Leikfélagið ætlar að áfrýja dómi vegna Atla Rafns Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2019 22:24 Kristín Eysteinsdóttir sagði fyrir dómi að sér hafi borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis af hálfu Atla Rafns. Vísir/Egill Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara. Leikfélagið og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. Í yfirlýsingu sem Kristín sendi fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur í kvöld kemur fram að stjórnin telji niðurstöðuna í dag skapa óvissu um hvernig stjórnendum á vinnustað beri að rækja skyldur sínar um að tryggja vellíðan og öryggi starfsfólks. Dómurinn snerist um ákvörðun Kristínar og stjórnar Leikfélagsins að segja Atla Rafni upp störfum í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017. Það gerðist í kjölfar þess að Kristínu bárust nokkrar kvartanir undan meinti kynferðislegri áreitni og ofbeldi Atla Rafns. Hann fékk hvorki að vita hver hefði kvartað undan honum né nákvæmlega undan hverju hefði verið kvartað. Krafðist hann þrettán milljóna króna frá Leikfélaginu vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðinga. Niðurstaða héraðsdóms skapar að mati stjórnar Leikfélagsins óvissu um skyldur vinnuveitenda gagnvart starfsfólki. Í yfirlýsingu stjórnarinnar segir að ekki sé vikið að hagsmunum starfsmanna sem hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni og kröfu þeirra um vellíðan og öryggi í forsendum dómsins. „Þessi niðurstaða héraðsdóms skapar að mati stjórnar LR óvissu um skyldur vinnuveitanda gagnvart starfsfólki, hvort þeim sé yfir höfuð heimilt að taka á móti slíkum kvörtunum í trúnaði, hvort hinn meinti gerandi eigi rétt á því að trúnaður við þau sem kvartað hafa sé brotinn og að lokum hvernig bregðast skuli við slíkum ásökunum. Það er að segja hvort ásakanirnar sem slíkar skapi hinum meinta geranda vernd gegn uppsögnum umfram það sem almennt tíðkast á almennum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá gerir stjórnin athugasemd við að í forsendum dómsins komi fram að Atli Rafn hafi eftir atvikum átt rétt á að breyta hegðun sinni. Telur stjórnin þá kröfu ekki eiga við á almennum vinnumarkaði þó að hún eigi við í opinberum starfsmannarétti. „Þá er því ósvarað hvernig vinnuveitandinn eigi að samþætta slíka kröfu við skyldur sínar gagnvart þeim er kvartað hafa og upplifa vanlíðan á vinnustaðnum,“ segir í yfirlýsingunni sem Kristín og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar LR, skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Tengdar fréttir Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 „Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara. Leikfélagið og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. Í yfirlýsingu sem Kristín sendi fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur í kvöld kemur fram að stjórnin telji niðurstöðuna í dag skapa óvissu um hvernig stjórnendum á vinnustað beri að rækja skyldur sínar um að tryggja vellíðan og öryggi starfsfólks. Dómurinn snerist um ákvörðun Kristínar og stjórnar Leikfélagsins að segja Atla Rafni upp störfum í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017. Það gerðist í kjölfar þess að Kristínu bárust nokkrar kvartanir undan meinti kynferðislegri áreitni og ofbeldi Atla Rafns. Hann fékk hvorki að vita hver hefði kvartað undan honum né nákvæmlega undan hverju hefði verið kvartað. Krafðist hann þrettán milljóna króna frá Leikfélaginu vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðinga. Niðurstaða héraðsdóms skapar að mati stjórnar Leikfélagsins óvissu um skyldur vinnuveitenda gagnvart starfsfólki. Í yfirlýsingu stjórnarinnar segir að ekki sé vikið að hagsmunum starfsmanna sem hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni og kröfu þeirra um vellíðan og öryggi í forsendum dómsins. „Þessi niðurstaða héraðsdóms skapar að mati stjórnar LR óvissu um skyldur vinnuveitanda gagnvart starfsfólki, hvort þeim sé yfir höfuð heimilt að taka á móti slíkum kvörtunum í trúnaði, hvort hinn meinti gerandi eigi rétt á því að trúnaður við þau sem kvartað hafa sé brotinn og að lokum hvernig bregðast skuli við slíkum ásökunum. Það er að segja hvort ásakanirnar sem slíkar skapi hinum meinta geranda vernd gegn uppsögnum umfram það sem almennt tíðkast á almennum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá gerir stjórnin athugasemd við að í forsendum dómsins komi fram að Atli Rafn hafi eftir atvikum átt rétt á að breyta hegðun sinni. Telur stjórnin þá kröfu ekki eiga við á almennum vinnumarkaði þó að hún eigi við í opinberum starfsmannarétti. „Þá er því ósvarað hvernig vinnuveitandinn eigi að samþætta slíka kröfu við skyldur sínar gagnvart þeim er kvartað hafa og upplifa vanlíðan á vinnustaðnum,“ segir í yfirlýsingunni sem Kristín og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar LR, skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Tengdar fréttir Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 „Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10
Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00
Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50
„Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38