Messi hefur verið að skoða hreyfingar markvarða með góðum árangri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 13:30 Lionel Messi stillir boltanum upp fyrir eina af aukaspyrnum sínum á leiktíðinni. Getty/Tim Clayton Lionel Messi hefur raðað inn mörkum úr aukaspyrnum á þessu tímabili. Messi hefur oft verið góður í slíkum spyrnum en í vetur hefur hann skipt yfir í annan gír. Leyndarmál Messi er að hann gerði meira en að æfa sjálfar aukaspyrnurnar. Lionel Messi skoraði 6 mörk úr 41 aukaspyrnu á síðasta tímabili en er þegar búinn að skora fjögur aukaspyrnumörk út tólf spyrnum í spænsku deildinni á þessu tímabili. Það efast enginn um að náttúrulegir hæfileikar Messi hafi mest um þetta að segja en þegar þetta skoðað aðeins betur kemur í ljós að Messi vinnur líka heimavinnuna sína. Messi says studying GK movement has lead to his recent set-piece successhttps://t.co/EuwndVhgcR— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) December 26, 2019 „Undanfarið þá hef ég verið að skoða hreyfingar markvarða betur og þá sérstaklega í aukaspyrnum. Ég hef verið að skoða hvort þeir hreyfa sig fyrir spyrnuna eða ekki en líka hvernig þeir staðsetja sig og vegginn,“ sagði Lione Messi í viðtali við LaLiga í tilefni af 90 ára afmæli deildarinnar. „Það er rétt að ég er að skoða þetta meira en áður. Allt snýst þetta þó um vinnusemi og æfingar. Ég hef verið að bæta mínar spyrnur með meiri æfingu,“ sagði Messi. Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi með 432 mörk. „Það er mjög sérstækt fyrir mig að vera markahæsti leikmaður sögunnar. Ef ég segi alveg eins og er þá er það líklega besta metið sem ég á,“ sagði Messi. „Í hvert skiptið sem ég fer út á völlinn í dag þá hugsa ég minna um mörk og meira um leikinn sjálfan,“ sagði Messi sem viðurkennir smá erfiðleika í byrjun ferilsins. „Fyrstu árin þá var það erfitt fyrir mig að skora mörk. Annaðhvort klikkaði ég á færum eða að heppnin var ekki með mér,“ sagði Messi og rifjar upp að Samuel Eto'o hafi þá stappað stálinu í hann. Samuel Eto'o spáði því að flóðgáturnar myndu opnast: „Af því að þú ert að fá fullt af færum sem þú ert ekki að klára,“ segir Messi að Eto'o hafi sagt við sig. „Einn dag fór þetta að smella hjá mér og boltinn fór að fara í markið,“ sagði Messi og það er óhætt að segja að hann hafi hætt að skora síðan. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Lionel Messi hefur raðað inn mörkum úr aukaspyrnum á þessu tímabili. Messi hefur oft verið góður í slíkum spyrnum en í vetur hefur hann skipt yfir í annan gír. Leyndarmál Messi er að hann gerði meira en að æfa sjálfar aukaspyrnurnar. Lionel Messi skoraði 6 mörk úr 41 aukaspyrnu á síðasta tímabili en er þegar búinn að skora fjögur aukaspyrnumörk út tólf spyrnum í spænsku deildinni á þessu tímabili. Það efast enginn um að náttúrulegir hæfileikar Messi hafi mest um þetta að segja en þegar þetta skoðað aðeins betur kemur í ljós að Messi vinnur líka heimavinnuna sína. Messi says studying GK movement has lead to his recent set-piece successhttps://t.co/EuwndVhgcR— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) December 26, 2019 „Undanfarið þá hef ég verið að skoða hreyfingar markvarða betur og þá sérstaklega í aukaspyrnum. Ég hef verið að skoða hvort þeir hreyfa sig fyrir spyrnuna eða ekki en líka hvernig þeir staðsetja sig og vegginn,“ sagði Lione Messi í viðtali við LaLiga í tilefni af 90 ára afmæli deildarinnar. „Það er rétt að ég er að skoða þetta meira en áður. Allt snýst þetta þó um vinnusemi og æfingar. Ég hef verið að bæta mínar spyrnur með meiri æfingu,“ sagði Messi. Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi með 432 mörk. „Það er mjög sérstækt fyrir mig að vera markahæsti leikmaður sögunnar. Ef ég segi alveg eins og er þá er það líklega besta metið sem ég á,“ sagði Messi. „Í hvert skiptið sem ég fer út á völlinn í dag þá hugsa ég minna um mörk og meira um leikinn sjálfan,“ sagði Messi sem viðurkennir smá erfiðleika í byrjun ferilsins. „Fyrstu árin þá var það erfitt fyrir mig að skora mörk. Annaðhvort klikkaði ég á færum eða að heppnin var ekki með mér,“ sagði Messi og rifjar upp að Samuel Eto'o hafi þá stappað stálinu í hann. Samuel Eto'o spáði því að flóðgáturnar myndu opnast: „Af því að þú ert að fá fullt af færum sem þú ert ekki að klára,“ segir Messi að Eto'o hafi sagt við sig. „Einn dag fór þetta að smella hjá mér og boltinn fór að fara í markið,“ sagði Messi og það er óhætt að segja að hann hafi hætt að skora síðan.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira