Maradona segir fólki að horfa ekki á heimildarmyndina um Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 22:30 Diego Armando Maradona þjálfar nú lið Dorados de Sinaloa í Mexíkó. Getty/Cesar Gomez Diego Maradona hefur ekki séð nýju heimildarmyndina um sjálfan sig en vill samt ekki að fólk fari að sjá hana. Ástæðan er að Maradona er mjög ósáttur með nafnið á myndinni sem er „Diego Maradona: Rebel. Hero. Hustler. God.“ en það sérstaklega eitt orðanna sem fór fyrir brjóstið á Argentínumanninum. Myndin gæti heitið á íslensku: „Diego Maradona: Uppreisnarmaður. Hetja. Svindlari. Guð.“ Slæma orðið að mati Maradona er orðið „Hustler“ eða svindlari því hann er allt annað en sáttur með það. „Ég spilaði fótbolta og fékk pening fyrir að hlaupa á eftir bolta. Ég svindlaði ekki á einum eða neinum,“ sagði Diego Maradona í viðtali við Univision. „Ef þeir eru að setja þetta titilinn svo að fólk komi og horfi á myndina þá eru þeir að fara vitlausa leið að mínu mati,“ sagði Maradona. „Ég er ekki hrifinn af þessu nafni myndarinnar og ef ég er ekki hrifinn af nafni myndar þá fer ég ekki og horfi á hana. Ekki horfa á hana,“ sagði Maradona. Leikstjórinn Asif Kapadia hefur gert tvær verðlauna heimildarmyndir eða „Amy" og „Senna" en hann sagði að Maradona hefði ekki fengið að sjá myndina um sig. Leikstjórinn viðurkenndi að hann hefði samt áhuga á að heyra skoðun Maradona á myndinni. „Við erum að nota gamalt efni og fullt af myndefni sem Maradona sjálfur hefur aldrei séð af sér sjálfum eða fjölskyldu hans,“ sagði Asif Kapadia í viðtali við Reuters. „Þetta gæti orðið tilfinningarússibani fyrir hann,“ sagði Kapadia. Fótbolti Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira
Diego Maradona hefur ekki séð nýju heimildarmyndina um sjálfan sig en vill samt ekki að fólk fari að sjá hana. Ástæðan er að Maradona er mjög ósáttur með nafnið á myndinni sem er „Diego Maradona: Rebel. Hero. Hustler. God.“ en það sérstaklega eitt orðanna sem fór fyrir brjóstið á Argentínumanninum. Myndin gæti heitið á íslensku: „Diego Maradona: Uppreisnarmaður. Hetja. Svindlari. Guð.“ Slæma orðið að mati Maradona er orðið „Hustler“ eða svindlari því hann er allt annað en sáttur með það. „Ég spilaði fótbolta og fékk pening fyrir að hlaupa á eftir bolta. Ég svindlaði ekki á einum eða neinum,“ sagði Diego Maradona í viðtali við Univision. „Ef þeir eru að setja þetta titilinn svo að fólk komi og horfi á myndina þá eru þeir að fara vitlausa leið að mínu mati,“ sagði Maradona. „Ég er ekki hrifinn af þessu nafni myndarinnar og ef ég er ekki hrifinn af nafni myndar þá fer ég ekki og horfi á hana. Ekki horfa á hana,“ sagði Maradona. Leikstjórinn Asif Kapadia hefur gert tvær verðlauna heimildarmyndir eða „Amy" og „Senna" en hann sagði að Maradona hefði ekki fengið að sjá myndina um sig. Leikstjórinn viðurkenndi að hann hefði samt áhuga á að heyra skoðun Maradona á myndinni. „Við erum að nota gamalt efni og fullt af myndefni sem Maradona sjálfur hefur aldrei séð af sér sjálfum eða fjölskyldu hans,“ sagði Asif Kapadia í viðtali við Reuters. „Þetta gæti orðið tilfinningarússibani fyrir hann,“ sagði Kapadia.
Fótbolti Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira