Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Aðalheiður Ámundadóttir og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. júní 2019 06:15 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. „Það er nauðsynlegt að fram fari óháð fagleg úttekt á aðdraganda falls WOW air, ekki síst vegna þess hversu lengi stjórnvöld virðast hafa verið meðvituð um alvarlegan vanda félagsins,“ segir Helga Vala. Fyrir fimm vikum bað Fréttablaðið Isavia, Samgöngustofu, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið um afrit af öllum samskiptum varðandi greiðslu WOW air á gjöldum til Isavia. „Samgöngustofa hefur ekki aðkomu að viðskiptum einstakra leyfishafa við aðra aðila og býr því ekki yfir umræddum upplýsingum eða gögnum,“ segir Samgöngustofa. Samgönguráðuneytið segir að það hafi ekki eftirlit með skuldastöðu flugrekenda við einstaka kröfuhafa, þar með talið Isavia. Slíkt eftirlit sé í höndum Samgöngustofu. „Þar af leiðandi eru ekki til nein gögn eða upplýsingar um skuldastöðu Wow við Isavia meðan félagið var í rekstri eða greiðslur félagsins til Isavia,“ segir í svari samgönguráðuneytisins sem tekur fram að það starfi sem æðra stjórnvald gagnvart undirstofnunum eins og Samgöngustofu. „Og kunna stjórnvaldsákvarðanir undirstofnana því að koma til skoðunar ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar.“ Fjármálaráðuneytið og Isavia hafa ekki enn svarað beiðni Fréttablaðsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. „Það er nauðsynlegt að fram fari óháð fagleg úttekt á aðdraganda falls WOW air, ekki síst vegna þess hversu lengi stjórnvöld virðast hafa verið meðvituð um alvarlegan vanda félagsins,“ segir Helga Vala. Fyrir fimm vikum bað Fréttablaðið Isavia, Samgöngustofu, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið um afrit af öllum samskiptum varðandi greiðslu WOW air á gjöldum til Isavia. „Samgöngustofa hefur ekki aðkomu að viðskiptum einstakra leyfishafa við aðra aðila og býr því ekki yfir umræddum upplýsingum eða gögnum,“ segir Samgöngustofa. Samgönguráðuneytið segir að það hafi ekki eftirlit með skuldastöðu flugrekenda við einstaka kröfuhafa, þar með talið Isavia. Slíkt eftirlit sé í höndum Samgöngustofu. „Þar af leiðandi eru ekki til nein gögn eða upplýsingar um skuldastöðu Wow við Isavia meðan félagið var í rekstri eða greiðslur félagsins til Isavia,“ segir í svari samgönguráðuneytisins sem tekur fram að það starfi sem æðra stjórnvald gagnvart undirstofnunum eins og Samgöngustofu. „Og kunna stjórnvaldsákvarðanir undirstofnana því að koma til skoðunar ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar.“ Fjármálaráðuneytið og Isavia hafa ekki enn svarað beiðni Fréttablaðsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira