Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong Kong Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 07:49 Skjáskot úr myndböndum sem tekin voru upp á lestarstöðinni í gær. Skjáskot/Twitter Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. Myndbönd af atvikinu sem birtust á samfélagsmiðlum í gær hafa vakið óhug meðal íbúa Hong Kong en margir telja að þar hafi glæpagengi verið að verki. Í myndböndunum má sjá mennina brjóta sér leið inn á lestarstöðina í bænum Yuen Long, elta þar farþega og lemja þá með bareflum á brautarpöllum og inni í lest. Margir á lestarstöðinni voru á heimleið eftir að hafa tekið þátt í fjöldamótmælum gegn ríkisstjórn Hong Kong á sunnudag. Þúsundir manna söfnuðust saman við mótmælin, sem lyktaði með hatrömmum átökum mótmælenda og lögreglu þar sem táragasi og gúmmíkúlum var beitt. Á lestarstöðinni brutust einnig út harkaleg átök. Blaðakonan Gwyneth Ho streymdi beint frá vettvangi í gærkvöldi en í myndbandi hennar má sjá þegar mennirnir ráðast að henni.This is a clip from Gwyneth Ho (@StandNewsHK)'s live video. Look at how vehement and vicious the white-shirts are in their attacks on protesters. Look at their matching weapons – their long wooden sticks & umbrellas. #antielab #YuenLong(https://t.co/YLjoOljcQC) pic.twitter.com/QucaHWJWdS— Jun Pang (@hyjpang) July 21, 2019 Atvikið hefur vakið reiði meðal íbúa Hong Kong, einkum þeirra sem höfðu verið viðstaddir mótmælin í gærkvöldi. Mótmælendur hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa verið lengi að svara útkalli vegna átakanna en hvítklæddu mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði um klukkan ellefu að staðartíma. Lam Cheuk-ting, þingmaður stjórnarandstöðunnar á þingi Hong Kong, var á lestarstöðinni þegar átökin brutust út. Hann gagnrýndi lögreglu fyrir seinagang í viðtölum við blaðamenn eftir árásina og sagði flokk sinn nú rannsaka hvort árásarmennirnir tilheyrðu glæpagengi. Ríkisstjórn Hong Kong fordæmdi árásina í yfirlýsingu en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.Snippet of a live broadcast from lawmaker Lam Cheuk ting, showing self-professed pro-Gov't mobsters attacking passengers in train cars at #MTR #YuenLong Stn. #HongKong has 1 of the world's highest cop to population ratio. Where were @hkpoliceforce? Lam was injured as shown live. pic.twitter.com/Aq5JmJlf5u— Ray Chan (@ray_slowbeat) July 21, 2019 Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en mótmælendur krefjast nú aukins lýðræðis í Hong Kong. Þá krefjast ákveðnir hópar sjálfstæðis héraðsins. Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. Myndbönd af atvikinu sem birtust á samfélagsmiðlum í gær hafa vakið óhug meðal íbúa Hong Kong en margir telja að þar hafi glæpagengi verið að verki. Í myndböndunum má sjá mennina brjóta sér leið inn á lestarstöðina í bænum Yuen Long, elta þar farþega og lemja þá með bareflum á brautarpöllum og inni í lest. Margir á lestarstöðinni voru á heimleið eftir að hafa tekið þátt í fjöldamótmælum gegn ríkisstjórn Hong Kong á sunnudag. Þúsundir manna söfnuðust saman við mótmælin, sem lyktaði með hatrömmum átökum mótmælenda og lögreglu þar sem táragasi og gúmmíkúlum var beitt. Á lestarstöðinni brutust einnig út harkaleg átök. Blaðakonan Gwyneth Ho streymdi beint frá vettvangi í gærkvöldi en í myndbandi hennar má sjá þegar mennirnir ráðast að henni.This is a clip from Gwyneth Ho (@StandNewsHK)'s live video. Look at how vehement and vicious the white-shirts are in their attacks on protesters. Look at their matching weapons – their long wooden sticks & umbrellas. #antielab #YuenLong(https://t.co/YLjoOljcQC) pic.twitter.com/QucaHWJWdS— Jun Pang (@hyjpang) July 21, 2019 Atvikið hefur vakið reiði meðal íbúa Hong Kong, einkum þeirra sem höfðu verið viðstaddir mótmælin í gærkvöldi. Mótmælendur hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa verið lengi að svara útkalli vegna átakanna en hvítklæddu mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði um klukkan ellefu að staðartíma. Lam Cheuk-ting, þingmaður stjórnarandstöðunnar á þingi Hong Kong, var á lestarstöðinni þegar átökin brutust út. Hann gagnrýndi lögreglu fyrir seinagang í viðtölum við blaðamenn eftir árásina og sagði flokk sinn nú rannsaka hvort árásarmennirnir tilheyrðu glæpagengi. Ríkisstjórn Hong Kong fordæmdi árásina í yfirlýsingu en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.Snippet of a live broadcast from lawmaker Lam Cheuk ting, showing self-professed pro-Gov't mobsters attacking passengers in train cars at #MTR #YuenLong Stn. #HongKong has 1 of the world's highest cop to population ratio. Where were @hkpoliceforce? Lam was injured as shown live. pic.twitter.com/Aq5JmJlf5u— Ray Chan (@ray_slowbeat) July 21, 2019 Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en mótmælendur krefjast nú aukins lýðræðis í Hong Kong. Þá krefjast ákveðnir hópar sjálfstæðis héraðsins.
Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58
Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22