Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby þurftu að láta sér silfrið nægja í dönsku bikarkeppninni í fótbolta eftir tap fyrir Midtjylland í úrlsitaleik bikarsins.
Hjörtur var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn fyrir Bröndby.
Kian Hansen kom Midtjylland yfir strax á sjöttu mínútu en Dominik Kaiser jafnaði á 21. mínútu fyrir Bröndby. Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð í venjulegum leiktíma né í framlengingu.
Kaiser tók fyrstu vítaspyrnuna en hann náði ekki að skora. Önnur spyrna Midtjylland fór forgörðum og eftir þrjár spyrnur á lið var jafnt 2-2 í vítum. Þá fór Josip Radosevic á punktinn en náði ekki að skora. Midtjylland skoraði úr sínum spyrnum sem eftir voru og unnu 4-3 í vítaspyrnukeppninni.
Midtjylland er því bikarmeistari en Bröndby fékk silfur.
Hjörtur fékk bikarsilfur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti
