Staðarblaðið í Liverpool ekki eins hrifið af frammistöðu Gylfa og Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson þakkar fyrir stuðninginn í gær. Getty/Chris Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson stóð sig vel í fyrsta leik sínum undir stjórn Carlo Ancelotti í gær og átti mikinn þátt í sigurmarki Everton á móti Burnley. Það voru hins vegar ekki allir jafnhrifnir af frammistöðu íslenska landsliðsmannsins í leiknum. Blaðamann Sky Sports voru það ánægðir með Gylfa í leiknum að þeir gáfu honum átta í einkunn og völdu hann mann leiksins. „Ancelotti hefur lært heilmikið á því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni en það sem stóð upp úr í leik Everton voru flottar sendingar frá Gylfa Sigurðssyni. Gylfi átti 17 af 33 sendingum Everton inn í vítateiginn og fjórar af þeim voru skráðar hafa skapað skotfæri. Það var aðeins meistaraframmistaða frá miðvörðunum Mee og Tarkowski sem kom í veg fyrir að Gylfi fengi stoðsendinguna sem hann átti svo skilið,“ sagði um frammistöðu Gylfa hjá Sky Sports. | Every outfield player in the starting XI had at least one shot at goal today. Perseverance. #EVEBURpic.twitter.com/FG9qM7BTfo— Everton (@Everton) December 26, 2019 Gylfi vann boltann í sigurmarki Dominic Calvert-Lewin tíu mínútum fyrir leikslok, kom honum á bakvörðinn Djibril Sidibe sem átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Calvert-Lewin. Gylfi spilaði allan leikinn á miðri miðjunni við hlið Fabian Delph og í leikkerfinu 3-4-1-2. Gylfi og Delph voru því með vængbakverðina Djibril Sidibe og Lucas Digne til hliðar við sig en Bernard síðan fyrir framan sig. Það var mat Sky Sports að enginn á vellinum hefði spilað betur en Gylfi en blaðamenn staðarblaðsins Liverpool Echo voru ekki alveg á sama máli. Gylfi fékk þar „bara“ 6 í einkunn fyrir frammistöðu sína á móti Burnley. | "It was a fantastic day for me!" - @MrAncelotti. Time to hear from the new boss on his first game! #EVEBURpic.twitter.com/ZMyghOuhnz— Everton (@Everton) December 26, 2019 Það voru fimm leikmenn Everton sem fengu hærra eða þeir Seamus Coleman, Mason Holgate, Yerry Mina, Djibril Sidibe og Dominic Calvert-Lewin sem allir voru með sjö í einkunn. „Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði við hlið Fabian Delph á miðjunni og aftar á vellinum en hann hefði óskað. Frammistaðan hans í varnarleiknum var samt betri en áður. Föstu leikatriðin hans voru svolítið óstöðug en hann átti engu að síður nokkrar hættulegar aukaspyrnur í leiknum sem liðsfélagar hans áttu að gera meira með,“ sagði um Gylfa í frammistöðumati Liverpool Echo. TEAM NEWS! @MrAncelotti makes two changes for his first game in charge. Here's how we *think* we'll be lining up! #EVEBURpic.twitter.com/VbXFsvcmfx— Everton (@Everton) December 26, 2019 Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson stóð sig vel í fyrsta leik sínum undir stjórn Carlo Ancelotti í gær og átti mikinn þátt í sigurmarki Everton á móti Burnley. Það voru hins vegar ekki allir jafnhrifnir af frammistöðu íslenska landsliðsmannsins í leiknum. Blaðamann Sky Sports voru það ánægðir með Gylfa í leiknum að þeir gáfu honum átta í einkunn og völdu hann mann leiksins. „Ancelotti hefur lært heilmikið á því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni en það sem stóð upp úr í leik Everton voru flottar sendingar frá Gylfa Sigurðssyni. Gylfi átti 17 af 33 sendingum Everton inn í vítateiginn og fjórar af þeim voru skráðar hafa skapað skotfæri. Það var aðeins meistaraframmistaða frá miðvörðunum Mee og Tarkowski sem kom í veg fyrir að Gylfi fengi stoðsendinguna sem hann átti svo skilið,“ sagði um frammistöðu Gylfa hjá Sky Sports. | Every outfield player in the starting XI had at least one shot at goal today. Perseverance. #EVEBURpic.twitter.com/FG9qM7BTfo— Everton (@Everton) December 26, 2019 Gylfi vann boltann í sigurmarki Dominic Calvert-Lewin tíu mínútum fyrir leikslok, kom honum á bakvörðinn Djibril Sidibe sem átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Calvert-Lewin. Gylfi spilaði allan leikinn á miðri miðjunni við hlið Fabian Delph og í leikkerfinu 3-4-1-2. Gylfi og Delph voru því með vængbakverðina Djibril Sidibe og Lucas Digne til hliðar við sig en Bernard síðan fyrir framan sig. Það var mat Sky Sports að enginn á vellinum hefði spilað betur en Gylfi en blaðamenn staðarblaðsins Liverpool Echo voru ekki alveg á sama máli. Gylfi fékk þar „bara“ 6 í einkunn fyrir frammistöðu sína á móti Burnley. | "It was a fantastic day for me!" - @MrAncelotti. Time to hear from the new boss on his first game! #EVEBURpic.twitter.com/ZMyghOuhnz— Everton (@Everton) December 26, 2019 Það voru fimm leikmenn Everton sem fengu hærra eða þeir Seamus Coleman, Mason Holgate, Yerry Mina, Djibril Sidibe og Dominic Calvert-Lewin sem allir voru með sjö í einkunn. „Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði við hlið Fabian Delph á miðjunni og aftar á vellinum en hann hefði óskað. Frammistaðan hans í varnarleiknum var samt betri en áður. Föstu leikatriðin hans voru svolítið óstöðug en hann átti engu að síður nokkrar hættulegar aukaspyrnur í leiknum sem liðsfélagar hans áttu að gera meira með,“ sagði um Gylfa í frammistöðumati Liverpool Echo. TEAM NEWS! @MrAncelotti makes two changes for his first game in charge. Here's how we *think* we'll be lining up! #EVEBURpic.twitter.com/VbXFsvcmfx— Everton (@Everton) December 26, 2019
Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira