Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 11:57 Ghislaine Maxwell vann lengi fyrir Epstein. Hún hefur verið sökuð um að hafa fundið stúlkur sem hann seldi síðan mansali og misnotaði. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú sögð rannsaka Ghislaine Maxwell, breska samverkakonu Jeffrey Epstein, bandarísks auðkýfings sem sakaður var um misnota og selja fjölda stúlkna mansali. Rannsóknin er sögð beinast að einstaklingum sem gætu hafa liðkað fyrir brotum Epstein. Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi í New York í sumar eftir að hann var handtekinn og ákærður fyrir mansal. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að þrátt fyrir að Maxwell, sem vann lengi fyrir Epstein, sæti nú rannsókn þá sé hún ekki sökuð um glæp að svo stöddu. Þá er alríkislögreglan sögð fylgja eftir fjölda ábendinga sem hún fékk frá konum sem höfðu samband við símalínu sem var opnuð eftir að Epstein var handtekinn í júlí. Ekki kemur fram hverjir fleiri eru til rannsóknar en heimildarmenn Reuters segja að FBI hafi engin áform um að taka skýrslu af Andrési prins af Bretlandi. Rannsóknin beinist að þeim sem gerðu Epstein kleift að fremja brot sín og Andrés falli ekki undir þá skilgreiningu. Giuffre segir að hún hafi verið sautján ára gömul þegar Epstein þvingaði hana til samræðis við Andrés prins.AP/Michel Euler Virginia Giuffre fullyrðir að Epstein hafi þvingað sig til að undirgangast misnotkun Andrésar prins og annarra vina hans. Maxwell hefur sakað Giuffre um lygar. Í einkamáli vegna meiðyrða sem Giuffre höfðaði gegn Maxwell vegna þess fullyrti sú fyrrnefnda að Maxwell hefði komið henni í kynni við Epstein á sínum tíma. Andrés prins hefur hafnað allri sök. Hann lét engu að síður af opinberum embættisathöfnum í nóvember í ljósi vináttu hans við Epstein sem hann viðurkenndi að hafi byggst á „slæmri dómgreind“. Heimildarmenn Reuters útiloka ekki að FBI gæti reynt að ná tali af Andrési síðar. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú sögð rannsaka Ghislaine Maxwell, breska samverkakonu Jeffrey Epstein, bandarísks auðkýfings sem sakaður var um misnota og selja fjölda stúlkna mansali. Rannsóknin er sögð beinast að einstaklingum sem gætu hafa liðkað fyrir brotum Epstein. Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi í New York í sumar eftir að hann var handtekinn og ákærður fyrir mansal. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að þrátt fyrir að Maxwell, sem vann lengi fyrir Epstein, sæti nú rannsókn þá sé hún ekki sökuð um glæp að svo stöddu. Þá er alríkislögreglan sögð fylgja eftir fjölda ábendinga sem hún fékk frá konum sem höfðu samband við símalínu sem var opnuð eftir að Epstein var handtekinn í júlí. Ekki kemur fram hverjir fleiri eru til rannsóknar en heimildarmenn Reuters segja að FBI hafi engin áform um að taka skýrslu af Andrési prins af Bretlandi. Rannsóknin beinist að þeim sem gerðu Epstein kleift að fremja brot sín og Andrés falli ekki undir þá skilgreiningu. Giuffre segir að hún hafi verið sautján ára gömul þegar Epstein þvingaði hana til samræðis við Andrés prins.AP/Michel Euler Virginia Giuffre fullyrðir að Epstein hafi þvingað sig til að undirgangast misnotkun Andrésar prins og annarra vina hans. Maxwell hefur sakað Giuffre um lygar. Í einkamáli vegna meiðyrða sem Giuffre höfðaði gegn Maxwell vegna þess fullyrti sú fyrrnefnda að Maxwell hefði komið henni í kynni við Epstein á sínum tíma. Andrés prins hefur hafnað allri sök. Hann lét engu að síður af opinberum embættisathöfnum í nóvember í ljósi vináttu hans við Epstein sem hann viðurkenndi að hafi byggst á „slæmri dómgreind“. Heimildarmenn Reuters útiloka ekki að FBI gæti reynt að ná tali af Andrési síðar.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14
Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56