Innlent

Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vél Wizz Air var á leið frá Ungverjalandi til Íslands þegar maðurinn reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefann.
Vél Wizz Air var á leið frá Ungverjalandi til Íslands þegar maðurinn reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefann. Getty/SOPA Images

Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns.

Á vef TV2 í Noregi er haft eftir lögreglu að um hafi verið að ræða íslenskan mann á sjötugsaldri sem hafi gert tilraun til að brjótast inn í flugstjórnarklefa vélarinnar. 

Töluverður viðbúnaður var á Sola-flugvelli vegna málsins og segir í frétt TV2 að lögreglu- og slökkviliðsmenn hafi verið ræstir út til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Vel gekk að lenda vélinni og fóru lögreglumenn fóru um borð til að handtaka manninn.  Hann á ekki að hafa sýnt neina mótspyrnu. Norska ríkisútvarpið segir að maðurinn beri við minnisleysi vegna lyfjanotkunar.

„Við höfum handtekið mann á sjötugsaldri. Enginn slasaðist. Reynt er að fá úr því skorið hvað gerðist,“ skrifar lögreglan í suðvestur Noregi á Twitter-síðu sinni.

Hann mun hafa verið ölvaður og var fluttur til Stafangurs í varðhald. Ferð vélarinnar var síðan framhaldið til Íslands og er hún nú í loftinu. Áætluð lending vélarinnar í Keflavík er 11:15.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.