyrða að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. 29. janúar 2019 10:25