Segir Dag hafa fellt tillögu um lækkun hámarkshraða á Hringbraut Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2019 16:13 Ólafur F. Magnússon lagði tillöguna fram í maí 2009. Fréttablaðið/Anton Brink Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, segir í samtali við fréttastofu að Dagur B. Eggertsson hafi verið á meðal þeirra sem felldu tillögu sína um lækkun hámarkshraða á Hringbraut og víðar árið 2009. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við Vísi í dag að hann vilji lækka hámarkshraða á Hringbraut. Hann segir hraðbrautir ekki eiga heima í miðjum íbúðahverfum og það hafi nú þegar verið settar fram tillögur um lækkun hámarkshraða á svæðinu. Ólafur segir einnig að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri, hafi gert að engu „ítarlega útfærðar áætlanir“ Ólafs um aukið umferðaröryggi barna á leið í skóla. Hann segist hafa verið áratug á undan í umferðaröryggismálum Reykvíkinga og hafi hann fengið lengri tíma í borgarstjórastóli væri búið að lagfæra mörg þau vandamál sem eru til staðar. Lagði fram tillöguna til þess að auka öryggi barna á leið í skóla Í maí 2009 setti Ólafur fram umferðaröryggistillögur í borgarráði þar sem hann lagði til lækkun hámarkshraða á syðri hluta Háaleitisbrautar, Bústaðavegi, Hofsvallagötu og Hringbraut. Í fundargerð frá 28. maí 2009 má finna tillögu Ólafs. „Borgarráð samþykkir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust,“ segir í tillögunni. Lagt var til að hámarkshraði yrði lækkaður á fleiri stöðum með það að markmiði að börn á leið í skóla þyrftu ekki að fara yfir götur með yfir 30 kílómetra hámarkshraða, til að mynda Bústaðavegur frá gatnamótum við Sæbraut vestur að Háaleitisbraut. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um að úttekt yrði gerð á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og tillögur gerðar að útbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar með hliðsjón af slysum og slysablettum. Þá yrði reynsla af 30 kílómetra hverfum skoðuð í samræmi við það. Áhyggjufullir íbúar í Vesturbæ Á miðvikudagsmorgun var ekið á þrettán ára stúlku við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Stúlkan hafði verið á leið í skóla þegar slysið varð. Stúlkan slapp með lítilsháttar meiðsli. Vísir greindi frá því á dögunum að íbúar í Vesturbæ væru ósáttir við ökumenn sem keyrðu Hringbrautina. Þar væru margir hverjir yfir leyfilegum hraða og virtu ekki umferðarreglur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ákvað í kjölfarið að veita fjármagni til Vesturbæjarskóla vegna gangbrautarvörslu við götuljósin, eins og gert er við sjö aðra skóla borgarinnar. Blaðamaður Vísis náði mynd þar sem sjá má ökumann keyra yfir á rauðu ljósi þar sem ungur drengur á leið í skóla bíður eftir að komast yfir. Bíllinn brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi Borgarstjórn Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, segir í samtali við fréttastofu að Dagur B. Eggertsson hafi verið á meðal þeirra sem felldu tillögu sína um lækkun hámarkshraða á Hringbraut og víðar árið 2009. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við Vísi í dag að hann vilji lækka hámarkshraða á Hringbraut. Hann segir hraðbrautir ekki eiga heima í miðjum íbúðahverfum og það hafi nú þegar verið settar fram tillögur um lækkun hámarkshraða á svæðinu. Ólafur segir einnig að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri, hafi gert að engu „ítarlega útfærðar áætlanir“ Ólafs um aukið umferðaröryggi barna á leið í skóla. Hann segist hafa verið áratug á undan í umferðaröryggismálum Reykvíkinga og hafi hann fengið lengri tíma í borgarstjórastóli væri búið að lagfæra mörg þau vandamál sem eru til staðar. Lagði fram tillöguna til þess að auka öryggi barna á leið í skóla Í maí 2009 setti Ólafur fram umferðaröryggistillögur í borgarráði þar sem hann lagði til lækkun hámarkshraða á syðri hluta Háaleitisbrautar, Bústaðavegi, Hofsvallagötu og Hringbraut. Í fundargerð frá 28. maí 2009 má finna tillögu Ólafs. „Borgarráð samþykkir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð 30 km svæðis á Hringbraut, sem nái frá gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu á móts við Háskóla Íslands allt vestur að hringtorgi við Ánanaust,“ segir í tillögunni. Lagt var til að hámarkshraði yrði lækkaður á fleiri stöðum með það að markmiði að börn á leið í skóla þyrftu ekki að fara yfir götur með yfir 30 kílómetra hámarkshraða, til að mynda Bústaðavegur frá gatnamótum við Sæbraut vestur að Háaleitisbraut. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um að úttekt yrði gerð á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og tillögur gerðar að útbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar með hliðsjón af slysum og slysablettum. Þá yrði reynsla af 30 kílómetra hverfum skoðuð í samræmi við það. Áhyggjufullir íbúar í Vesturbæ Á miðvikudagsmorgun var ekið á þrettán ára stúlku við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Stúlkan hafði verið á leið í skóla þegar slysið varð. Stúlkan slapp með lítilsháttar meiðsli. Vísir greindi frá því á dögunum að íbúar í Vesturbæ væru ósáttir við ökumenn sem keyrðu Hringbrautina. Þar væru margir hverjir yfir leyfilegum hraða og virtu ekki umferðarreglur. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ákvað í kjölfarið að veita fjármagni til Vesturbæjarskóla vegna gangbrautarvörslu við götuljósin, eins og gert er við sjö aðra skóla borgarinnar. Blaðamaður Vísis náði mynd þar sem sjá má ökumann keyra yfir á rauðu ljósi þar sem ungur drengur á leið í skóla bíður eftir að komast yfir. Bíllinn brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn Tumi
Borgarstjórn Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13