Orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar skerðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. janúar 2019 20:41 Lögblind kona hefur orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar búsetuskerðingar sem hún hefur mátt þola undanfarin ár. Hún segir Tryggingastofnun verða að bregðast við enda hafi fólk í sömu stöðu og hún fá úrræði. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær liggur nú fyrir að Tryggingastofnun ríkisins hefur ólöglega skert bætur rúmlega þúsund öryrkja á grundvelli búsetu um árabil. Um er að ræða svokallaða búsetuskerðingu sem náð hefur til fólks sem búið hefur tímabundið erlendis og fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. Rósa María Hjörvar er ein þeirra sem hefur mátt þola slíka skerðingu. Hún er lögblind og bjó um árabil í Danmörku áður en hún flutti aftur til Íslands fyrir átta árum. Rósa segir að þegar hún hafi fyrst viljað kannað rétt sinn hjá Tryggingastofnun hafi stofnunin vísað sér til Danmerkur þar sem kom í ljós að hún hafði engan rétt og var henni því vísað aftur til Tryggingastofnunar.Sjá einnig: Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár„Stofnunin metur mig og framkvæmir þessa búsetuskerðingu. Reiknar út eitthvað hlutfall út frá því hvað ég er búin að búa hérna lengi. Þá var ég búin að búa í eitt ár og byrja á að geta fengið bótaupphæð að 11 þúsund krónum. Nú eftir átta ára búsetu á Íslandi er ég komin upp í 18 þúsund krónur á mánuði,“ segir Rósa María. Hún áætlar að bætur hennar án búsetuskerðingar ættu að nema um 240 þúsund krónum á mánuði. „Sem eru auðvitað ekki miklir peningar í sjálfu sér en þó meira en 18 þúsund. Ef ég hefði búið utan EES, ef ég hefði komið frá Bandaríkjunum eða öðru landi sem er ekki undir þessum EES-samningi þá hefði ég átt næstum því fullan rétt hérna.“ Hún segir að fólk í sömu stöðu og hún hafi oftar en ekki fá úrræði. „Það er rosalega erfitt að komast í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og það er mjög mismunandi og mjög lágar upphæðir sem þú færð þar. Svo að hér er hópur sem er algjörlega varnarlaus, sem Tryggingastofnun heldur áfram að beita þessu óréttlæti.“ Ekki fengust viðbrögð frá Tryggingastofnun vegna málsins í dag en í samtali við fréttastofu segir Sigursteinn Másson, stjórnmaður hjá Tryggingastofnun, að hann hafi farið fram á að málið verið tekið upp á stjórnarfundi, sem fram fer á mánudag. Félagsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Lögblind kona hefur orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar búsetuskerðingar sem hún hefur mátt þola undanfarin ár. Hún segir Tryggingastofnun verða að bregðast við enda hafi fólk í sömu stöðu og hún fá úrræði. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær liggur nú fyrir að Tryggingastofnun ríkisins hefur ólöglega skert bætur rúmlega þúsund öryrkja á grundvelli búsetu um árabil. Um er að ræða svokallaða búsetuskerðingu sem náð hefur til fólks sem búið hefur tímabundið erlendis og fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. Rósa María Hjörvar er ein þeirra sem hefur mátt þola slíka skerðingu. Hún er lögblind og bjó um árabil í Danmörku áður en hún flutti aftur til Íslands fyrir átta árum. Rósa segir að þegar hún hafi fyrst viljað kannað rétt sinn hjá Tryggingastofnun hafi stofnunin vísað sér til Danmerkur þar sem kom í ljós að hún hafði engan rétt og var henni því vísað aftur til Tryggingastofnunar.Sjá einnig: Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár„Stofnunin metur mig og framkvæmir þessa búsetuskerðingu. Reiknar út eitthvað hlutfall út frá því hvað ég er búin að búa hérna lengi. Þá var ég búin að búa í eitt ár og byrja á að geta fengið bótaupphæð að 11 þúsund krónum. Nú eftir átta ára búsetu á Íslandi er ég komin upp í 18 þúsund krónur á mánuði,“ segir Rósa María. Hún áætlar að bætur hennar án búsetuskerðingar ættu að nema um 240 þúsund krónum á mánuði. „Sem eru auðvitað ekki miklir peningar í sjálfu sér en þó meira en 18 þúsund. Ef ég hefði búið utan EES, ef ég hefði komið frá Bandaríkjunum eða öðru landi sem er ekki undir þessum EES-samningi þá hefði ég átt næstum því fullan rétt hérna.“ Hún segir að fólk í sömu stöðu og hún hafi oftar en ekki fá úrræði. „Það er rosalega erfitt að komast í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og það er mjög mismunandi og mjög lágar upphæðir sem þú færð þar. Svo að hér er hópur sem er algjörlega varnarlaus, sem Tryggingastofnun heldur áfram að beita þessu óréttlæti.“ Ekki fengust viðbrögð frá Tryggingastofnun vegna málsins í dag en í samtali við fréttastofu segir Sigursteinn Másson, stjórnmaður hjá Tryggingastofnun, að hann hafi farið fram á að málið verið tekið upp á stjórnarfundi, sem fram fer á mánudag.
Félagsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00