Kennarar kátir en aginn minni Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2019 19:45 Íslenskir kennarar telja meðal annars þörf á því að hækka laun kennara og auka stuðning við kennslu í fjölmenningarlegu umhverfi. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að íslenskir kennarar séu sáttir í starfi telja þeir sig engu að síður lítils metna í þjóðfélaginu og litna hornauga af fjölmiðlum. Þeir eru umtalsvert óáægðari með laun sín en kennarar annars staðar á Norðurlöndum auk þess sem nemendur þeirra virðast vera óstýrilátari. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem lögð var fyrir alla kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla hérlendis í vor. Rannsóknin er framkvæmd reglulega á vegum OECD en þetta var í þriðja sinn sem Ísland tók þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar þar sem svör íslenskra kennara eru borin saman við svör kennara á öðrum Norðurlöndum voru birtar í dag.Almenn ánægja en launin léleg Þær gefa meðal annars til kynna að íslenskir kennarar eru yfirhöfuð mjög ánægðir í starf sínu, en rúmlega 90 prósent þeirra sögðust í heildina vera sáttir við starf sitt og skólann þar sem þeir starfa. Um helmingur íslenskra kennara veltir þó fyrir sér hvort betra hefði verið að velja annað starf og áberandi færri kennarar hér á landi telja að kennarastarfið sé mikils metið í þjóðfélaginu, í samanburði við önnur Norðurlönd. Að sama skapi telja aðeins um 7 prósent kennara að þeir séu mikils metnir í fjölmiðlum hér á landi. Þá er ánægja með laun kennara umtalsvert minni hér á landi en á Norðurlöndunum almennt. Rúm sex prósent íslenskra kennara eru sáttir við laun sín, samanborið við 40 prósent kennara í Skandinavíu og Finnlandi. Íslensk börn óþekkari? Svör kennaranna virðast jafnframt benda til lakari aga í íslenskum skólastofum. Rúmlega 40 prósent kennara á Íslandi þurfa að bíða nokkuð í upphafi kennslustundar áður en nemendur gefa hljóð og sama hlutfall telur sig tapa töluverðum tíma vegna truflunar nemenda, samanborið við fjórðung kennara á öðrum Norðurlöndum. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag næstu skref verði að kafa djúpt ofan í skýrsluna með menntamálastofnun og menntamálaráðuneytinu til að greina hvernig megi nýta skýrsluna í umbótatilgangi, starfsfólki og nemendum til heilla.Skýrsluna má nálgast í heild hér. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Þrátt fyrir að íslenskir kennarar séu sáttir í starfi telja þeir sig engu að síður lítils metna í þjóðfélaginu og litna hornauga af fjölmiðlum. Þeir eru umtalsvert óáægðari með laun sín en kennarar annars staðar á Norðurlöndum auk þess sem nemendur þeirra virðast vera óstýrilátari. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem lögð var fyrir alla kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla hérlendis í vor. Rannsóknin er framkvæmd reglulega á vegum OECD en þetta var í þriðja sinn sem Ísland tók þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar þar sem svör íslenskra kennara eru borin saman við svör kennara á öðrum Norðurlöndum voru birtar í dag.Almenn ánægja en launin léleg Þær gefa meðal annars til kynna að íslenskir kennarar eru yfirhöfuð mjög ánægðir í starf sínu, en rúmlega 90 prósent þeirra sögðust í heildina vera sáttir við starf sitt og skólann þar sem þeir starfa. Um helmingur íslenskra kennara veltir þó fyrir sér hvort betra hefði verið að velja annað starf og áberandi færri kennarar hér á landi telja að kennarastarfið sé mikils metið í þjóðfélaginu, í samanburði við önnur Norðurlönd. Að sama skapi telja aðeins um 7 prósent kennara að þeir séu mikils metnir í fjölmiðlum hér á landi. Þá er ánægja með laun kennara umtalsvert minni hér á landi en á Norðurlöndunum almennt. Rúm sex prósent íslenskra kennara eru sáttir við laun sín, samanborið við 40 prósent kennara í Skandinavíu og Finnlandi. Íslensk börn óþekkari? Svör kennaranna virðast jafnframt benda til lakari aga í íslenskum skólastofum. Rúmlega 40 prósent kennara á Íslandi þurfa að bíða nokkuð í upphafi kennslustundar áður en nemendur gefa hljóð og sama hlutfall telur sig tapa töluverðum tíma vegna truflunar nemenda, samanborið við fjórðung kennara á öðrum Norðurlöndum. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag næstu skref verði að kafa djúpt ofan í skýrsluna með menntamálastofnun og menntamálaráðuneytinu til að greina hvernig megi nýta skýrsluna í umbótatilgangi, starfsfólki og nemendum til heilla.Skýrsluna má nálgast í heild hér.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira