Meghan og Harry eignuðust dreng Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2019 13:43 Meghan og Harry í Lundúnum í mars síðastliðnum. Getty/Karwai Tang Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, eignuðust dreng snemma í morgun. Drengurinn er frumburður hjónanna og verður sjöundi í krúnuröðinni. Hertogahjónin tilkynntu um fæðinguna á Instagram-reikningi sínum nú skömmu eftir hádegi. Í tilkynningu segir að móður og barni heilsist vel en drengurinn vó um þrettán merkur við fæðingu. Þá færa hertogahjónin almenningi kærar þakkir fyrir stuðninginn og heillaóskirnar í aðdraganda fæðingarinnar. Frekari upplýsingar verði birtar næstu daga. Atburðarás dagsins hefur verið hröð en nú síðdegis var tilkynnt að Meghan hefði fengið hríðir, með Harry sér við hlið, snemma morguns. Skömmu síðar var svo tilkynnt um fæðingu drengsins. View this post on InstagramWe are pleased to announce that Their Royal Highnesses The Duke and Duchess of Sussex welcomed their firstborn child in the early morning on May 6th, 2019. Their Royal Highnesses’ son weighs 7lbs. 3oz. The Duchess and baby are both healthy and well, and the couple thank members of the public for their shared excitement and support during this very special time in their lives. More details will be shared in the forthcoming days. A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on May 6, 2019 at 6:37am PDT Hinn nýbakað faðir ávarpaði blaðamenn nú síðdegis og tilkynnti þar um fæðingu sonar síns. „Þetta hefur verið stórkostlegasta reynsla sem ég get ímyndað mér. Hvernig nokkur kona geri það sem þær gera er ofar mínum skilningi,“ sagði Harry. Myndband af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.The Duke of Sussex announces his wife has given birth to a baby boy.Follow the latest on the #royalbaby here: https://t.co/8KSPsa3ufS pic.twitter.com/xE4qo9Ct3v— Sky News (@SkyNews) May 6, 2019 Hertogahjónin gáfu afar lítið upp um fæðingu barnsins á meðgöngunni en nú um helgina voru til að mynda fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú reyndist þó ekki raunin. Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í ró og næði fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði hjónunum til hamingju með fæðingu sonarins í færslu á Facebook eftir hádegi í dag. Bretland Kóngafólk Tímamót Tengdar fréttir Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07 Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, eignuðust dreng snemma í morgun. Drengurinn er frumburður hjónanna og verður sjöundi í krúnuröðinni. Hertogahjónin tilkynntu um fæðinguna á Instagram-reikningi sínum nú skömmu eftir hádegi. Í tilkynningu segir að móður og barni heilsist vel en drengurinn vó um þrettán merkur við fæðingu. Þá færa hertogahjónin almenningi kærar þakkir fyrir stuðninginn og heillaóskirnar í aðdraganda fæðingarinnar. Frekari upplýsingar verði birtar næstu daga. Atburðarás dagsins hefur verið hröð en nú síðdegis var tilkynnt að Meghan hefði fengið hríðir, með Harry sér við hlið, snemma morguns. Skömmu síðar var svo tilkynnt um fæðingu drengsins. View this post on InstagramWe are pleased to announce that Their Royal Highnesses The Duke and Duchess of Sussex welcomed their firstborn child in the early morning on May 6th, 2019. Their Royal Highnesses’ son weighs 7lbs. 3oz. The Duchess and baby are both healthy and well, and the couple thank members of the public for their shared excitement and support during this very special time in their lives. More details will be shared in the forthcoming days. A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on May 6, 2019 at 6:37am PDT Hinn nýbakað faðir ávarpaði blaðamenn nú síðdegis og tilkynnti þar um fæðingu sonar síns. „Þetta hefur verið stórkostlegasta reynsla sem ég get ímyndað mér. Hvernig nokkur kona geri það sem þær gera er ofar mínum skilningi,“ sagði Harry. Myndband af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.The Duke of Sussex announces his wife has given birth to a baby boy.Follow the latest on the #royalbaby here: https://t.co/8KSPsa3ufS pic.twitter.com/xE4qo9Ct3v— Sky News (@SkyNews) May 6, 2019 Hertogahjónin gáfu afar lítið upp um fæðingu barnsins á meðgöngunni en nú um helgina voru til að mynda fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú reyndist þó ekki raunin. Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í ró og næði fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði hjónunum til hamingju með fæðingu sonarins í færslu á Facebook eftir hádegi í dag.
Bretland Kóngafólk Tímamót Tengdar fréttir Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07 Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07
Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12