Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2019 09:00 Frá handtökunni á flugvellinum í Stavangri 15. ágúst. Vísir Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. Það sé því fjarri sannleikanum að hann hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hann var handtekinn í Stavangri í Noregi eftir uppákomu í flugvél. Málinu sé lokið af hálfu lögreglunnar í Noregi enda hafði það að mati Þorbergs verið blásið upp í íslenskum fjölmiðlum langt umfram tilefni. Hér má sjá flugleið vélarinnar þegar henni var snúið við til Noregs.FLIGHTRADAR24.COM Greint frá tilraun til að brjótast inn í flugstjórnarklefann Það var að morgni 15. ágúst að frétt birtist á vef TV2 í Noregi þess efnis að farþegaþotu Wizz Air hefði verið lent í Stavangri þar sem íslenskur karlmaður á sjötugsaldri hefði gert tilraun til að brjótast inn í flugstjórnarklefann. Flugmenn í vél Wizz air á leið frá Búdapest til Íslands óskuðu eftir því að fá að lenda í Stavangri vegna uppákomu í vélinni. Töluverður viðbúnaður var á Sola-flugvelli vegna málsins og sagði í frétt TV2 að lögreglu- og slökkviliðsmenn hefðu verið ræstir út til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Vel gekk að lenda vélinni og fóru lögreglumenn um borð til að handtaka manninn. Hann á ekki að hafa sýnt neina mótspyrnu. Norska ríkisútvarpið sagði að maðurinn bæri við minnisleysi vegna lyfjanotkunar. Töldu um heilsufarsvandamál að ræða Anne Mette Dale, lögmaður lögreglunnar í Stavangri tjáði Vísi að kvöldi 15. ágúst að íslenska manninum hefði verið sleppt. Hann hefði verið yfirheyrður og sleppt úr haldi þar sem ekki þætti ástæða til þess að halda honum lengur. „Hann hefur samþykkt að koma til okkar á morgun til þess að veita okkur nánari upplýsingar. Okkur vantar frekari upplýsingar frá honum þannig að við ákváðum að hann myndi koma á lögreglustöðina snemma á morgun. Honum er frjálst að fara eftir það,“ segir Mette Dale. Hún sagði að litið væri á málið sem nokkurs konar heilsufarsvandamál. „Við teljum að hann hafi ekki ætlað sér að skaða neinn um borð. Þannig lítum við á málið núna en við þurfum samt sem áður að staðfesta nokkra hluti áður en að við lokum málinu,“ sagði Mette Dale. Ekkert tilefni til aðgerða Nokkrir íslenskir fjölmiðlar greindu frá því að Íslendingurinn sem um ræddi væri Þorbergur Aðalsteinsson. Þorbergur keppti fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum áður en hann tók við þjálfun liðsins árið 1990. Hann stýrði því fram yfir HM 1995 sem fram fór hér á Íslandi. Vísir gerði endurteknar tilraunir til að ná í Þorberg eftir að atvikið kom upp, til að fá útskýringar á því hvað gerst hefði, en án árangurs. Hann segir í færslu sinni á Facebook að umfjöllun um hann í tengslum við málið hafi valdið honum skaða og haft áhrif á hans nánustu. „ Ég var ekki undir áhrifum áfengis þegar þetta atvik kom upp, enda hef ég ekki snert áfengi frá árinu 2012 í kjölfar heilsubrests, “ segir Þorbergur. Lögreglan í Noregi hafi lokað málinu. Það hafi verið blásið upp í íslenskum fjölmiðlum að hans mati, langt umfram tilefni. „ Því miður hef ég þurft að sitja undir ásökunum og sögusögnum frá því að íslenskir fjölmiðlar birtu nafn mitt í tengslum við þetta atvik og hefur það valdið mér bæði skaða og haft slæm áhrif á mína nánustu. Þess vegna er rétt að ég taki fram að lögreglan í Stafangri í Noregi mun ekkert aðhafast frekar í málinu og er því lokið af þeirra hálfu, enda ekkert tilefni til áframhaldandi rannsóknar né aðgerða.“ Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. 15. ágúst 2019 20:29 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. Það sé því fjarri sannleikanum að hann hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hann var handtekinn í Stavangri í Noregi eftir uppákomu í flugvél. Málinu sé lokið af hálfu lögreglunnar í Noregi enda hafði það að mati Þorbergs verið blásið upp í íslenskum fjölmiðlum langt umfram tilefni. Hér má sjá flugleið vélarinnar þegar henni var snúið við til Noregs.FLIGHTRADAR24.COM Greint frá tilraun til að brjótast inn í flugstjórnarklefann Það var að morgni 15. ágúst að frétt birtist á vef TV2 í Noregi þess efnis að farþegaþotu Wizz Air hefði verið lent í Stavangri þar sem íslenskur karlmaður á sjötugsaldri hefði gert tilraun til að brjótast inn í flugstjórnarklefann. Flugmenn í vél Wizz air á leið frá Búdapest til Íslands óskuðu eftir því að fá að lenda í Stavangri vegna uppákomu í vélinni. Töluverður viðbúnaður var á Sola-flugvelli vegna málsins og sagði í frétt TV2 að lögreglu- og slökkviliðsmenn hefðu verið ræstir út til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Vel gekk að lenda vélinni og fóru lögreglumenn um borð til að handtaka manninn. Hann á ekki að hafa sýnt neina mótspyrnu. Norska ríkisútvarpið sagði að maðurinn bæri við minnisleysi vegna lyfjanotkunar. Töldu um heilsufarsvandamál að ræða Anne Mette Dale, lögmaður lögreglunnar í Stavangri tjáði Vísi að kvöldi 15. ágúst að íslenska manninum hefði verið sleppt. Hann hefði verið yfirheyrður og sleppt úr haldi þar sem ekki þætti ástæða til þess að halda honum lengur. „Hann hefur samþykkt að koma til okkar á morgun til þess að veita okkur nánari upplýsingar. Okkur vantar frekari upplýsingar frá honum þannig að við ákváðum að hann myndi koma á lögreglustöðina snemma á morgun. Honum er frjálst að fara eftir það,“ segir Mette Dale. Hún sagði að litið væri á málið sem nokkurs konar heilsufarsvandamál. „Við teljum að hann hafi ekki ætlað sér að skaða neinn um borð. Þannig lítum við á málið núna en við þurfum samt sem áður að staðfesta nokkra hluti áður en að við lokum málinu,“ sagði Mette Dale. Ekkert tilefni til aðgerða Nokkrir íslenskir fjölmiðlar greindu frá því að Íslendingurinn sem um ræddi væri Þorbergur Aðalsteinsson. Þorbergur keppti fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum áður en hann tók við þjálfun liðsins árið 1990. Hann stýrði því fram yfir HM 1995 sem fram fór hér á Íslandi. Vísir gerði endurteknar tilraunir til að ná í Þorberg eftir að atvikið kom upp, til að fá útskýringar á því hvað gerst hefði, en án árangurs. Hann segir í færslu sinni á Facebook að umfjöllun um hann í tengslum við málið hafi valdið honum skaða og haft áhrif á hans nánustu. „ Ég var ekki undir áhrifum áfengis þegar þetta atvik kom upp, enda hef ég ekki snert áfengi frá árinu 2012 í kjölfar heilsubrests, “ segir Þorbergur. Lögreglan í Noregi hafi lokað málinu. Það hafi verið blásið upp í íslenskum fjölmiðlum að hans mati, langt umfram tilefni. „ Því miður hef ég þurft að sitja undir ásökunum og sögusögnum frá því að íslenskir fjölmiðlar birtu nafn mitt í tengslum við þetta atvik og hefur það valdið mér bæði skaða og haft slæm áhrif á mína nánustu. Þess vegna er rétt að ég taki fram að lögreglan í Stafangri í Noregi mun ekkert aðhafast frekar í málinu og er því lokið af þeirra hálfu, enda ekkert tilefni til áframhaldandi rannsóknar né aðgerða.“
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. 15. ágúst 2019 20:29 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. 15. ágúst 2019 20:29
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49
Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45
Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent