Íslenski boltinn

Finnur Tómas fyrsti KR-ingurinn í 32 ár sem er valinn sá efnilegasti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildar karla 2019, Finnur Tómas Pálmason.
Efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildar karla 2019, Finnur Tómas Pálmason. vísir/bára
Finnur Tómas Pálmason, leikmaður Íslandsmeistara KR, var útnefndur efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildar karla á lokahófi Pepsi Max-deildanna í Gamla bíói í gær.

Finnur Tómas er fyrsti KR-ingurinn í 32 ár sem er valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar á Íslandi.

Síðasti KR-ingurinn til að fá þessa viðurkenningu var Rúnar Kristinsson, núverandi þjálfari KR, árið 1987.

Rúnar og Finnur Tómas eru einu KR-ingarnir sem hafa verið valdir þeir efnilegustu í efstu deild síðan byrjað var að veita þessi verðlaun fyrir 35 árum. Breiðablik hefur átt flesta verðlaunahafa í þessum flokki (6).

Finnur Tómas, sem er 18 ára, var fastamaður í miðri vörn KR í sumar. Hann lék 17 af 22 leikjum liðsins í Pepsi Max-deildinni og skoraði eitt mark. KR vann 15 af leikjunum 17 sem Finnur Tómas spilaði, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einum.

Finnur Tómas var í liði ársins í Pepsi Max-deild karla ásamt sex öðrum KR-ingum.

Þá kom besti leikmaður deildarinnar einnig úr röðum KR; Óskar Örn Hauksson. Þá var Rúnar valinn besti þjálfarinn.

Rúnar var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar 1987. Hann var þá 18 ára, líkt og Finnur Tómas er núna.vísir/bára

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×