Tveimur gíslum Talibana sleppt úr haldi eftir rúm þrjú ár Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 11:47 Ashraf Ghani, forseti Afganistan, og þeir Timothy Weeks (efri) og Kevin King (neðri). Vísir/AP Talibanar hafa sleppt tveimur vestrænum gíslum sem hafa verið í haldi þeirra frá 2016. Það var gert í skiptum fyrir þrjá leiðtoga Talibana sem var sleppt var úr haldi ríkisstjórnar Afganistan. Gíslarnir tveir eru Kevin King frá Bandaríkjunum og Timothy Weeks frá Ástralíu. Talibanarnir sem um ræðir eru sagðir hafa verið fluttir úr landi í gær. Þeim var flogið til Katar. Bæði King og Weeks voru prófessorar í Bandaríska háskólanum í Kabúl, höfuðborg Afganistan og var þeim rænt fyrir utan skólann. Árið 2017 voru birt tvö myndbönd af þeim, þar sem þeir virtust horaðir og illna haldnir. Í kjölfar birtingar seinna myndbandsins var gerð tilraun til að frelsa þá úr haldi en þá voru þeir ekki á þeim stað sem sérsveitarmenn Bandaríkjanna réðust á.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar biðu Talibanar með að sleppa þeim úr haldi þar til meðlimirnir þrír voru lentir í Katar.Ekki liggur fyrir hvort gíslarnir voru afhentir yfirvöldum í Afganistan, bandarískum hermönnum eða milliliðum og ekki er vitað hvar þeir eru nú. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, tilkynnti skiptin í sjónvarpsávarpi í dag og sagði að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða. Hann væri þó viss um að hún væri í hag afgönsku þjóðarinnar. Vonast er til þess að með skiptunum verði hægt að endurræsa friðarviðræður og binda enda á 18 ára stríð í Afganistan og undirbúa það að allir hermenn Bandaríkjanna verði fluttir þaðan. Bandaríkin og Talibanar voru sagðir nálægt samkomulagi í september en mannskæðar árásir Talibana leiddu til þess að Donald Trump, forseti, sleit viðræðunum nokkrum dögum áður en forsvarsmenn Talibana áttu að ferðast til Camp David í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á TalibönumTalibanar hafa ekki viljað ræða með beinum hætti við ríkisstjórn Afganistan og segja þá hana leppstjórn Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem var sleppt er Anas Haqqani, sem leiðir svokallaða Haqqani Network deild Talibana. Sú deild er talin standa á bakvið fjölda mannskæðra árása gegn almennum borgurum á undanförnum árum. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Talibanar hafa sleppt tveimur vestrænum gíslum sem hafa verið í haldi þeirra frá 2016. Það var gert í skiptum fyrir þrjá leiðtoga Talibana sem var sleppt var úr haldi ríkisstjórnar Afganistan. Gíslarnir tveir eru Kevin King frá Bandaríkjunum og Timothy Weeks frá Ástralíu. Talibanarnir sem um ræðir eru sagðir hafa verið fluttir úr landi í gær. Þeim var flogið til Katar. Bæði King og Weeks voru prófessorar í Bandaríska háskólanum í Kabúl, höfuðborg Afganistan og var þeim rænt fyrir utan skólann. Árið 2017 voru birt tvö myndbönd af þeim, þar sem þeir virtust horaðir og illna haldnir. Í kjölfar birtingar seinna myndbandsins var gerð tilraun til að frelsa þá úr haldi en þá voru þeir ekki á þeim stað sem sérsveitarmenn Bandaríkjanna réðust á.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar biðu Talibanar með að sleppa þeim úr haldi þar til meðlimirnir þrír voru lentir í Katar.Ekki liggur fyrir hvort gíslarnir voru afhentir yfirvöldum í Afganistan, bandarískum hermönnum eða milliliðum og ekki er vitað hvar þeir eru nú. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, tilkynnti skiptin í sjónvarpsávarpi í dag og sagði að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða. Hann væri þó viss um að hún væri í hag afgönsku þjóðarinnar. Vonast er til þess að með skiptunum verði hægt að endurræsa friðarviðræður og binda enda á 18 ára stríð í Afganistan og undirbúa það að allir hermenn Bandaríkjanna verði fluttir þaðan. Bandaríkin og Talibanar voru sagðir nálægt samkomulagi í september en mannskæðar árásir Talibana leiddu til þess að Donald Trump, forseti, sleit viðræðunum nokkrum dögum áður en forsvarsmenn Talibana áttu að ferðast til Camp David í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á TalibönumTalibanar hafa ekki viljað ræða með beinum hætti við ríkisstjórn Afganistan og segja þá hana leppstjórn Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem var sleppt er Anas Haqqani, sem leiðir svokallaða Haqqani Network deild Talibana. Sú deild er talin standa á bakvið fjölda mannskæðra árása gegn almennum borgurum á undanförnum árum.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira