Foringjar gætu fallið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Stjórnmálaforingjarnir Olaf Scholz og Angela Merkel eiga undir högg að sækja í Þýskalandi. Nordicphotos/Getty Í fylkiskosningunni í Þýringalandi þann 27. október síðastliðinn guldu stjórnarflokkarnir tveir afhroð. Kristilegir demókratar töpuðu þriðjungi af sínu fylgi og höfnuðu í þriðja sæti með innan við 22 prósent. Sósíaldemókratar fengu aðeins rúm 8 prósent. Róttæku flokkarnir unnu kosningarnar, Vinstrið fékk 31 prósent og hinn þjóðernispopúlíski Valkostur fyrir Þýskaland rúmlega 23 prósent. Úrslitin í Þýringalandi ríma vel við önnur kosningaúrslit á árinu, í Brandenburg, Bremen og Saxlandi. Kjósendur eru óánægðir með stóru flokkana tvo og þó svo að langt sé í næstu kosningar, sem fram fara haustið 2021, eru flokksmenn sjálfir einnig farnir að ókyrrast, sér í lagi meðal Sósíaldemókrata. Sósíaldemókratar hafa verið í leiðtogakrísu um þó nokkurt skeið. Andrea Nahles sagði sig frá leiðtogahlutverkinu í júní eftir að flokkurinn tapaði 11 af 27 sætum sínum í kosningum til Evrópusambandsþingsins. Fóru þau sæti að mestu leyti til Græningja. Kosningar standa nú yfir innan flokks um næsta leiðtoga og verða úrslitin ljós þann 8. desember. Samkvæmt könnunum hefur Olaf Scholz, fjármálaráðherra og varakanslari, forystu í kosningunum. Hann er á miðjunni, hefur beitt sér fyrir aðhaldssemi í ríkisrekstrinum og er ekki líklegur til að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu. Með honum býður fram Klara Geywitz, fylkisþingmaður frá Brandenburg. Þeim ógna hins vegar þingmaðurinn Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans, sem eru lengra til vinstri og vilja umtalsvert meiri ríkisútgjöld en Scholz hefur leyft. „Við þurfum 240 milljarða evra fyrir skóla, vegi, járnbrautir. Við þurfum líka 100 milljarða fyrir aukna stafvæðingu,“ sagði Walter-Borjans nýlega. Ef Esken og Walter-Borjans vinna kosningarnar er óvíst að núverandi stjórnarsamstarf haldi og að Sósíaldemókratar leiti frekar til Vinstrisins. Varnarmálaráðherrann Annegret Kramp-Karrenbauer tók við af Angelu Merkel fyrir tæpu ári sem leiðtogi Kristilegra demókrata, en tíð hennar hefur markast af kosningaósigrum. Auk fylkiskosninganna tapaði flokkurinn 5 af 34 þingsætum á Evrópuþinginu, aðallega til Valkosts fyrir Þýskaland. Jafnt og þétt hefur andstaðan við hana byggst upp í flokknum og samkvæmt könnunum nýtur hún aðeins 13 prósenta vinsælda meðal almennings. Landsþing Kristilegra demókrata hefst í borginni Leipzig föstudaginn 22. nóvember og búist er við því að Kramp-Karrenbauer fái töluverða andstöðu þar, jafnvel að henni verði steypt af stóli. Sá sem helst kemur til greina sem arftaki er fyrrverandi þingmaðurinn Friedrich Merz, sem tapaði leiðtogakosningu fyrir Kramp-Karrenbauer í fyrra. Á þessu ári hefur hann nýtt sér kosningaósigrana og gagnrýnt stjórn flokksins, samstarfið við Sósíaldemókrata og Angelu Merkel. Hann hefur ekki sagt það beint út að hann vilji í stjórn með Valkosti fyrir Þýskaland en virðist hallast í þá átt. Eftir kosninguna í Þýringalandi skrifuðu 17 flokksmenn Kristilegra demókrata stjórninni bréf þess efnis að flokkurinn ætti að vera reiðubúinn að starfa með öllum lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Í fylkiskosningunni í Þýringalandi þann 27. október síðastliðinn guldu stjórnarflokkarnir tveir afhroð. Kristilegir demókratar töpuðu þriðjungi af sínu fylgi og höfnuðu í þriðja sæti með innan við 22 prósent. Sósíaldemókratar fengu aðeins rúm 8 prósent. Róttæku flokkarnir unnu kosningarnar, Vinstrið fékk 31 prósent og hinn þjóðernispopúlíski Valkostur fyrir Þýskaland rúmlega 23 prósent. Úrslitin í Þýringalandi ríma vel við önnur kosningaúrslit á árinu, í Brandenburg, Bremen og Saxlandi. Kjósendur eru óánægðir með stóru flokkana tvo og þó svo að langt sé í næstu kosningar, sem fram fara haustið 2021, eru flokksmenn sjálfir einnig farnir að ókyrrast, sér í lagi meðal Sósíaldemókrata. Sósíaldemókratar hafa verið í leiðtogakrísu um þó nokkurt skeið. Andrea Nahles sagði sig frá leiðtogahlutverkinu í júní eftir að flokkurinn tapaði 11 af 27 sætum sínum í kosningum til Evrópusambandsþingsins. Fóru þau sæti að mestu leyti til Græningja. Kosningar standa nú yfir innan flokks um næsta leiðtoga og verða úrslitin ljós þann 8. desember. Samkvæmt könnunum hefur Olaf Scholz, fjármálaráðherra og varakanslari, forystu í kosningunum. Hann er á miðjunni, hefur beitt sér fyrir aðhaldssemi í ríkisrekstrinum og er ekki líklegur til að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu. Með honum býður fram Klara Geywitz, fylkisþingmaður frá Brandenburg. Þeim ógna hins vegar þingmaðurinn Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans, sem eru lengra til vinstri og vilja umtalsvert meiri ríkisútgjöld en Scholz hefur leyft. „Við þurfum 240 milljarða evra fyrir skóla, vegi, járnbrautir. Við þurfum líka 100 milljarða fyrir aukna stafvæðingu,“ sagði Walter-Borjans nýlega. Ef Esken og Walter-Borjans vinna kosningarnar er óvíst að núverandi stjórnarsamstarf haldi og að Sósíaldemókratar leiti frekar til Vinstrisins. Varnarmálaráðherrann Annegret Kramp-Karrenbauer tók við af Angelu Merkel fyrir tæpu ári sem leiðtogi Kristilegra demókrata, en tíð hennar hefur markast af kosningaósigrum. Auk fylkiskosninganna tapaði flokkurinn 5 af 34 þingsætum á Evrópuþinginu, aðallega til Valkosts fyrir Þýskaland. Jafnt og þétt hefur andstaðan við hana byggst upp í flokknum og samkvæmt könnunum nýtur hún aðeins 13 prósenta vinsælda meðal almennings. Landsþing Kristilegra demókrata hefst í borginni Leipzig föstudaginn 22. nóvember og búist er við því að Kramp-Karrenbauer fái töluverða andstöðu þar, jafnvel að henni verði steypt af stóli. Sá sem helst kemur til greina sem arftaki er fyrrverandi þingmaðurinn Friedrich Merz, sem tapaði leiðtogakosningu fyrir Kramp-Karrenbauer í fyrra. Á þessu ári hefur hann nýtt sér kosningaósigrana og gagnrýnt stjórn flokksins, samstarfið við Sósíaldemókrata og Angelu Merkel. Hann hefur ekki sagt það beint út að hann vilji í stjórn með Valkosti fyrir Þýskaland en virðist hallast í þá átt. Eftir kosninguna í Þýringalandi skrifuðu 17 flokksmenn Kristilegra demókrata stjórninni bréf þess efnis að flokkurinn ætti að vera reiðubúinn að starfa með öllum lýðræðislega kjörnum fulltrúum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira