Umboðsmaður glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 19:00 Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Ísland fullgilti fyrr á árinu svokallaða OPCAT-bókun sem er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Umboðsmaður annast eftirlit því tengdu og hafa starfsmenn embættisins sem annast frumkvæðisrannsóknir sinnt þeim verkefnum. „Við erum í vandræðum bara vegna skorts á mannskap, að sinna þessum frumkvæðismálum,“ sagði Tryggvi á fundi nefndarinnar í morgun. Hann hafi óskað eftir því að bæta við stöðugildi en ekki hafi verið tekið tillit til þess í fjármálaáætlun. Það hefur þó sýnt sig að OPCAT-eftirlitið skiptir máli en tvær fyrstu heimsóknirnar voru í fyrra. Annars vegar var heimsótt neyðarvistunin á meðferðarstöðinni Stuðlum og hins vegar þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi og eru skýrslur um heimsóknirnar væntanlegar á næstunni. „Þarna eru einstaklingar vistaðir á grundvelli sjálfræðissviptingar. Stofnunin telur þörf á því að beita inngripum þar sem að álitamálið er þá umfram læknismeðferð. Þetta geta verið sannkallaðar þvinganir eða jafnvel valdbeitingar og þá er vandamálið þetta: Samkvæmt reglum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að, þá þarf bara lagaheimild fyrir þessu. Það er vandamálið,“ sagði Tryggvi. Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Ísland fullgilti fyrr á árinu svokallaða OPCAT-bókun sem er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Umboðsmaður annast eftirlit því tengdu og hafa starfsmenn embættisins sem annast frumkvæðisrannsóknir sinnt þeim verkefnum. „Við erum í vandræðum bara vegna skorts á mannskap, að sinna þessum frumkvæðismálum,“ sagði Tryggvi á fundi nefndarinnar í morgun. Hann hafi óskað eftir því að bæta við stöðugildi en ekki hafi verið tekið tillit til þess í fjármálaáætlun. Það hefur þó sýnt sig að OPCAT-eftirlitið skiptir máli en tvær fyrstu heimsóknirnar voru í fyrra. Annars vegar var heimsótt neyðarvistunin á meðferðarstöðinni Stuðlum og hins vegar þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi og eru skýrslur um heimsóknirnar væntanlegar á næstunni. „Þarna eru einstaklingar vistaðir á grundvelli sjálfræðissviptingar. Stofnunin telur þörf á því að beita inngripum þar sem að álitamálið er þá umfram læknismeðferð. Þetta geta verið sannkallaðar þvinganir eða jafnvel valdbeitingar og þá er vandamálið þetta: Samkvæmt reglum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að, þá þarf bara lagaheimild fyrir þessu. Það er vandamálið,“ sagði Tryggvi.
Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira