Lávarðar hætta í flokknum vegna meints gyðingahaturs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júlí 2019 06:30 Valdatíð Jeremys Corbyn hjá Verkamannaflokknum hefur einkennst af illdeilum flokksmanna. Nordicphotos/AFP Þrír þingmenn Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins hættu í flokknum í gær vegna óánægju með það hvernig flokkurinn hefur tekið á meintri andúð í garð gyðinga í röðum flokksmanna. Flokkurinn hefur logað í illdeilum undanfarin misseri vegna hins meinta gyðingahaturs. Samkvæmt frétt Sunday Times frá því í apríl hafa flokknum borist 863 kvartanir um meinta gyðingaandúð flokksmanna, þar með taldir eru kjörnir fulltrúar. Sé litið til kjörinna fulltrúa má nefna brottrekstur þingmannsins Naz Shah. Hún stakk meðal annars upp á því á Twitter að Ísraelsríki yrði flutt til Bandaríkjanna en var tekin aftur inn í flokkinn eftir að hún baðst afsökunar. Chris Williamson, annar þingmaður, fékk reisupassann eftir að hann sagði gyðingaandúðarvanda flokksins ýktan og að flokkurinn reyndi um of að þóknast gagnrýnendum. Þá má nefna úrsögn Kens Livingstone, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, eftir að hann sagði Adolf Hitler einn þeirra sem hefðu beitt sér fyrir að gyðingar fengju land í Mið-Austurlöndum. Deilan snýst að miklu leyti um afstöðuna gagnvart Ísraelsríki. Corbyn hefur um áratugaskeið talað fyrir frelsi palestínsku þjóðarinnar og með formennsku hans hafa fleiri á sömu skoðun tekið aukinn þátt í flokksstarfinu. Þar á meðal fólk sem ýmsum breskum gyðingum þykir ganga of langt í gagnrýni sinni á Ísrael. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) telst það til gyðingaandúðar að „neita gyðingum um sjálfsákvörðunarréttinn“ eða láta alla gyðinga svara fyrir gjörðir Ísraelsríkis. Þegar Verkamannaflokkurinn innleiddi skilgreiningu á gyðingaandúð inn í verklagsreglur sínar í júlí 2018 mátti greina óánægju með að skilgreining IHRA hafi ekki verið innleidd að fullu. Meðal annars var ákvæðum um að það teldist gyðingaandúð að saka gyðinga um að vera hollari Ísrael en heimalandi sínu eða að bera meiri væntingar til Ísraels en annarra ríkja sleppt. Svo fór síðar á árinu að skilgreiningin var innleidd að fullu en með þeirri viðbót að hún hamlaði ekki „tjáningarfrelsi í umræðu um Ísrael né réttindum Palestínumanna“. Corbyn hefur gengið illa að kveða niður illdeilurnar þótt hann hafi ítrekað sagt að gyðingahatarar séu óvelkomnir innan flokksins. Sjálfur hefur hann ítrekað komið sér í klandur. Meðal annars með því að lýsa palestínsku Hamas-samtökunum sem „vinum“ en Bretar flokka hernaðararm Hamas, Izz ad-Din al-Qassam sveitirnar, meðal hryðjuverkasamtaka. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur fyrir að sækja athöfn í Túnis þar sem mannanna á bak við morðin á 11 ísraelskum ólympíuförum á að hafa verið minnst. Corbyn hefur hafnað þeim ásökunum. Þeir þrír sem sögðu sig úr flokknum í gær, Triesman, Turnberg og Darzi lávarðar, voru ómyrkir í máli. „Því miður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það má finna rótgróna gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Leiðtogi flokksins og hans innsti hringur hafa sýnt gyðingaandúð og ekki tekið neina rétta ákvörðun í baráttunni gegn þessu vandamáli,“ sagði Triesman til að mynda. Flokkurinn neitaði þessum ásökunum í yfirlýsingu. „Verkamannaflokkurinn er að öllu leyti andsnúinn gyðingaandúð og staðráðinn í því að uppræta þetta mein.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Þrír þingmenn Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins hættu í flokknum í gær vegna óánægju með það hvernig flokkurinn hefur tekið á meintri andúð í garð gyðinga í röðum flokksmanna. Flokkurinn hefur logað í illdeilum undanfarin misseri vegna hins meinta gyðingahaturs. Samkvæmt frétt Sunday Times frá því í apríl hafa flokknum borist 863 kvartanir um meinta gyðingaandúð flokksmanna, þar með taldir eru kjörnir fulltrúar. Sé litið til kjörinna fulltrúa má nefna brottrekstur þingmannsins Naz Shah. Hún stakk meðal annars upp á því á Twitter að Ísraelsríki yrði flutt til Bandaríkjanna en var tekin aftur inn í flokkinn eftir að hún baðst afsökunar. Chris Williamson, annar þingmaður, fékk reisupassann eftir að hann sagði gyðingaandúðarvanda flokksins ýktan og að flokkurinn reyndi um of að þóknast gagnrýnendum. Þá má nefna úrsögn Kens Livingstone, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, eftir að hann sagði Adolf Hitler einn þeirra sem hefðu beitt sér fyrir að gyðingar fengju land í Mið-Austurlöndum. Deilan snýst að miklu leyti um afstöðuna gagnvart Ísraelsríki. Corbyn hefur um áratugaskeið talað fyrir frelsi palestínsku þjóðarinnar og með formennsku hans hafa fleiri á sömu skoðun tekið aukinn þátt í flokksstarfinu. Þar á meðal fólk sem ýmsum breskum gyðingum þykir ganga of langt í gagnrýni sinni á Ísrael. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) telst það til gyðingaandúðar að „neita gyðingum um sjálfsákvörðunarréttinn“ eða láta alla gyðinga svara fyrir gjörðir Ísraelsríkis. Þegar Verkamannaflokkurinn innleiddi skilgreiningu á gyðingaandúð inn í verklagsreglur sínar í júlí 2018 mátti greina óánægju með að skilgreining IHRA hafi ekki verið innleidd að fullu. Meðal annars var ákvæðum um að það teldist gyðingaandúð að saka gyðinga um að vera hollari Ísrael en heimalandi sínu eða að bera meiri væntingar til Ísraels en annarra ríkja sleppt. Svo fór síðar á árinu að skilgreiningin var innleidd að fullu en með þeirri viðbót að hún hamlaði ekki „tjáningarfrelsi í umræðu um Ísrael né réttindum Palestínumanna“. Corbyn hefur gengið illa að kveða niður illdeilurnar þótt hann hafi ítrekað sagt að gyðingahatarar séu óvelkomnir innan flokksins. Sjálfur hefur hann ítrekað komið sér í klandur. Meðal annars með því að lýsa palestínsku Hamas-samtökunum sem „vinum“ en Bretar flokka hernaðararm Hamas, Izz ad-Din al-Qassam sveitirnar, meðal hryðjuverkasamtaka. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur fyrir að sækja athöfn í Túnis þar sem mannanna á bak við morðin á 11 ísraelskum ólympíuförum á að hafa verið minnst. Corbyn hefur hafnað þeim ásökunum. Þeir þrír sem sögðu sig úr flokknum í gær, Triesman, Turnberg og Darzi lávarðar, voru ómyrkir í máli. „Því miður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það má finna rótgróna gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Leiðtogi flokksins og hans innsti hringur hafa sýnt gyðingaandúð og ekki tekið neina rétta ákvörðun í baráttunni gegn þessu vandamáli,“ sagði Triesman til að mynda. Flokkurinn neitaði þessum ásökunum í yfirlýsingu. „Verkamannaflokkurinn er að öllu leyti andsnúinn gyðingaandúð og staðráðinn í því að uppræta þetta mein.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent