Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 12:20 Fjallað var um erfiða stöðu í innanlandsflugi á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði í morgun um málefni innanlandsflug og komu framkvæmdastjórarar frá Flugfélagi Íslands, Erni og Isavia fyrir nefndina og fóru yfir stöðuna. Vilhjálmur Árnasona, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður óskaði eftir fundinum. „Ég hafði miklar áhyggjur af þessum óveðursskýjum sem eru búin að hrannast upp í kringum innanlandsflugið. Það er búið að vera gríðarlegur samdráttur í innanlandsfluginu. Síðan er þessi rekstrarvandi sem flugrekstraraðilar virðast vera að lenda í með því að vera draga töluvert úr tíðni flugferða út á land. Þar af leiðandi er innanlandsflugið ekki að sinna hlutverki sínu sem almenningssamgöngur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að skoska leiðin svokallaða sem er til skoðunar, þar sem ríkið niðurgreiðir helming framiðans fyrir fólk á jaðarsvæðum, dugi ekki til að mæta vandanum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton Brink„Þar sem að íslenskur markaður er það lítill mun notkunin aldrei aukast það mikið að það sé hægt að halda úti eins stöðugu innanlandsflugi og menn vilja gera,“ segir hann. Skoska leiðin þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. En með öðrum lausnum. Vilhjálmur mun leggja til að skoðað verði að ríkið komi enn frekar að fjármögnun, til dæmis með að fullfjármagna þjónustusamninginn við Isavia. Komið verði fram við flugið líkt og almenningssamgöngur. „Við tölum ekki endilega um það sé opinberlega styrkt stærókerfið, sem það er náttúrulega. Ef að til dæmis strætó væri ekki með opinbera styrki að þá myndi farmiðinn kosta 1.790 krónur í staðinn fyrir 490 krónur. Og út af þeim styrkjum er hægt að halda úti vissri tíðni," segir Vilhjálmur. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þoli enga bið. Gæti innanlandsflug lagst af, komi ekki til einhverra aðgerða? „Það legst ekki af á næstu mánuðum. En ef ekkert gerist; ég veit ekki hvað þolinmæði manna er lengri ef það fer ekki að sjást á einhver spil fljótlega á nýju ári,“ segir Vilhjálmur. Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði í morgun um málefni innanlandsflug og komu framkvæmdastjórarar frá Flugfélagi Íslands, Erni og Isavia fyrir nefndina og fóru yfir stöðuna. Vilhjálmur Árnasona, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður óskaði eftir fundinum. „Ég hafði miklar áhyggjur af þessum óveðursskýjum sem eru búin að hrannast upp í kringum innanlandsflugið. Það er búið að vera gríðarlegur samdráttur í innanlandsfluginu. Síðan er þessi rekstrarvandi sem flugrekstraraðilar virðast vera að lenda í með því að vera draga töluvert úr tíðni flugferða út á land. Þar af leiðandi er innanlandsflugið ekki að sinna hlutverki sínu sem almenningssamgöngur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að skoska leiðin svokallaða sem er til skoðunar, þar sem ríkið niðurgreiðir helming framiðans fyrir fólk á jaðarsvæðum, dugi ekki til að mæta vandanum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton Brink„Þar sem að íslenskur markaður er það lítill mun notkunin aldrei aukast það mikið að það sé hægt að halda úti eins stöðugu innanlandsflugi og menn vilja gera,“ segir hann. Skoska leiðin þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. En með öðrum lausnum. Vilhjálmur mun leggja til að skoðað verði að ríkið komi enn frekar að fjármögnun, til dæmis með að fullfjármagna þjónustusamninginn við Isavia. Komið verði fram við flugið líkt og almenningssamgöngur. „Við tölum ekki endilega um það sé opinberlega styrkt stærókerfið, sem það er náttúrulega. Ef að til dæmis strætó væri ekki með opinbera styrki að þá myndi farmiðinn kosta 1.790 krónur í staðinn fyrir 490 krónur. Og út af þeim styrkjum er hægt að halda úti vissri tíðni," segir Vilhjálmur. Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þoli enga bið. Gæti innanlandsflug lagst af, komi ekki til einhverra aðgerða? „Það legst ekki af á næstu mánuðum. En ef ekkert gerist; ég veit ekki hvað þolinmæði manna er lengri ef það fer ekki að sjást á einhver spil fljótlega á nýju ári,“ segir Vilhjálmur.
Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent