Vinsæl barnalög notuð til að hrekja í burtu heimilislausa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:04 Heimilislaus manneskja í Flórída (t.v.) og tónlistarmyndbandið við Baby Shark lagið fræga. getty/linda davidson/youtube Yfirvöld á West Palm Beach í Flórída hafa gripið til nýrra ráða til að halda heimilislausu fólki fráleigubyggingum í eigu borgarinnar. Þau spila barnalög til að hrekja fólkið í burtu frá byggingunum. Hið gríðarvinsæla lag Baby Shark og hið minna þekkta (hér á landi) Raining Tacos eru spiluð endurtekið allar nætur, án afláts. Keith James, borgarstjóri, sagði í samtali við BBC að þetta væri tímabundin lausn til að halda heimilislausum út úr byggingum borgarinnar við sjávarsíðuna. Tals- og stuðningsfólk heimilislausra segja þetta grimma meðferð á þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Opinberir starfsmenn segja barnalögin verka sem einhvers konar hindrun í kring um viðburðarsal borgarinnar, Lake Pavilion, sem stendur við sjávarsíðuna í miðborginni. Haldnir hafa verið 164 viðburðir í salnum á síðasta árinu og talið er að borgin muni græða rúmar 30 milljónir íslenskra króna á komandi ári vegna viðburða í salnum. James sagði að á síðustu vikum hafi „ógeðfelldar leifar“, til dæmis mannasaur, fundist í kring um inngang salsins. „Þegar fólk borgar háar upphæðir ætti það að geta notið aðstöðunnar sem það borgar fyrir,“ sagði James og bætti við að það væri mikilvægt að halda svæðinu í fullkomnu standi. Þessi sérstöku lög voru valin sagði hann „vegna þess að þau eru frekar pirrandi ef þú heyrir þau aftur og aftur.“ Þetta kannast eflaust margir foreldrar við enda hefur lagið Baby Shark notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Fyrir baráttumenn heimilislausra virðist endurtekin spilun laganna Baby Shark og Raining Tacos grimm refsing fyrir þá sem minnst mega sín og hafa engan annan samastað. „Þetta er fólk sem er nú þegar í gríðarlega erfiðum aðstæðum og þetta gerir líf þeirra enn vesælla,“ sagði Maria Foscarinis, stofnandi og framkvæmdarstjóri National Law Center on Homelessness and Poverty. „Það að hrekja þau út með því að spila háværa tónlist er ómannúðlegt og virkilega sjokkerandi.“Og sú tækni að nota þessi sérstöku lög segir hún sérstaklega undirförult. „Hversu hræðilegt er það að taka eitthvað sem á að vera svo saklaust og nota það á svona vondan og virkilega illan hátt,“ sagði Foscarinis. Talið er að 354 einstaklingar séu heimilislausir í West Palm Beach sem, samkvæmt James, er 24% lækkun frá því árið áður. Hann segir teymi send út á göturnar í hverri viku til að aðstoða heimilislausa, hjálpa þeim að komast í athvörf og veita þeim heilbrigðisþjónustu. Hann segir að vegna þessara úrræða fái sex einstaklingar á viku tímabundið húsnæði eða félagshúsnæði. „Ég er mjög stoltur af því sem við höfum gert,“ sagði James. Í Flórída eru um það bil 31.030 einstaklingar sem ekki eiga heimili, sem er 6% undir meðaltali í Bandaríkjunum. Foscarinis sagði gallann við Flórída ekki vera fjöldi heimilislausra heldur grimmd ríkisins. Hún líkti notkun laganna við svokallaðan óvinveittan arkitektúr (e. Hostile architecture) sem hefur rutt sér til rúms í öllum Bandaríkjunum en þá eru almenningssvæði gerð hönnuð þannig að heimilislausir geti ekki verið þar, til dæmis eru gaddar settir á armbríkur á bekkjum svo að heimilislausir geti ekki lagst þar. „Lausnin er ekki að hrekja þetta fólk í burtu með því að gera líf þeirra enn vesælli. Lausnin felst í því að vinna saman að raunverulegum lausnum.“ Bandaríkin Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Yfirvöld á West Palm Beach í Flórída hafa gripið til nýrra ráða til að halda heimilislausu fólki fráleigubyggingum í eigu borgarinnar. Þau spila barnalög til að hrekja fólkið í burtu frá byggingunum. Hið gríðarvinsæla lag Baby Shark og hið minna þekkta (hér á landi) Raining Tacos eru spiluð endurtekið allar nætur, án afláts. Keith James, borgarstjóri, sagði í samtali við BBC að þetta væri tímabundin lausn til að halda heimilislausum út úr byggingum borgarinnar við sjávarsíðuna. Tals- og stuðningsfólk heimilislausra segja þetta grimma meðferð á þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Opinberir starfsmenn segja barnalögin verka sem einhvers konar hindrun í kring um viðburðarsal borgarinnar, Lake Pavilion, sem stendur við sjávarsíðuna í miðborginni. Haldnir hafa verið 164 viðburðir í salnum á síðasta árinu og talið er að borgin muni græða rúmar 30 milljónir íslenskra króna á komandi ári vegna viðburða í salnum. James sagði að á síðustu vikum hafi „ógeðfelldar leifar“, til dæmis mannasaur, fundist í kring um inngang salsins. „Þegar fólk borgar háar upphæðir ætti það að geta notið aðstöðunnar sem það borgar fyrir,“ sagði James og bætti við að það væri mikilvægt að halda svæðinu í fullkomnu standi. Þessi sérstöku lög voru valin sagði hann „vegna þess að þau eru frekar pirrandi ef þú heyrir þau aftur og aftur.“ Þetta kannast eflaust margir foreldrar við enda hefur lagið Baby Shark notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Fyrir baráttumenn heimilislausra virðist endurtekin spilun laganna Baby Shark og Raining Tacos grimm refsing fyrir þá sem minnst mega sín og hafa engan annan samastað. „Þetta er fólk sem er nú þegar í gríðarlega erfiðum aðstæðum og þetta gerir líf þeirra enn vesælla,“ sagði Maria Foscarinis, stofnandi og framkvæmdarstjóri National Law Center on Homelessness and Poverty. „Það að hrekja þau út með því að spila háværa tónlist er ómannúðlegt og virkilega sjokkerandi.“Og sú tækni að nota þessi sérstöku lög segir hún sérstaklega undirförult. „Hversu hræðilegt er það að taka eitthvað sem á að vera svo saklaust og nota það á svona vondan og virkilega illan hátt,“ sagði Foscarinis. Talið er að 354 einstaklingar séu heimilislausir í West Palm Beach sem, samkvæmt James, er 24% lækkun frá því árið áður. Hann segir teymi send út á göturnar í hverri viku til að aðstoða heimilislausa, hjálpa þeim að komast í athvörf og veita þeim heilbrigðisþjónustu. Hann segir að vegna þessara úrræða fái sex einstaklingar á viku tímabundið húsnæði eða félagshúsnæði. „Ég er mjög stoltur af því sem við höfum gert,“ sagði James. Í Flórída eru um það bil 31.030 einstaklingar sem ekki eiga heimili, sem er 6% undir meðaltali í Bandaríkjunum. Foscarinis sagði gallann við Flórída ekki vera fjöldi heimilislausra heldur grimmd ríkisins. Hún líkti notkun laganna við svokallaðan óvinveittan arkitektúr (e. Hostile architecture) sem hefur rutt sér til rúms í öllum Bandaríkjunum en þá eru almenningssvæði gerð hönnuð þannig að heimilislausir geti ekki verið þar, til dæmis eru gaddar settir á armbríkur á bekkjum svo að heimilislausir geti ekki lagst þar. „Lausnin er ekki að hrekja þetta fólk í burtu með því að gera líf þeirra enn vesælli. Lausnin felst í því að vinna saman að raunverulegum lausnum.“
Bandaríkin Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira