Katar komið í úrslitaleik Asíukeppninnar í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 15:55 Almoez Ali fagnar áttunda marki sínu í keppninni. Getty/Zhizhao Wu Katar og Japan spila til úrslita í Asíukeppninni í fótbolta en þetta varð ljóst í dag þegar Katar hélt ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram á mótinu. Katarbúar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 en hafa ekki verið til stórræða í fótboltanum hingað til. Landslið Katar er aftur á móti á mjög góðri leið ef marka má gengi þess meðal bestu knattspyrnuþjóða Asíu. Katar vann 4-0 sigur á heimamönnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í seinni undanúrslitaleiknum í dag en áður hafði Japan unnið 3-0 sigur á Íran í hinum undanúrslitaleiknum.st ever team to not concede in opening 6 #AsianCup games st ever #AsianCup final stage appearance for @QFA Qatar are writing their names in the history books! pic.twitter.com/uwJLiTGGFu — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Katar hefur unnið sex fyrstu leiki sína í keppninni en fyrir þessa keppni hafði landslið Katar aðeins unnið 10 af 38 leikjum sínum í lokaúrslitum Asíukeppninnar. Besti árangur landsliðsins fyrir 2019 var fimmta sæti. Katar hefur unnið þessa sex leiki sína í keppninni með markatölunni 16-0 og hefur liðið því enn ekki fengið á sig mark í mótinu. Katar vann 1-0 sigur á Suður-Kóreu í átta liða úrslitunum og 1-0 sigur á Írak í sextán liða úrslitunum. Japan sló út Sádí Aarbíu og Víetnam á leið sinni í undanúrslitin. Hinn 22 ára gamli Almoez Ali hefur verið stjarna mótsins en hann spilar fyrir Katar þrátt fyrir að vera fæddur í Súdan. Hann fluttist til Katar þegar hann var barn. Almoez Ali skoraði annað mark Katar í dag og er því kominn með átta mörk í keppninni sem þýðir að hann hefur jafnað markamet Ali Daei í einni Asíukeppni. Ali Daei skoraði átta mörk fyrir Íran árið 1996. Almoez Ali kom Katar í 2-0 á 37. mínútu en Boualem Khoukhi hafði skorað fyrsta markið á 22. mínútu. Fyrirliðinn Hassan Al-Haydos innsiglaði síðan sigurinn með marki á 80. mínútu áður en Hamid Ismail skoraði síðasta markið í uppbótartíma.Almoez double Qatar lead with his eighth goal of the tournament. He has now equalled Ali Daei's record for most goals in a single tournament! #AsianCup2019pic.twitter.com/K6mtS2HOL8 — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019Almoez Ali er með fjögurra marka forskot í baráttunni um gullskóinn en fjögur af mörkum hans komu í 6-0 sigri á Norður-Kóreu í riðlakeppninni. Akram Afif lagði upp þrjú mörk fyrir Katar í dag og hefur gefið alls níu stoðsendingar á mótinu. Akram Afif er 22 ára gamall eins og Almoez Ali. Katar mun síðan taka þátt í Suðurameríkukeppninni í sumar og þar fáum við enn frekar sönnun á styrkleika liðsins nú þegar styttist í því að Katar verður gestgjafi á HM í knattspyrnu.FULL-TIME | Qatar 4-0 UAE @QFA are through to the #AsianCupFinal for the first time ever! History! pic.twitter.com/hanlc0onmE — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Katar og Japan spila til úrslita í Asíukeppninni í fótbolta en þetta varð ljóst í dag þegar Katar hélt ótrúlegri sigurgöngu sinni áfram á mótinu. Katarbúar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 en hafa ekki verið til stórræða í fótboltanum hingað til. Landslið Katar er aftur á móti á mjög góðri leið ef marka má gengi þess meðal bestu knattspyrnuþjóða Asíu. Katar vann 4-0 sigur á heimamönnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í seinni undanúrslitaleiknum í dag en áður hafði Japan unnið 3-0 sigur á Íran í hinum undanúrslitaleiknum.st ever team to not concede in opening 6 #AsianCup games st ever #AsianCup final stage appearance for @QFA Qatar are writing their names in the history books! pic.twitter.com/uwJLiTGGFu — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019 Katar hefur unnið sex fyrstu leiki sína í keppninni en fyrir þessa keppni hafði landslið Katar aðeins unnið 10 af 38 leikjum sínum í lokaúrslitum Asíukeppninnar. Besti árangur landsliðsins fyrir 2019 var fimmta sæti. Katar hefur unnið þessa sex leiki sína í keppninni með markatölunni 16-0 og hefur liðið því enn ekki fengið á sig mark í mótinu. Katar vann 1-0 sigur á Suður-Kóreu í átta liða úrslitunum og 1-0 sigur á Írak í sextán liða úrslitunum. Japan sló út Sádí Aarbíu og Víetnam á leið sinni í undanúrslitin. Hinn 22 ára gamli Almoez Ali hefur verið stjarna mótsins en hann spilar fyrir Katar þrátt fyrir að vera fæddur í Súdan. Hann fluttist til Katar þegar hann var barn. Almoez Ali skoraði annað mark Katar í dag og er því kominn með átta mörk í keppninni sem þýðir að hann hefur jafnað markamet Ali Daei í einni Asíukeppni. Ali Daei skoraði átta mörk fyrir Íran árið 1996. Almoez Ali kom Katar í 2-0 á 37. mínútu en Boualem Khoukhi hafði skorað fyrsta markið á 22. mínútu. Fyrirliðinn Hassan Al-Haydos innsiglaði síðan sigurinn með marki á 80. mínútu áður en Hamid Ismail skoraði síðasta markið í uppbótartíma.Almoez double Qatar lead with his eighth goal of the tournament. He has now equalled Ali Daei's record for most goals in a single tournament! #AsianCup2019pic.twitter.com/K6mtS2HOL8 — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019Almoez Ali er með fjögurra marka forskot í baráttunni um gullskóinn en fjögur af mörkum hans komu í 6-0 sigri á Norður-Kóreu í riðlakeppninni. Akram Afif lagði upp þrjú mörk fyrir Katar í dag og hefur gefið alls níu stoðsendingar á mótinu. Akram Afif er 22 ára gamall eins og Almoez Ali. Katar mun síðan taka þátt í Suðurameríkukeppninni í sumar og þar fáum við enn frekar sönnun á styrkleika liðsins nú þegar styttist í því að Katar verður gestgjafi á HM í knattspyrnu.FULL-TIME | Qatar 4-0 UAE @QFA are through to the #AsianCupFinal for the first time ever! History! pic.twitter.com/hanlc0onmE — #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 29, 2019
Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira