Kaupendur ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 23. september 2019 13:37 Ari Skúlason er hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Vísir Kaupendur virðast ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum sem hafa streymt inn á markaðinn að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Íbúðirnar séu of dýrar og stórar og eftirspurnin gæti hafa verið ofmetin. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að framboð nýrra íbúða á markaðnum virðist hafa farið langt með að mæta raunverulegri þörf. Það sem af er ári eru nýjar íbúðir sextán prósent seldra íbúða en í fyrra var hlutfallið aðeins hærra, eða sautján prósent. Svo virðist sem fjölgun nýrra íbúða skili sér ekki í aukinni söluhlutdeild. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að lítil spenna sé á markaðnum og að nýjar íbúðirnar henti ef til vill ekki kaupendum. „Miðað við það að það sé mjög mikil þörf eftir íbúðum þá er það svolítið merkilegt ástand, að það er miklu, miklu minna að seljast af íbúðum – bæði nýjum íbúðum og af eldri – en fyrir ári síðan. Það bendir til þess að sé ekki sérstaklega mikil spenna,“ segir Ari.Vísir/VilhelmEftirspurn ofmetin Spurn eftir þessum íbúðum gæti hafa verið ofmetin. „Það er allavega nokkuð ljóst að það er mikið framboð af nýjum íbúðum sem hefur verið að koma og eru að koma. Það lítur þannig út að kaupandinn sé ekkert sérlega spenntur.“ Nýjar íbúðir eru að jafnaði stærri en þær eldri og kaupendur gætu verið að bíða eftir minni íbúðum. „Það er alltaf talin vera þörf áíbúðum sem er ekki verið að byggja.“ Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur að hækkað mismikið eftir aldri íbúða. Í fyrra var fermetraverð nýrra íbúða um nítján prósentum hærra en á þeim eldri. Bilið hefur breikkað töluvert í ár og þær nýju eru núna almennt um fjórðungi dýrari. Verðhækkun nýrra íbúða hefur þrýst upp fasteignaverði. Verð nýrra íbúða gæti þó tekið að lækka. „Þeir sem eru að byggja íbúðir til þess að selja þeir þurfa að losna við þær. Það er náttúrulega mjög dýrt að hafa fullbyggðar og óseldar íbúðir í eigu sinni mjög lengi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Kaupendur virðast ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum sem hafa streymt inn á markaðinn að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Íbúðirnar séu of dýrar og stórar og eftirspurnin gæti hafa verið ofmetin. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að framboð nýrra íbúða á markaðnum virðist hafa farið langt með að mæta raunverulegri þörf. Það sem af er ári eru nýjar íbúðir sextán prósent seldra íbúða en í fyrra var hlutfallið aðeins hærra, eða sautján prósent. Svo virðist sem fjölgun nýrra íbúða skili sér ekki í aukinni söluhlutdeild. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að lítil spenna sé á markaðnum og að nýjar íbúðirnar henti ef til vill ekki kaupendum. „Miðað við það að það sé mjög mikil þörf eftir íbúðum þá er það svolítið merkilegt ástand, að það er miklu, miklu minna að seljast af íbúðum – bæði nýjum íbúðum og af eldri – en fyrir ári síðan. Það bendir til þess að sé ekki sérstaklega mikil spenna,“ segir Ari.Vísir/VilhelmEftirspurn ofmetin Spurn eftir þessum íbúðum gæti hafa verið ofmetin. „Það er allavega nokkuð ljóst að það er mikið framboð af nýjum íbúðum sem hefur verið að koma og eru að koma. Það lítur þannig út að kaupandinn sé ekkert sérlega spenntur.“ Nýjar íbúðir eru að jafnaði stærri en þær eldri og kaupendur gætu verið að bíða eftir minni íbúðum. „Það er alltaf talin vera þörf áíbúðum sem er ekki verið að byggja.“ Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur að hækkað mismikið eftir aldri íbúða. Í fyrra var fermetraverð nýrra íbúða um nítján prósentum hærra en á þeim eldri. Bilið hefur breikkað töluvert í ár og þær nýju eru núna almennt um fjórðungi dýrari. Verðhækkun nýrra íbúða hefur þrýst upp fasteignaverði. Verð nýrra íbúða gæti þó tekið að lækka. „Þeir sem eru að byggja íbúðir til þess að selja þeir þurfa að losna við þær. Það er náttúrulega mjög dýrt að hafa fullbyggðar og óseldar íbúðir í eigu sinni mjög lengi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira