„Ef hún lægir öldur í mínum flokki þá er hún góð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 12:13 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að sáttatillaga sem hann lagði fram um lagningu sæstrengs grafi undan málflutningi flokkssystkina hans sem standa að þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann. Haraldur telur líklegt að tillagan muni lægja öldur innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún njóti víðtæks stuðnings.Sjá einnig: Styður sáttatillögu Haraldar um þjóðaratkvæðagreiðslu og sæstreng Haraldur ræddi sáttatillöguna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Inntur eftir því hvernig tillagan samræmist öðrum tillögum um orkupakkann sem liggja fyrir á Alþingi sagði Haraldur að hann stigi skrefinu lengra. „Það er einn af þessum lagalegu fyrirvörum, sem iðnaðarráðherra hefur sett fram og tengist máli utanríkisráðherra um stjórnskipulega fyrirvarann, er breyting á raforkulögum sem raunverulega rammar inn að alþingi muni þá með sérstakri ákvörðun safna byggingu eða tengingu. Ég er í raun og veru að stíga skrefinu lengra, þetta er einhvers konar viðbótartrygging.“ Borið hefur á efasemdum um innleiðingu þriðja orkupakkans innan Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ráðherrar flokksins séu með málið á sinni könnu. Þannig hafa þingmennirnir Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason verið tvístígandi varðandi orkupakkann, þó að sá síðarnefndi hafi raunar lýst yfir stuðningi við tillögu Haraldar í liðinni viku.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst yfir efasemdum vegna þriðja orkupakkans.Vísir/vilhelm„Já, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það, það eru flestir flokkar, eða allavega allir stjórnarflokkarnir, með deilur í þessum efnum,“ sagði Haraldur og sagði mikilvægt að taka mið af ótta fólks varðandi framkvæmd orkupakkans. Þá eigi hann von á því að tillagan muni stuðla að sátt um málið innan flokksins. „Ég á von á því og er mjög áfram um það að iðnaðarráðherra og ríkisstjórnin stígi skref í að skýra þessa mynd í vor og breyta þessu ástandi sem er. Ótti garðyrkjubænda og andstæða við orkupakka 3 er grundvallast mikið til á því hvernig við framkvæmdum orkupakka 1 og 2. [...] En tillagan þessi, ef hún lægir öldur í mínum flokki þá er hún góð og þá lægir hún öldur örugglega víðar.“ Haraldur reiknaði með að hann, ásamt um fimm samflokksmönnum sínum til viðbótar, fái heimild til að leggja tillöguna fram þegar orkupakkinn verður tekinn fyrir í þinginu í ágúst. „Já, nú er ég búinn að fleyta hugmyndinni fram og fæ almennt góðar viðtökur. Ég finn fyrir stuðningi meðal minna flokkssystkina. Það má vera að við látum reyna á það fljótlega að við segjum einfaldlega: Já, við ætlum að láta dreifa tillögunni og láta reyna á stuðning við hana á Alþingi. Við erum kannski ekki komin nákvæmlega þangað núna en þetta eru hugmyndir.“ Haraldur áréttaði að verði tillagan ekki samþykkt fái það engu breytt um stuðning sinn við orkupakkamálið. Aðspurður hafnaði hann því að tillagan grafi undan málflutningi flokkssystkina hans, sem hafa fullyrt að ástæðulaust sé að hafa áhyggjur af innleiðingu orkupakkans. „Nei, ég hef enga ástæðu til að ætla það.“Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Harald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að sáttatillaga sem hann lagði fram um lagningu sæstrengs grafi undan málflutningi flokkssystkina hans sem standa að þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann. Haraldur telur líklegt að tillagan muni lægja öldur innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún njóti víðtæks stuðnings.Sjá einnig: Styður sáttatillögu Haraldar um þjóðaratkvæðagreiðslu og sæstreng Haraldur ræddi sáttatillöguna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Inntur eftir því hvernig tillagan samræmist öðrum tillögum um orkupakkann sem liggja fyrir á Alþingi sagði Haraldur að hann stigi skrefinu lengra. „Það er einn af þessum lagalegu fyrirvörum, sem iðnaðarráðherra hefur sett fram og tengist máli utanríkisráðherra um stjórnskipulega fyrirvarann, er breyting á raforkulögum sem raunverulega rammar inn að alþingi muni þá með sérstakri ákvörðun safna byggingu eða tengingu. Ég er í raun og veru að stíga skrefinu lengra, þetta er einhvers konar viðbótartrygging.“ Borið hefur á efasemdum um innleiðingu þriðja orkupakkans innan Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ráðherrar flokksins séu með málið á sinni könnu. Þannig hafa þingmennirnir Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason verið tvístígandi varðandi orkupakkann, þó að sá síðarnefndi hafi raunar lýst yfir stuðningi við tillögu Haraldar í liðinni viku.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst yfir efasemdum vegna þriðja orkupakkans.Vísir/vilhelm„Já, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það, það eru flestir flokkar, eða allavega allir stjórnarflokkarnir, með deilur í þessum efnum,“ sagði Haraldur og sagði mikilvægt að taka mið af ótta fólks varðandi framkvæmd orkupakkans. Þá eigi hann von á því að tillagan muni stuðla að sátt um málið innan flokksins. „Ég á von á því og er mjög áfram um það að iðnaðarráðherra og ríkisstjórnin stígi skref í að skýra þessa mynd í vor og breyta þessu ástandi sem er. Ótti garðyrkjubænda og andstæða við orkupakka 3 er grundvallast mikið til á því hvernig við framkvæmdum orkupakka 1 og 2. [...] En tillagan þessi, ef hún lægir öldur í mínum flokki þá er hún góð og þá lægir hún öldur örugglega víðar.“ Haraldur reiknaði með að hann, ásamt um fimm samflokksmönnum sínum til viðbótar, fái heimild til að leggja tillöguna fram þegar orkupakkinn verður tekinn fyrir í þinginu í ágúst. „Já, nú er ég búinn að fleyta hugmyndinni fram og fæ almennt góðar viðtökur. Ég finn fyrir stuðningi meðal minna flokkssystkina. Það má vera að við látum reyna á það fljótlega að við segjum einfaldlega: Já, við ætlum að láta dreifa tillögunni og láta reyna á stuðning við hana á Alþingi. Við erum kannski ekki komin nákvæmlega þangað núna en þetta eru hugmyndir.“ Haraldur áréttaði að verði tillagan ekki samþykkt fái það engu breytt um stuðning sinn við orkupakkamálið. Aðspurður hafnaði hann því að tillagan grafi undan málflutningi flokkssystkina hans, sem hafa fullyrt að ástæðulaust sé að hafa áhyggjur af innleiðingu orkupakkans. „Nei, ég hef enga ástæðu til að ætla það.“Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Harald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14
„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30