Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir samning hjá AC Milan og mun spila fyrir félagið út tímabilið.
Félagið tilkynnti um komu Zlatans nú fyrir skömmu, en þetta verður í annað skiptið sem Zlatan spilar fyrir Milan.
#IZCOMING pic.twitter.com/CkqGPw2APx
— AC Milan (@acmilan) December 27, 2019
Sænski framherjinn var á mála hjá AC Milan á árunum 2010-2012 og varð Ítalíumeistari með félaginu 2011. Síðan þá hefur Milan ekki náð að verða meistari.
Zlatan spilaði 61 deildarleik fyrir Milan og gerði í þeim 42 mörk.
Síðustu ár hefur Zlatan verið á mála hjá LA Galaxy en þessi 38 ára framherji hefur spilað með Manchester United, PSG, Barcelona, Inter Milan, Juventus, Ajax og Malmö á ferlinum.
Samkvæmt heimildum Sky Sports er samningurinn til 6 mánaða með möguleika á framlengingu.