Fyrirtæki í eigu eiginmanns þingkonu vill veiða hrefnu á nýjan leik Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2019 06:45 Hrefnuveiðar hafa ekki verið miklar síðustu ár en aðeins sex voru drepnar í fyrra. Fréttablaðið/Anton brink Þrjú fyrirtæki hafa óskað eftir leyfi til að veiða hval við Íslandsstrendur næstu fimm sumarvertíðir til ársins 2023. Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir leyfum til að veiða hrefnu hér við land og eitt fyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að veiða langreyðar. Fyrirtækin IP ehf. og Runo ehf. eru þau fyrirtæki sem sótt hafa um leyfi til að veiða hrefnu næstu fimm vertíðir. Árlega má veiða rúmlega 200 hrefnur samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og eru veiðarnar ólympískar; það er að veiðar eru frjálsar þar til kvótinn hefur allur verið veiddur. Í fyrra mátti veiða alls 262 hrefnur en aðeins sex hrefnur voru skotnar. Athygli vekur að Runo ehf. er í eigu Þrastar Sigmundssonar. Þröstur er eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttir, þingmanns Framsóknarflokksins. Silja Dögg situr í utanríkismálanefnd þingsins en mikil og hörð gagnrýni hefur komið frá útlöndum vegna hvalveiða Íslendinga síðustu árin. Nú liggur fyrir þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þess efnis að rannsakaður verði stuðningur erlendis við hvalveiðar okkar Íslendinga og hver áhrif hvalveiðar hafa á ímynd lands og þjóðar. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur óskað eftir leyfum til veiða á langreyði. Veiða má samkvæmt Hafrannsóknastofnun 209 dýr á hverju ári fram til ársins 2025. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að fyrirtækið muni fullnýta kvóta sinn á þessu ári og verði því mun færri dýr veidd í ár en til að mynda var gert í fyrra. Fréttablaðið hefur reynt nú í nokkra daga að fá samtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hann hefur ekki svarað óskum Fréttablaðsins um samtal. Lítið er af langreyðarkjöti eftir í frystigeymslum Hvals hf. hér á landi og hefur megnið af kjöti frá vertíðinni í fyrra verið flutt til Japans. Það þýðir hins vegar ekki að það sé búið að selja afurðirnar samkvæmt skrifstofu Hvals og gæti vel verið að kjötið sé geymt í frystigeymslum ytra uns kaupandi finnst að afurðunum.Uppfært klukkan 09:54:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Þrjú fyrirtæki hafa óskað eftir leyfi til að veiða hval við Íslandsstrendur næstu fimm sumarvertíðir til ársins 2023. Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir leyfum til að veiða hrefnu hér við land og eitt fyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að veiða langreyðar. Fyrirtækin IP ehf. og Runo ehf. eru þau fyrirtæki sem sótt hafa um leyfi til að veiða hrefnu næstu fimm vertíðir. Árlega má veiða rúmlega 200 hrefnur samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og eru veiðarnar ólympískar; það er að veiðar eru frjálsar þar til kvótinn hefur allur verið veiddur. Í fyrra mátti veiða alls 262 hrefnur en aðeins sex hrefnur voru skotnar. Athygli vekur að Runo ehf. er í eigu Þrastar Sigmundssonar. Þröstur er eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttir, þingmanns Framsóknarflokksins. Silja Dögg situr í utanríkismálanefnd þingsins en mikil og hörð gagnrýni hefur komið frá útlöndum vegna hvalveiða Íslendinga síðustu árin. Nú liggur fyrir þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þess efnis að rannsakaður verði stuðningur erlendis við hvalveiðar okkar Íslendinga og hver áhrif hvalveiðar hafa á ímynd lands og þjóðar. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur óskað eftir leyfum til veiða á langreyði. Veiða má samkvæmt Hafrannsóknastofnun 209 dýr á hverju ári fram til ársins 2025. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að fyrirtækið muni fullnýta kvóta sinn á þessu ári og verði því mun færri dýr veidd í ár en til að mynda var gert í fyrra. Fréttablaðið hefur reynt nú í nokkra daga að fá samtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hann hefur ekki svarað óskum Fréttablaðsins um samtal. Lítið er af langreyðarkjöti eftir í frystigeymslum Hvals hf. hér á landi og hefur megnið af kjöti frá vertíðinni í fyrra verið flutt til Japans. Það þýðir hins vegar ekki að það sé búið að selja afurðirnar samkvæmt skrifstofu Hvals og gæti vel verið að kjötið sé geymt í frystigeymslum ytra uns kaupandi finnst að afurðunum.Uppfært klukkan 09:54:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira