Skrópuðu í skólanum til að mótmæla á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2019 12:15 Gísli Halldór, bæjarstjóri í Árborg með hluta af þeim nemendum sem mættu á tröppurnar við Ráðhús Árborgar og mótmæltu aðgerðarleysi í umhverfismálum á föstudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nemendur í elstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi fóru að ráði sænska umhverfisverndarsinnans Gretu Thunberg og skrópuðu í skólanum á föstudaginn til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál, sem skipta börnin máli. Fjöldi nemenda skólans mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru. En hverju voru nemendurnir aðallega að mótmæla? „Við erum að mótmæla því að ríkisstjórnin og eiginlega allir hérna eru ekki að gera nóg í loftslagsbreytingum og plastmengun.“En hvað haldið þið með Árborg, er Árborg að standa sig vel? „Nei, ekki nógu vel, það er margt sem mætti bæta eins og flokkunarkerfi í skólum og fyrirtækjum, félagsmiðstöðinni og tónlistarskólanum. Það er líka stórt vandamál hvað það er mikil svifryksmengun á öllu svæðinu, það þyrfti að sópa göturnar,“ sögðu nemendurnir.En af hverju hafa þau svona mikinn áhuga á umhverfismálum?„Það er vegna þess að við erum að reyna að tryggja okkar framtíð í dag, við viljum framtíð fyrir okkur sjálf og börnin okkar, annars deyjum við bara.“Nemendurnir mættu með kröfuspjöld og létu í sér heyra með ópum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu í Árborg, var hann ánægður með framtak nemendanna? „Mér finnst þetta frábært. Þetta byrjar svona, fólk fer að hugsa um hlutina, tala um þá, vekja athygli á þeim og krefjast þess að aðrir opni augun. Þetta er það eina sem við getum gert, fólkið sem er dreift um þorp og bæi, reyna að vekja athygli, við getum gert bara pínulítið sjálf en þegar við komum saman, eins og þau eru að gera hérna þá skiptir það máli.“ Árborg Umhverfismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Nemendur í elstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi fóru að ráði sænska umhverfisverndarsinnans Gretu Thunberg og skrópuðu í skólanum á föstudaginn til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál, sem skipta börnin máli. Fjöldi nemenda skólans mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru. En hverju voru nemendurnir aðallega að mótmæla? „Við erum að mótmæla því að ríkisstjórnin og eiginlega allir hérna eru ekki að gera nóg í loftslagsbreytingum og plastmengun.“En hvað haldið þið með Árborg, er Árborg að standa sig vel? „Nei, ekki nógu vel, það er margt sem mætti bæta eins og flokkunarkerfi í skólum og fyrirtækjum, félagsmiðstöðinni og tónlistarskólanum. Það er líka stórt vandamál hvað það er mikil svifryksmengun á öllu svæðinu, það þyrfti að sópa göturnar,“ sögðu nemendurnir.En af hverju hafa þau svona mikinn áhuga á umhverfismálum?„Það er vegna þess að við erum að reyna að tryggja okkar framtíð í dag, við viljum framtíð fyrir okkur sjálf og börnin okkar, annars deyjum við bara.“Nemendurnir mættu með kröfuspjöld og létu í sér heyra með ópum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu í Árborg, var hann ánægður með framtak nemendanna? „Mér finnst þetta frábært. Þetta byrjar svona, fólk fer að hugsa um hlutina, tala um þá, vekja athygli á þeim og krefjast þess að aðrir opni augun. Þetta er það eina sem við getum gert, fólkið sem er dreift um þorp og bæi, reyna að vekja athygli, við getum gert bara pínulítið sjálf en þegar við komum saman, eins og þau eru að gera hérna þá skiptir það máli.“
Árborg Umhverfismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira