Boris Johnsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, mætti ekki til kappræðna sem efnt var til milli þeirra sem sækjast eftir leiðtogastól breska Íhaldsflokksins. Fimm keppinautar hans mættu allir og gagnrýndu fjarveru Johnson. AP greinir frá.
Sjónvarpsstöðin Channel 4 sýndi beint frá kappræðunum sem fóru fram milli Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, Dominic Raab, fyrrverandi Brexitmálaráðherra, Sajid Javid, innanríkisráðherra, Rory Stewart, alþjóðaþróunarmálaráðherra og umhverfisráðherrans Michael Gove.
Skipuleggjendur kappræðnanna skildu eftir tóma pontu sem ætluð var Johnson. Mótherjar hans gagnrýndu borgarstjórann fyrrverandi og sökuðu hann um að vera að reyna að forðast það að kafað væri of djúpt í stefnur hans og skoðanir með því að mæta ekki til kappræðna.
„Hvar er Boris?,“ spurði Hunt til að mynda og mátti skynja í orðum keppinauta Johnson að þeim þótti ráðherrann fyrrverandi skorta áreiðanleika sem þeir hefðu.
Boris mætti ekki til kappræðna milli leiðtogaefna Íhaldsflokksins

Tengdar fréttir

Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu
Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins.

Sigurinn ekki unninn hjá Johnson
Rúmlega þriðjungur þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með Boris Johnson í fyrstu umferð leiðtogakjörs flokksins í gær. Fékk meira en tvöfaldan atkvæðafjölda næstefsta manns. Einu konurnar duttu úr leik. Johnson getur þó ekki fagnað sigri strax.

May hættir sem leiðtogi Íhaldsmenna
Theresa May mun sitja áfram sem forsætisráðherra uns flokksmenn hafa valið sér nýjan leiðtoga.