Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Andri Eysteinsson skrifar 1. desember 2019 22:56 Virginia Giuffre, konan sem hefur sakað Andrés prins um að nauðga sér þrisvar sinnum þegar hún var 17 ára. vísir/getty Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, segir sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. Í þættinum, sem ber heitið Prinsinn og Epstein-hneykslið. (e. The Prince and the Epstein Scandal), er talið að frekari tengsl Andrésar og Jeffrey Epstein komi upp á yfirborðið. Unnið hefur verið að gerð þáttarins, sem mun fjalla um tengsl Andrésar við Epstein-hneykslið, mánuðum saman og verður þátturinn lengri en vaninn er. Blaðamenn Panorama ræddu við Guiffre í nóvember, áður en að prinsinn mætti sjálfur í frægt viðtal hjá Newsnight.Prinsinn þótt hafa komist afar illa frá viðtalinu við Newsnight og var um fátt annað rætt í breskum fjölmiðlum eftir sýningu viðtalsins. Var því líkt meðal annars við bílslys og stórslys. Prinsinn sagðist þó sjálfur sáttur við viðtalið og stóð við það.Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnarÍ viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað Virginiu Guiffre árin 2001 og 2002 en þá var hún aðeins 17 ára gömul.Í viðtalinu sem birtast mun á morgun, sem er það fyrsta sem Guiffre veitir breskum fjölmiðli, mun Guiffre ræða Epstein og prinsinn. Í stuttu myndbroti sem birt hefur verið segir Guiffre. „Þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Hann veit hvað gerðist, ég veit hvað gerðist. Það er bara annað okkar að segja satt frá.“He knows what happened, I know what happened and there’s only one of us telling the truth.” The Prince and the Epstein Scandal | @BBCOne | Monday 2nd December, 9pm#BBCPanoramapic.twitter.com/tMIwWBztRR — Panorama (@BBCPanorama) November 28, 2019Þar sem að viðtalið við Guiffre var tekið upp áður en viðtalið við prinsinn birtist mun hún ekki svara orðum Andrésar. Andrés sagði við Newsnight að hann hafi ekki nauðgað Guiffre þar sem að hann hafi verið á veitingastaðnum Pizza Express í Woking daginn sem hún segir atburðinn hafa gerst.BBC segir að í þættinum muni nýjar upplýsingar um Epstein líta dagsins ljós og verður einnig fjallað um þátt Ghislaine Maxwell i hneykslinu. Ekki hefur spurst til Maxwell mánuðum saman en það var á heimili hennar sem mynd var tekin af Andrési og Virginiu Guiffre. Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisleg áreitni valdamanna Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, segir sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. Í þættinum, sem ber heitið Prinsinn og Epstein-hneykslið. (e. The Prince and the Epstein Scandal), er talið að frekari tengsl Andrésar og Jeffrey Epstein komi upp á yfirborðið. Unnið hefur verið að gerð þáttarins, sem mun fjalla um tengsl Andrésar við Epstein-hneykslið, mánuðum saman og verður þátturinn lengri en vaninn er. Blaðamenn Panorama ræddu við Guiffre í nóvember, áður en að prinsinn mætti sjálfur í frægt viðtal hjá Newsnight.Prinsinn þótt hafa komist afar illa frá viðtalinu við Newsnight og var um fátt annað rætt í breskum fjölmiðlum eftir sýningu viðtalsins. Var því líkt meðal annars við bílslys og stórslys. Prinsinn sagðist þó sjálfur sáttur við viðtalið og stóð við það.Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnarÍ viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað Virginiu Guiffre árin 2001 og 2002 en þá var hún aðeins 17 ára gömul.Í viðtalinu sem birtast mun á morgun, sem er það fyrsta sem Guiffre veitir breskum fjölmiðli, mun Guiffre ræða Epstein og prinsinn. Í stuttu myndbroti sem birt hefur verið segir Guiffre. „Þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Hann veit hvað gerðist, ég veit hvað gerðist. Það er bara annað okkar að segja satt frá.“He knows what happened, I know what happened and there’s only one of us telling the truth.” The Prince and the Epstein Scandal | @BBCOne | Monday 2nd December, 9pm#BBCPanoramapic.twitter.com/tMIwWBztRR — Panorama (@BBCPanorama) November 28, 2019Þar sem að viðtalið við Guiffre var tekið upp áður en viðtalið við prinsinn birtist mun hún ekki svara orðum Andrésar. Andrés sagði við Newsnight að hann hafi ekki nauðgað Guiffre þar sem að hann hafi verið á veitingastaðnum Pizza Express í Woking daginn sem hún segir atburðinn hafa gerst.BBC segir að í þættinum muni nýjar upplýsingar um Epstein líta dagsins ljós og verður einnig fjallað um þátt Ghislaine Maxwell i hneykslinu. Ekki hefur spurst til Maxwell mánuðum saman en það var á heimili hennar sem mynd var tekin af Andrési og Virginiu Guiffre.
Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisleg áreitni valdamanna Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira