Töldu málið minniháttar þar til símtalið barst frá spítalanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 16:15 Landspítalinn Fossvogi. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður sem kom á vettvang líkamsárásar á Shooters aðfaranótt 26. ágúst sem leiddi meðal annars til lömunar dyravarðar fyrir neðan háls segir árásina hafa verið yfirstaðna þegar hann mætti á vettvang. Tilkynnt hafi verið um yfirstaðin slagsmál og dyravörður á staðnum tekið á móti þeim, beint þeim inn í enda Shooters þar sem dyravörður lá í tröppum við bakdyr staðarins. Lögreglumaðurinn lýsti því hvernig maðurinn hefði legið við bakhurðina sem snúr út að Austurvelli. Þeir hafi ákveðið að hreyfa ekkert við manninum og látið sjúkraflutningamenn sem mættu á svipuðum tíma um það. Artur Pawel Wisocki, sem ákærður er fyrir líkamsárásina sem leiddi til lömunar dyravarðarins fyrir neðan háls, neitar því að hafa hrint honum niður fyrrnefndar tröppur. Hann hafi þó elt hann inn á staðinn en ber svo að þeir hafi báðir dottið. Dyravörðurinn segir Artur hafa sparkað í sig og kýlt eftir að hann féll til jarðar og er Artur ákærður fyrir það líka.Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkGreiðslukortakvittun auk upptöku leiddi til handtöku Lögreglumaðurinn sagði að við fyrst sýn hefðu atvik virst minniháttar en hann minnti að útkallið hefði verið undir miðnætti. Einum til tveimur klukkustundum síðar hefði borist símtal frá Landspítalanum um alvarleika áverka dyravarðarins sem fann ekki fyrir líkamanum fyrir neðan háls. Í framhaldinu hafi lögregla farið aftur á vettvang, rætt við vitni á staðnum og lagt hald á upptökur úr öryggismyndavélum. Umræddur lögreglumaður hafi svo farið í að finna út úr því hverjir umræddir árásarmenn hefðu verið. Til grundvallar lá upptaka auk greiðslukortakvittunar vegna kaupa eins þeirra sem höfðu flúið á brott. Það leiddi til handtöku fjögurra manna, þeirra á meðal Artur og Dawid Kornacki. Lögreglumaðurinn lýsti því að hinn dyravörðurinn sem hefði orðið fyrir árás utandyra, var dreginn þangað samkvæmt eigin vitnisburði sem nýtur stuðnings í vitnisburði kollega af English Pub, hefði borið sig vel. Verið með roða hér og þar en klæddur í svo öfluga úlpu að hann hafi ekki séð neitt meira. Þá upplýsti hann að fólkið á Shooters, sem rætt var við á vettvangi, hefði ekki séð þegar dyravörðurinn féll til jarðar aftast á staðnum við dyrnar sem snúa út að Austurvelli. Fólk hefði aðeins heyrt læti og barþjónn á staðnum sagðist hafa heyrt rúðu brotna. Varðandi árásina á hinn dyravörðinn, sem hafði ekki jafnslæmar afleiðingar, sagði dyravörður á English sem fylgdist með að fjórir eða fimm menn hefðu dregið dyravörðinn út á gangstétt. Þar hefðu þeir allir sem einn látið höggin dynja á manninum um allan líkama. Hann hafi reynt að fá þá til að hætta þessu en án árangurs. Skömmu síðar hafi þeir horfið af vettvangiArtur Pawel Wisocki í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/VilhelmUm aðdragandann Artur Pawel Wisocki er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás á næturklúbbnum Shooters í Austurstræti þann 26. ágúst síðastliðinn. Dyravörðurinn hefur síðan ekki getað staðið en hann lamaðist fyrir neðan háls við fallið. Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Artur hafði aðeins verið við vinnu á Íslandi í nokkra daga þegar atburðurinn átti sér stað. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Aðdragandi árásarinnar var sá að fjórum pólskum vinum var vísað af staðnum. Sneru þeir aftur með tvo landa sína til viðbótar hálftíma síðar og sjást á myndbandsupptökum ráðast á dyraverðina. Auk Arturs er vinur hans Dawid Kornacki ákærður fyrir þátt sinn í slagsmálunum. Artur viðurkennir að hafa ráðist á annan dyravörðinn og elt hann inn á staðinn. Þar féll dyravörðurinn til jarðar með fyrrnefndum afleiðingum. Saksóknari í málinu telur upptöku sína greinilega að Artur hafi hrint honum með afli en þessu neitar Artur. Artur slóst svo í hóp Dawid og hinna tveggja sem létu höggin dynja á hinum dyraverðinum áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í framhaldinu segist dyravörðurinn hafa fundið kollega sinn sem jafnframt er hans besti vinur á gólfi staðarins. Sá hafi með naumindum getað beðið hann um aðstoð því hann teldi að hann væri að deyja. Ákærðu segja dyraverðina hafa sýnt sér óvirðingu umrætt kvöld en fyrir þetta taka dyraverðirnir. Miskabótakrafa dyravarðarins sem lamaðist hljóðar upp á 123 milljónir króna. Dómsmál Landspítalinn Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04 Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lögreglumaður sem kom á vettvang líkamsárásar á Shooters aðfaranótt 26. ágúst sem leiddi meðal annars til lömunar dyravarðar fyrir neðan háls segir árásina hafa verið yfirstaðna þegar hann mætti á vettvang. Tilkynnt hafi verið um yfirstaðin slagsmál og dyravörður á staðnum tekið á móti þeim, beint þeim inn í enda Shooters þar sem dyravörður lá í tröppum við bakdyr staðarins. Lögreglumaðurinn lýsti því hvernig maðurinn hefði legið við bakhurðina sem snúr út að Austurvelli. Þeir hafi ákveðið að hreyfa ekkert við manninum og látið sjúkraflutningamenn sem mættu á svipuðum tíma um það. Artur Pawel Wisocki, sem ákærður er fyrir líkamsárásina sem leiddi til lömunar dyravarðarins fyrir neðan háls, neitar því að hafa hrint honum niður fyrrnefndar tröppur. Hann hafi þó elt hann inn á staðinn en ber svo að þeir hafi báðir dottið. Dyravörðurinn segir Artur hafa sparkað í sig og kýlt eftir að hann féll til jarðar og er Artur ákærður fyrir það líka.Árásin var á Shooters í Austurstræti.Fréttablaðið/Anton BrinkGreiðslukortakvittun auk upptöku leiddi til handtöku Lögreglumaðurinn sagði að við fyrst sýn hefðu atvik virst minniháttar en hann minnti að útkallið hefði verið undir miðnætti. Einum til tveimur klukkustundum síðar hefði borist símtal frá Landspítalanum um alvarleika áverka dyravarðarins sem fann ekki fyrir líkamanum fyrir neðan háls. Í framhaldinu hafi lögregla farið aftur á vettvang, rætt við vitni á staðnum og lagt hald á upptökur úr öryggismyndavélum. Umræddur lögreglumaður hafi svo farið í að finna út úr því hverjir umræddir árásarmenn hefðu verið. Til grundvallar lá upptaka auk greiðslukortakvittunar vegna kaupa eins þeirra sem höfðu flúið á brott. Það leiddi til handtöku fjögurra manna, þeirra á meðal Artur og Dawid Kornacki. Lögreglumaðurinn lýsti því að hinn dyravörðurinn sem hefði orðið fyrir árás utandyra, var dreginn þangað samkvæmt eigin vitnisburði sem nýtur stuðnings í vitnisburði kollega af English Pub, hefði borið sig vel. Verið með roða hér og þar en klæddur í svo öfluga úlpu að hann hafi ekki séð neitt meira. Þá upplýsti hann að fólkið á Shooters, sem rætt var við á vettvangi, hefði ekki séð þegar dyravörðurinn féll til jarðar aftast á staðnum við dyrnar sem snúa út að Austurvelli. Fólk hefði aðeins heyrt læti og barþjónn á staðnum sagðist hafa heyrt rúðu brotna. Varðandi árásina á hinn dyravörðinn, sem hafði ekki jafnslæmar afleiðingar, sagði dyravörður á English sem fylgdist með að fjórir eða fimm menn hefðu dregið dyravörðinn út á gangstétt. Þar hefðu þeir allir sem einn látið höggin dynja á manninum um allan líkama. Hann hafi reynt að fá þá til að hætta þessu en án árangurs. Skömmu síðar hafi þeir horfið af vettvangiArtur Pawel Wisocki í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/VilhelmUm aðdragandann Artur Pawel Wisocki er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás á næturklúbbnum Shooters í Austurstræti þann 26. ágúst síðastliðinn. Dyravörðurinn hefur síðan ekki getað staðið en hann lamaðist fyrir neðan háls við fallið. Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Artur hafði aðeins verið við vinnu á Íslandi í nokkra daga þegar atburðurinn átti sér stað. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Aðdragandi árásarinnar var sá að fjórum pólskum vinum var vísað af staðnum. Sneru þeir aftur með tvo landa sína til viðbótar hálftíma síðar og sjást á myndbandsupptökum ráðast á dyraverðina. Auk Arturs er vinur hans Dawid Kornacki ákærður fyrir þátt sinn í slagsmálunum. Artur viðurkennir að hafa ráðist á annan dyravörðinn og elt hann inn á staðinn. Þar féll dyravörðurinn til jarðar með fyrrnefndum afleiðingum. Saksóknari í málinu telur upptöku sína greinilega að Artur hafi hrint honum með afli en þessu neitar Artur. Artur slóst svo í hóp Dawid og hinna tveggja sem létu höggin dynja á hinum dyraverðinum áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í framhaldinu segist dyravörðurinn hafa fundið kollega sinn sem jafnframt er hans besti vinur á gólfi staðarins. Sá hafi með naumindum getað beðið hann um aðstoð því hann teldi að hann væri að deyja. Ákærðu segja dyraverðina hafa sýnt sér óvirðingu umrætt kvöld en fyrir þetta taka dyraverðirnir. Miskabótakrafa dyravarðarins sem lamaðist hljóðar upp á 123 milljónir króna.
Dómsmál Landspítalinn Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04 Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47
Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04
Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00
Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50