Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 06:30 Verjendurnir greina fjölmiðlum frá því á sínum tíma að þeir hafi sagt sig frá Al Thani-málinu. Fréttablaðið/Pjetur Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. Samkvæmt dagskrá á málflutningurinn að hefjast klukkan 7:15 að íslenskum tíma. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem málflutningur fer fram í íslensku máli fyrir yfirdeildinni. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að íslenska ríkið hefði hvorki brotið gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Geir Gestsson er lögmaður þeirra Gests og Ragnars. Málsaðilar fá hvor um sig hálftíma til að flytja mál sitt og 10 til 15 mínútur í seinni ræðu. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí. Telja sig hafa orðið fyrir óréttlátri málsmeðferð Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur bankamannanna Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómsuppkvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir voru ósáttir að hafa aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Mannréttindadómstóllinn var þessu ósammála og taldi að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Þeir ákváðu að skjóta niðurstöðunni til yfirréttar MDE sem tekur málið fyrir í dag. Á borði yfirdeildar MDE er einnig Landsréttarmálið svokallaða sem tekið verður til umfjöllunar í mars 2020. Aðeins um fimm prósent mála sem óskað er eftir því að yfirdeildin taki til skoðunar fá náð fyrir augum yfirdeildar.Að neðan má sjá þegar Gestur og Ragnar mættu í Silfrið á Stöð 2 árið 2013 til að ræða málið. Dómsmál Tengdar fréttir Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. Samkvæmt dagskrá á málflutningurinn að hefjast klukkan 7:15 að íslenskum tíma. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem málflutningur fer fram í íslensku máli fyrir yfirdeildinni. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að íslenska ríkið hefði hvorki brotið gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Geir Gestsson er lögmaður þeirra Gests og Ragnars. Málsaðilar fá hvor um sig hálftíma til að flytja mál sitt og 10 til 15 mínútur í seinni ræðu. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí. Telja sig hafa orðið fyrir óréttlátri málsmeðferð Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur bankamannanna Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómsuppkvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir voru ósáttir að hafa aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Mannréttindadómstóllinn var þessu ósammála og taldi að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Þeir ákváðu að skjóta niðurstöðunni til yfirréttar MDE sem tekur málið fyrir í dag. Á borði yfirdeildar MDE er einnig Landsréttarmálið svokallaða sem tekið verður til umfjöllunar í mars 2020. Aðeins um fimm prósent mála sem óskað er eftir því að yfirdeildin taki til skoðunar fá náð fyrir augum yfirdeildar.Að neðan má sjá þegar Gestur og Ragnar mættu í Silfrið á Stöð 2 árið 2013 til að ræða málið.
Dómsmál Tengdar fréttir Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30