Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar var kynntur sem stórt skref til að fjölga íbúðum, lækka kostnað og bæta stöðu ungs fólks. Markmið ríkisstjórnarinnar með þessum pakka er að auka framboð, draga úr íbúðasöfnun og gera húsnæðiskerfið skilvirkara. Samhliða þessu er unnið að því að eyða óvissu á lánamarkaði í kjölfar vaxtadóms Hæstaréttar. Skoðun 19.11.2025 08:31
Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast. Skoðun 18.11.2025 18:30
Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Skoðun 18.11.2025 13:01
Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent 13.11.2025 11:52
Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Nýja vaxtaviðmiðið var kynnt sem lausn fyrir heimilin. Það átti að tryggja gagnsæ kjör og meira jafnvægi á húsnæðismarkaði. En þegar verðtryggð kjör bankanna eru reiknuð út blasir við nöturlegur veruleiki. Skoðun 12. nóvember 2025 19:00
Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Það er orðið sárt að horfa upp á takmarkaða möguleika unga fólksins okkar til að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Sífellt stærri hópur býr fram eftir öllu í foreldrahúsum eða ílengist á leigumarkaði. Skoðun 12. nóvember 2025 13:31
Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að leggja um milljón króna stjórnarvaldssekt á rekstraraðila gistiheimilis vegna þess að gistiheimilið var opnað og rekið án tilskilinna leyfa. Umsókn um leyfi var fyrst send árið 2017 en svo hafnað 2020. Ráðuneytið biðst velvirðingar á því í úrskurðinum hversu langan tíma tók að afgreiða málið. Viðskipti innlent 11. nóvember 2025 13:46
Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding HMS hefur lagt fram vegvísi þar sem m.a. er fjallað um breytingar á eftirliti með mannvirkjagerð. Vegvísinn er að finna á heimasíðu stofnunarinnar en þar koma fram vel skilgreind markmið ásamt aðgerðaráætlun. Vegvísirinn var unninn í samráði við hagaðila. Skoðun 11. nóvember 2025 07:01
Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Frumvarp um breytingu á húsleigulögum voru samþykkt til laga á Alþingi í dag. Meðal breytinganna er afnám undanþágu leigusala frá upplýsingarétti almennings. Innlent 10. nóvember 2025 18:00
Byggjum fyrir síðustu kaupendur Þegar stjórnmálamenn ætla að láta til sín taka í húsnæðismálum er stefið oftast hið sama: að nú þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum. Það er vissulega rétt að ungt fólk á erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði, en lausnin gæti hins vegar falist í því að byggja fyrir fólk sem er að kaupa sitt síðasta heimili. Skoðun 9. nóvember 2025 14:30
Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag. Innlent 9. nóvember 2025 13:04
Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar hefur nú litið dagsins ljós við jákvæðar undirtektir og það ekki að ástæðulausu. Í þessum áfanga er sjónum einkum beint að fyrstu kaupendum og ungu fólki. Skoðun 8. nóvember 2025 08:31
57 eignir óska eftir eigendum Um þessar mundir finnast hvorki meira né minna en 57 íbúðir til sölu sé leitað eftir fasteignum á Siglufirði á fasteignavef Vísis. Þetta getur ekki annað en talist gríðarlegur fjöldi íbúða í byggðarlagi þar sem íbúar voru 1.163 í ársbyrjun. Skoðun 7. nóvember 2025 08:00
Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Húsnæðismarkaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár og er í miklu ójafnvægi. Það hefur ekki verið byggt í takti við fjölgun íbúa en það eru líka aðrir drifkraftar sem hafa haft sitt að segja um þá stöðu sem upp er komin. Skoðun 6. nóvember 2025 22:02
Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu. Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 11:40
Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Skoðun 6. nóvember 2025 08:03
Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Sú þjóðsaga virðist lífseig að Íbúðalánasjóður hafi á árinu 2004 lánað bönkunum fé til að lána út íbúðalán á vöxtum sem reyndust „niðurgreiddir“ af hálfu bankana og lántakendur þurftu síðan að greiða dýru verði í kjölfar bankahrunsins. Skoðun 6. nóvember 2025 07:46
Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur. Skoðun 5. nóvember 2025 20:33
Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila. Innlent 5. nóvember 2025 10:01
Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segja fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri aðgerðum til að tryggja betra húsnæðisverð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súrefni bæði til heimila og fyrirtækja“. Halla og Vilhjálmur voru til viðtals í Bítinu. Viðskipti innlent 5. nóvember 2025 09:19
Kíkt í húsnæðispakkann Ríkisstjórnin kynnti húsnæðispakka á blaðamannafundi í Úlfarsárdal í síðustu viku. Húsnæðispakkinn samanstendur af 18 aðgerðum sem Viðskiptaráð hefur nú metið með tilliti til efnahagslegra áhrifa. Niðurstaðan er að þriðjungur aðgerðanna hefur jákvæð áhrif, þriðjungur lítil áhrif og þriðjungur neikvæð áhrif. Kíkjum í pakkann og sjáum hvað aðgerðirnar fela í sér. Skoðun 4. nóvember 2025 08:00
Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. Viðskipti innlent 3. nóvember 2025 21:13
„Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Stjórnarformaður Húseigendafélagsins segir hættu á því að áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skattaafslætti leigutekna muni bitna á leigjendum. Það gæti mögulega unnið gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði. Viðskipti innlent 3. nóvember 2025 12:49
Að vera húsbyggjandi Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun. Skoðun 3. nóvember 2025 12:00