Fótbolti

Maradona segir fólki að horfa ekki á heimildarmyndina um Maradona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Armando Maradona þjálfar nú lið Dorados de Sinaloa í Mexíkó.
Diego Armando Maradona þjálfar nú lið Dorados de Sinaloa í Mexíkó. Getty/Cesar Gomez
Diego Maradona hefur ekki séð nýju heimildarmyndina um sjálfan sig en vill samt ekki að fólk fari að sjá hana.Ástæðan er að Maradona er mjög ósáttur með nafnið á myndinni sem er „Diego Maradona: Rebel. Hero. Hustler. God.“ en það sérstaklega eitt orðanna sem fór fyrir brjóstið á Argentínumanninum.Myndin gæti heitið á íslensku: „Diego Maradona: Uppreisnarmaður. Hetja. Svindlari. Guð.“Slæma orðið að mati Maradona er orðið „Hustler“ eða svindlari því hann er allt annað en sáttur með það.„Ég spilaði fótbolta og fékk pening fyrir að hlaupa á eftir bolta. Ég svindlaði ekki á einum eða neinum,“ sagði Diego Maradona í viðtali við Univision.„Ef þeir eru að setja þetta titilinn svo að fólk komi og horfi á myndina þá eru þeir að fara vitlausa leið að mínu mati,“ sagði Maradona.„Ég er ekki hrifinn af þessu nafni myndarinnar og ef ég er ekki hrifinn af nafni myndar þá fer ég ekki og horfi á hana. Ekki horfa á hana,“ sagði Maradona.Leikstjórinn Asif Kapadia hefur gert tvær verðlauna heimildarmyndir eða „Amy" og „Senna" en hann sagði að Maradona hefði ekki fengið að sjá myndina um sig.Leikstjórinn viðurkenndi að hann hefði samt áhuga á að heyra skoðun Maradona á myndinni.„Við erum að nota gamalt efni og fullt af myndefni sem Maradona sjálfur hefur aldrei séð af sér sjálfum eða fjölskyldu hans,“ sagði Asif Kapadia í viðtali við Reuters.„Þetta gæti orðið tilfinningarússibani fyrir hann,“ sagði Kapadia.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.