Íslenski markvörðurinn hjá Brentford fékk stöðuhækkun og mikið hrós frá stjóra sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 08:00 Patrik Sigurður Gunnarsson. Getty/Ker Robertson Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn upp í aðallið Brentford en B-deildarfélagið tilkynnti þetta sérstaklega í frétt á heimasíðu sinni í gær. Patrik Sigurður fagnar þessu með því að drífa sig heim til Íslands til að taka þátt í verkefni með 21 árs landsliðinu en þessi efnilegi markvörður gæti spilað í þrjú ár til viðbótar með því. Patrik hefur verið leikmaður varaliðs Brenford frá því að hann kom til félagsins fyrir rúmu ári en á sama tíma hefur hann stigið fyrstu skrefin sín með íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði líka fyrsta leikinn með 17 ára landsliðinu þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Patrik er enn aðeins átján ára gamall en hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Breiðabliki. Patrik var í láni hjá ÍR í B-deildinni sumarið 2018 áður en hann fór út til Brentford. Patrik spilaði sinn fyrsta leik í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð þegar hann kom inná sem varamaður á móti Middlesbrough í mars en var að auki sem varamaður í sex öðrum leikjum í deildinni á síðustu leiktíð.Head Coach Thomas Frank reacts to @patrikgunnars' promotion#BrentfordFCpic.twitter.com/assiY0uqse — Brentford FC (@BrentfordFC) September 1, 2019 Nú er hins vegar komið að því að taka stóra skrefið upp í aðalliðið hjá Brentford og hefur Patrik þar með fengið flotta stöðuhækkun og það eftir aðeins nokkrar vikur af tímabilinu. Þjálfari Brentford liðsins, Daninn Thomas Frank, er ánægður með íslenska markvörðinn og hrósaði honum í fréttinni á heimasíðunni hjá Brentford. „Patrik er ungur leikmaður sem við höfum miklar mætur á. Hann á frábæra framtíð fyrir höndum og er verðandi aðalmarkvörður Brentford ef hann heldur áfram á sömu braut. Hugarfar og viðhorf Patriks er ótrúlegt. Vinnusemi hans og ástríða fyrir því að bæta sig er eitthvað sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hann er líka þegar hátt metinn í klefanum meðal leikmanna aðalliðsins,“ sagði Thomas Frank en Patrik er kallaður Pat hjá Brentford. Patrik er í hópi 21 árs landsliðsins fyrir leikina gegn Lúxemborg og Armeníu sem fara báðir fram á Víkingsvelli á næstunni. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi Patrik sem einn af þremur markvörðum liðsins en hinir eru Daði Freyr Arnarsson hjá FH og Elías Rafn Ólafsson hjá Aarhus Fremad. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn upp í aðallið Brentford en B-deildarfélagið tilkynnti þetta sérstaklega í frétt á heimasíðu sinni í gær. Patrik Sigurður fagnar þessu með því að drífa sig heim til Íslands til að taka þátt í verkefni með 21 árs landsliðinu en þessi efnilegi markvörður gæti spilað í þrjú ár til viðbótar með því. Patrik hefur verið leikmaður varaliðs Brenford frá því að hann kom til félagsins fyrir rúmu ári en á sama tíma hefur hann stigið fyrstu skrefin sín með íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði líka fyrsta leikinn með 17 ára landsliðinu þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Patrik er enn aðeins átján ára gamall en hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Breiðabliki. Patrik var í láni hjá ÍR í B-deildinni sumarið 2018 áður en hann fór út til Brentford. Patrik spilaði sinn fyrsta leik í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð þegar hann kom inná sem varamaður á móti Middlesbrough í mars en var að auki sem varamaður í sex öðrum leikjum í deildinni á síðustu leiktíð.Head Coach Thomas Frank reacts to @patrikgunnars' promotion#BrentfordFCpic.twitter.com/assiY0uqse — Brentford FC (@BrentfordFC) September 1, 2019 Nú er hins vegar komið að því að taka stóra skrefið upp í aðalliðið hjá Brentford og hefur Patrik þar með fengið flotta stöðuhækkun og það eftir aðeins nokkrar vikur af tímabilinu. Þjálfari Brentford liðsins, Daninn Thomas Frank, er ánægður með íslenska markvörðinn og hrósaði honum í fréttinni á heimasíðunni hjá Brentford. „Patrik er ungur leikmaður sem við höfum miklar mætur á. Hann á frábæra framtíð fyrir höndum og er verðandi aðalmarkvörður Brentford ef hann heldur áfram á sömu braut. Hugarfar og viðhorf Patriks er ótrúlegt. Vinnusemi hans og ástríða fyrir því að bæta sig er eitthvað sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hann er líka þegar hátt metinn í klefanum meðal leikmanna aðalliðsins,“ sagði Thomas Frank en Patrik er kallaður Pat hjá Brentford. Patrik er í hópi 21 árs landsliðsins fyrir leikina gegn Lúxemborg og Armeníu sem fara báðir fram á Víkingsvelli á næstunni. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi Patrik sem einn af þremur markvörðum liðsins en hinir eru Daði Freyr Arnarsson hjá FH og Elías Rafn Ólafsson hjá Aarhus Fremad.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira