Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Skoðun 17.7.2025 09:00
Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Einungis 20 prósent tekjuhæstu einstaklingarnir hafa efni á að kaupa einir íbúðir sem kosta 60 milljónir króna eða meira, ef gert er ráð fyrir 80 prósent veðsetningarhlutfalli. Innlent 17.7.2025 06:40
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. Innlent 15.7.2025 23:04
Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur fyrir árið 2025 verði 2,2% og aukist svo lítillega næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem tekur til áranna 2025 til 2030. Í síðustu spá í mars var reiknað með 1,8% hagvexti á næsta ári. Viðskipti innlent 4. júlí 2025 10:17
Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Innlent 1. júlí 2025 16:51
Eftirspurnin fór „langt fram úr“ áætlunum með innkomu Kviku á íbúðalánamarkað Sókn Kviku inn á íbúðalánamarkaðinn hefur farið fram úr björtustu vonum, að sögn bankastjórans, en á rétt ríflega einum mánuði nema þau útlán bankans samtals um tuttugu milljörðum, vel umfram vaxtarmarkmið bankans fyrir árið í heild sinni. Til að tempra vöxtinn, sem hefur einkum verið vegna endurfjármögnunar, hefur bankinn núna hækkað lítillega vextina á nýjum breytilegum óverðtryggðum lánum en líklegt er viðmið um vægi íbúðalána af heildarlánasafni Kviku verði eitthvað hærra en áður hefur verið gefið út. Innherji 1. júlí 2025 09:27
Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir megnri óánægju og hneykslan með ákvörðun Hæstaréttar um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs Polkowski. Bandalagið mun greiða málskostnaðartrygginguna fyrir Jakub, sem hljóðar upp rúma milljón króna. Innlent 27. júní 2025 21:08
Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 27. júní 2025 16:38
Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Viðskipti innlent 27. júní 2025 11:53
Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,90 prósent frá maí 2025. Viðskipti innlent 27. júní 2025 10:13
Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Húsnæði á Íslandi er almennt verulega vantryggt fyrir bruna og allt of margir láta hjá líða að uppfæra brunabótamat á eignum sínum. Dæmi eru um að fólk sitji eftir með sárt ennið og fái litlar sem engar bætur eftir eldsvoða. Viðskipti innlent 26. júní 2025 23:34
Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík. Neytendur 26. júní 2025 09:33
Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats HMS boðar til opins fundar í dag klukkan 9:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis að brunabótamati 2025 - bætt framkvæmd brunabótamats. Neytendur 26. júní 2025 08:46
Sex hlutir sem þú vissir ekki um húsnæðisfélög Töluverð umræða hefur kviknað um húsnæðismál í kjölfar kvörtunar Viðskiptaráðs til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) yfir ólögmætri ríkisaðstoð til húsnæðisfélaga. Í nýlegri grein sakar forseti ASÍ ráðið meðal annars um rangfærslur í málinu. Hér fylgja sex atriði sem svara þeirri gagnrýni og útskýra jafnframt hvað felst í kvörtuninni. Skoðun 24. júní 2025 07:30
50+: Þegar börnin búa enn heima hátt í þrítugt Flest okkar þekkjum til ungs fullorðins fólks sem velur að búa í foreldrahúsum til þess að leggja fyrir. Stundum fyrir sinni fyrstu eign, stundum fyrir ferðalögum um heiminn, stundum fyrir einhverju öðru; Ástæðurnar geta verið ýmsar. Áskorun 23. júní 2025 07:01
„Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. Innlent 20. júní 2025 11:26
Bjarg íbúðafélag reisir þrjátíu íbúðir í Reykjanesbæ Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að nýju verkefni Bjargs íbúðafélags sem hyggst reisa 30 íbúðir við Trölladal 1-11 í Reykjanesbæ. Verkefnið nýtur stuðnings í formi stofnframlaga frá ríki og sveitarfélagi sem samþykkt var í annarri úthlutun ársins 2023. Viðskipti innlent 19. júní 2025 16:21
Tæpur helmingur ætlar að flytja aftur til Grindavíkur Tæplega helmingur Grindvíkinga sem selt hafa Þórkötlu eignir í bænum, telur líklegt að hann snúi aftur þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Yngra fólk er líklegra til að vilja snúa aftur en eldra eða sex af hverjum tíu. Framkvæmdastjóri Þórkötlu segir ánægjulegt að sjá hversu margir hyggja á endurkomu. Innlent 19. júní 2025 12:25
Rangfærslur Viðskiptaráðs Viðskiptaráð hélt áfram sókn sinni gegn húsnæðisöryggi og viðráðanlegum húsnæðiskostnaði nýlega þegar framkvæmdastjóri ráðsins mætti í Kastljós. Skoðun 19. júní 2025 11:45
Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir Tæpur helmingur sérbýla sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu kostar meira en 150 milljónir. Verð á sérbýlum hefur hækkað um átta prósent á milli ára á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um fimm prósent. Aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. Viðskipti innlent 19. júní 2025 07:34
Húsnæðisöryggi – Sameiginleg ábyrgð Ein af grundvallarþörfum hverrar manneskju er að eiga öruggt húsnæði fyrir sig og sína. Húsnæðisöryggi telst jafnframt til mikilvægustu réttinda fólks og raunar nýtur sá réttur verndar í alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt. Skoðun 16. júní 2025 14:32
Vindhögg Viðskiptaráðs Nærri áratugi eftir að lög um almennar íbúðir tóku gildi virðist Viðskiptaráð hafa uppgötvað að komið sé úrræði sem geri líf tekjulægri leigjenda ögn bærilegra. Eins og ráðinu sæmir grípur það til aðgerða til að koma í veg fyrir að markmið laganna um húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað nái fram að ganga, í þessu tilfelli með kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meints ólögmæts ríkisstuðnings við almenn íbúðafélög sem starfa skv. lögum nr. 52/2006. Skoðun 12. júní 2025 15:31
Raunir ríka fólksins og bænir þess Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Skoðun 11. júní 2025 15:01
Dagur gáttaður á Viðskiptaráði: „Leigufélögin eru ekki andskotinn sjálfur“ Viðskiptaráð hefur kvartað til ESA þar sem það telur niðurgreiðslur til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga grafa undan samkeppni og jafnræði á húsnæðismarkaði. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segir ólíklegt að hagsmunir fyrirtækja séu fólgnir í verri húsnæðismarkaði. Innlent 11. júní 2025 12:46
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent