70 ára afmælishátíð Skógaskóla og Skógasafns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2019 19:30 Þórður Tómasson, fyrrverandi safnvörður í Skógasafni. Hann býr í Skógum er er 98 ára gamall, eldhress og ber aldurinn einstaklega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var mikið um dýrðir á Skógum undir Eyjafjöllum í dag þegar 70 ára afmælishátíð Skógasafns og Skógaskóla fór fram. Safnið er eitt það stærsta á landinu enda telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Það var flaggað á Skógum í dag enda hátíðisdagur og margt fólk komið saman til að halda upp á 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns. Hátíðarræðuna flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skógasafn er meðal elstu byggðasafna landsins og alltaf mjög vinsælt safn enda komu þangað um 52 þúsund gestir á síðasta ári. „Safnið hefur skapað sér ákveðna sérstöðu, við erum að taka á móti hópnum hérna í leiðsögum á öllum helstu tungumálum og gestir hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með það. Safnið hefur skapað sér mjög gott orðspor, ekki bara hér á landi, heldur erlendis líka,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns. En hvernig sér hann safnið eftir enn önnur 70 ár? „Ég hugsa að við verðum hérna næstu 70 árin enn þá stærri og takandi á móti fleiri gestum,“ segir Andri.Sólin skein á gesti í Skógum í dag þegar ávörp voru flutt í tilefni af 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns.Magnús HlynurÍ tilefni af 70 ára afmælinu opnaði Sigurður Ingi nýja sýningu um sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu. Fornbílaklúbburinn var einnig með nokkra bíla fyrir utan safnið til sýnis. Um 52 þúsund gestir heimsóttu safnið í Skógum á síðasta ári.Magnús HlynurEf það er einhver, sem á heiðurinn af safninu í Skógum og starfsemi þess í gegnum árin þá er það Þórður Tómasson, fyrsti starfsmaður safnsins og safnvörður til fjölda ára. Þórður býr í Skógum og er orðinn 98 ára gamall. „Ef ég væri hér ekki þá væri ekkert safn í Skógum, það er staðreynd,“ segir Þórður og bætir við. „Mitt starf snerist eingöngu um gamla bændasamfélagið, þessa gömlu þjóðmenningu, sem var að hverfa um miðja tuttugustu öld. Mitt hlutverk var að bjarga minjum.“ Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Skógasafns var einn af þeim, sem flutti ávarp á afmælishátíð dagsins í Skógum.Magnús Hlynur Menning Rangárþing eystra Tímamót Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Það var mikið um dýrðir á Skógum undir Eyjafjöllum í dag þegar 70 ára afmælishátíð Skógasafns og Skógaskóla fór fram. Safnið er eitt það stærsta á landinu enda telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Það var flaggað á Skógum í dag enda hátíðisdagur og margt fólk komið saman til að halda upp á 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns. Hátíðarræðuna flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skógasafn er meðal elstu byggðasafna landsins og alltaf mjög vinsælt safn enda komu þangað um 52 þúsund gestir á síðasta ári. „Safnið hefur skapað sér ákveðna sérstöðu, við erum að taka á móti hópnum hérna í leiðsögum á öllum helstu tungumálum og gestir hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með það. Safnið hefur skapað sér mjög gott orðspor, ekki bara hér á landi, heldur erlendis líka,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns. En hvernig sér hann safnið eftir enn önnur 70 ár? „Ég hugsa að við verðum hérna næstu 70 árin enn þá stærri og takandi á móti fleiri gestum,“ segir Andri.Sólin skein á gesti í Skógum í dag þegar ávörp voru flutt í tilefni af 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns.Magnús HlynurÍ tilefni af 70 ára afmælinu opnaði Sigurður Ingi nýja sýningu um sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu. Fornbílaklúbburinn var einnig með nokkra bíla fyrir utan safnið til sýnis. Um 52 þúsund gestir heimsóttu safnið í Skógum á síðasta ári.Magnús HlynurEf það er einhver, sem á heiðurinn af safninu í Skógum og starfsemi þess í gegnum árin þá er það Þórður Tómasson, fyrsti starfsmaður safnsins og safnvörður til fjölda ára. Þórður býr í Skógum og er orðinn 98 ára gamall. „Ef ég væri hér ekki þá væri ekkert safn í Skógum, það er staðreynd,“ segir Þórður og bætir við. „Mitt starf snerist eingöngu um gamla bændasamfélagið, þessa gömlu þjóðmenningu, sem var að hverfa um miðja tuttugustu öld. Mitt hlutverk var að bjarga minjum.“ Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Skógasafns var einn af þeim, sem flutti ávarp á afmælishátíð dagsins í Skógum.Magnús Hlynur
Menning Rangárþing eystra Tímamót Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira