Maradona segir fólki að horfa ekki á heimildarmyndina um Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 22:30 Diego Armando Maradona þjálfar nú lið Dorados de Sinaloa í Mexíkó. Getty/Cesar Gomez Diego Maradona hefur ekki séð nýju heimildarmyndina um sjálfan sig en vill samt ekki að fólk fari að sjá hana. Ástæðan er að Maradona er mjög ósáttur með nafnið á myndinni sem er „Diego Maradona: Rebel. Hero. Hustler. God.“ en það sérstaklega eitt orðanna sem fór fyrir brjóstið á Argentínumanninum. Myndin gæti heitið á íslensku: „Diego Maradona: Uppreisnarmaður. Hetja. Svindlari. Guð.“ Slæma orðið að mati Maradona er orðið „Hustler“ eða svindlari því hann er allt annað en sáttur með það. „Ég spilaði fótbolta og fékk pening fyrir að hlaupa á eftir bolta. Ég svindlaði ekki á einum eða neinum,“ sagði Diego Maradona í viðtali við Univision. „Ef þeir eru að setja þetta titilinn svo að fólk komi og horfi á myndina þá eru þeir að fara vitlausa leið að mínu mati,“ sagði Maradona. „Ég er ekki hrifinn af þessu nafni myndarinnar og ef ég er ekki hrifinn af nafni myndar þá fer ég ekki og horfi á hana. Ekki horfa á hana,“ sagði Maradona. Leikstjórinn Asif Kapadia hefur gert tvær verðlauna heimildarmyndir eða „Amy" og „Senna" en hann sagði að Maradona hefði ekki fengið að sjá myndina um sig. Leikstjórinn viðurkenndi að hann hefði samt áhuga á að heyra skoðun Maradona á myndinni. „Við erum að nota gamalt efni og fullt af myndefni sem Maradona sjálfur hefur aldrei séð af sér sjálfum eða fjölskyldu hans,“ sagði Asif Kapadia í viðtali við Reuters. „Þetta gæti orðið tilfinningarússibani fyrir hann,“ sagði Kapadia. Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Sjá meira
Diego Maradona hefur ekki séð nýju heimildarmyndina um sjálfan sig en vill samt ekki að fólk fari að sjá hana. Ástæðan er að Maradona er mjög ósáttur með nafnið á myndinni sem er „Diego Maradona: Rebel. Hero. Hustler. God.“ en það sérstaklega eitt orðanna sem fór fyrir brjóstið á Argentínumanninum. Myndin gæti heitið á íslensku: „Diego Maradona: Uppreisnarmaður. Hetja. Svindlari. Guð.“ Slæma orðið að mati Maradona er orðið „Hustler“ eða svindlari því hann er allt annað en sáttur með það. „Ég spilaði fótbolta og fékk pening fyrir að hlaupa á eftir bolta. Ég svindlaði ekki á einum eða neinum,“ sagði Diego Maradona í viðtali við Univision. „Ef þeir eru að setja þetta titilinn svo að fólk komi og horfi á myndina þá eru þeir að fara vitlausa leið að mínu mati,“ sagði Maradona. „Ég er ekki hrifinn af þessu nafni myndarinnar og ef ég er ekki hrifinn af nafni myndar þá fer ég ekki og horfi á hana. Ekki horfa á hana,“ sagði Maradona. Leikstjórinn Asif Kapadia hefur gert tvær verðlauna heimildarmyndir eða „Amy" og „Senna" en hann sagði að Maradona hefði ekki fengið að sjá myndina um sig. Leikstjórinn viðurkenndi að hann hefði samt áhuga á að heyra skoðun Maradona á myndinni. „Við erum að nota gamalt efni og fullt af myndefni sem Maradona sjálfur hefur aldrei séð af sér sjálfum eða fjölskyldu hans,“ sagði Asif Kapadia í viðtali við Reuters. „Þetta gæti orðið tilfinningarússibani fyrir hann,“ sagði Kapadia.
Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Sjá meira