Hlutfall koltvísýrings í andrúmslofti aldrei hærra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:45 Loftgæðamælingastöð NOAA í Mauna Loa á Hawaii. getty/Jonathan Kingston Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu heldur áfram að aukast með miklum hraða en meðaltal þess var í maí mánuði mældist 414,7 ppm í loftgæðamælingastöð Mauna Loa á Hawaii. Frá þessu er greint á heimasíðu NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration). Þetta er hæsta hlutfall koltvísýrings sem mælst hefur í þau 61 ár sem mælingar hafa farið fram á tindi hæsta eldfjalls Hawaii og sjöunda árið í röð sem greinileg og hröð aukning efnisins mælist í andrúmsloftinu. Hlutfall koltvísýrings hækkaði um 3,5 ppm á milli maí mánaðar 2018 og 2019 en í maí 2018 var það 411,2 ppm. Þetta er næsthæsta hækkun milli ára sem mælst hefur. Ppm stendur fyrir „parts per million“ en styrkur koltvísýrings er mældur í milljónustu hlutum og þýðir 414,7 ppm að af hverjum milljón loftsameindum eru 414,7 koltvísýringssameindir. Mánaðarlegt meðaltal koltvísýrings á Mauna Loa náði fyrst 400 ppm þröskuldinum árið 2014. „Það er mjög mikilvægt að eiga þessar nákvæmu, langtíma mælingar koltvísýrings til að geta skilið hversu hratt jarðefnaeldsneytismengun er að breyta loftslagi okkar,“ sagði Pieter Tans, háttsettur vísindamaður við alþjóða mælingadeild NOAA. Hlutfall koltvísýrings í andrúmsloftinu hækkar frá ári til árs og hlutfallsleg hækkun þess hækkar meira á hverju ári. Á fyrstu árum Mauna Loa stöðvarinnar mældist meðal hækkunin á hverju ári um 0,7 ppm, á níunda áratugnum var árleg hækkun 1,6 ppm og á þeim tíunda 1,5 ppm. Síðasta áratug hefur hækkunin verið um 2,2 ppm á ári. Allt bendir til þess að þessi aukning sé vegna aukinnar losunar, sagði Tans. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu heldur áfram að aukast með miklum hraða en meðaltal þess var í maí mánuði mældist 414,7 ppm í loftgæðamælingastöð Mauna Loa á Hawaii. Frá þessu er greint á heimasíðu NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration). Þetta er hæsta hlutfall koltvísýrings sem mælst hefur í þau 61 ár sem mælingar hafa farið fram á tindi hæsta eldfjalls Hawaii og sjöunda árið í röð sem greinileg og hröð aukning efnisins mælist í andrúmsloftinu. Hlutfall koltvísýrings hækkaði um 3,5 ppm á milli maí mánaðar 2018 og 2019 en í maí 2018 var það 411,2 ppm. Þetta er næsthæsta hækkun milli ára sem mælst hefur. Ppm stendur fyrir „parts per million“ en styrkur koltvísýrings er mældur í milljónustu hlutum og þýðir 414,7 ppm að af hverjum milljón loftsameindum eru 414,7 koltvísýringssameindir. Mánaðarlegt meðaltal koltvísýrings á Mauna Loa náði fyrst 400 ppm þröskuldinum árið 2014. „Það er mjög mikilvægt að eiga þessar nákvæmu, langtíma mælingar koltvísýrings til að geta skilið hversu hratt jarðefnaeldsneytismengun er að breyta loftslagi okkar,“ sagði Pieter Tans, háttsettur vísindamaður við alþjóða mælingadeild NOAA. Hlutfall koltvísýrings í andrúmsloftinu hækkar frá ári til árs og hlutfallsleg hækkun þess hækkar meira á hverju ári. Á fyrstu árum Mauna Loa stöðvarinnar mældist meðal hækkunin á hverju ári um 0,7 ppm, á níunda áratugnum var árleg hækkun 1,6 ppm og á þeim tíunda 1,5 ppm. Síðasta áratug hefur hækkunin verið um 2,2 ppm á ári. Allt bendir til þess að þessi aukning sé vegna aukinnar losunar, sagði Tans.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira