Sérfræðingar greina breytingar á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 16:44 Harry Bretaprins og Meghan Markle á viðburði í London þann 12. febrúar síðastliðinn. Getty/Samir Hussein Meghan Markle hertogaynja af Sussex hefur verið undir smásjá fjölmiðla síðan hún tók saman við Harry Bretaprins. Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvort bandarískur hreimur Meghan hafi orðið fyrir áhrifum af þeim breska og komast sumir að þeirri niðurstöðu að svo sé. Meghan er fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum og talar ensku með bandarískum hreim. Hún er nú búsett í Bretlandi með eiginmanni sínum, Harry Bretaprins, en þau gengu í hjónaband með pompi og prakt í maí í fyrra.Sjá einnig: Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC er rætt við nokkra sérfræðinga í málvísindum og þeir beðnir um að leggja mat á það hvort hreimur hertogaynjunnar hafi breyst eftir að hún flutti til Bretlands. Hljóðfræði- og framburðarsérfræðingurinn Geoff Lindsey segir í samtali við BBC að mál og framburður Meghan virðist hafa breyst, í það minnsta við ákveðin tilefni. Þar nefndi hann sérhljóða á stangli sem hafi orðið fyrir breskum áhrifum. Dæmi um þetta megi heyra í framburði Meghan á enska orðinu „all“. Þannig heyrist greinilegur breskur framburður á orðinu í máli Meghan þar sem hún ræðir við aðdáendur í Cheshire í júní í fyrra. Hann heyrist hins vegar ekki í framburði Meghan á sama orði í viðtali sem tekið var við hana og Harry í kjölfar trúlofunar þeirra árið áður.Meghan Markle's got a case of the Madonna! She's now speaking with a British accent! It happens! Have you heard Lindsay Lohan talk lately? pic.twitter.com/sexMnNlglc— Perez (@ThePerezHilton) July 6, 2018 Þá bendir Lindsey á framburð Meghan á spurningunni „Did you make that for us?“, eða „Bjóstu þetta til handa okkur?“, sem hún bar undir aðdáanda í Birkenhead í janúar síðastliðnum. Þar sé hreimurinn greinilega frekar breskur en bandarískur. View this post on Instagram#MeghanMarkle greeted well wishers in Birkenhead today - she even met two classmates called Megan and Harry! : @emilynashhello A post shared by HELLO! US (@hellomagus) on Jan 14, 2019 at 6:27am PST Marisa Brook, aðstoðarprófessor í málvísindum við Háskólann í Toronto, bendir jafnframt á að Meghan hafi þróað með sér sérstakan aðalshreim sem hún beiti í samskiptum við almenning í Bretlandi. Brook, sem hefur sérhæft sig í breytingum á talsmáta fólks í sviðsljósinu, segir að Meghan hafi tileinkað sér þessar bresku áherslur viljandi. Áherslunum megi jafnframt líkja við fínan kjól, þ.e. um sé að ræða eins konar búning sem Meghan bregði sér í til að passa inn í ákveðnar aðstæður. Flestir sérfræðinganna eru þó sammála um að breytingar á hinum bandaríska hreim hertogaynjunnar séu afar litlar. Sumir þeirra eru enn fremur á því að afar hæpið sé að halda því fram að nokkrar breytingar hafi orðið á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Bretaprins. Töluvert var fjallað um hreim bandarísku tónlistarkonunnar Madonnu snemma á öldinni en hún hefur dvalið langdvölum í Bretlandi. Madonna var sögð hafa smitast verulega af breskum hreim Lundúnabúa á sínum tíma en hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir þróunina. Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Meghan Markle hertogaynja af Sussex hefur verið undir smásjá fjölmiðla síðan hún tók saman við Harry Bretaprins. Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvort bandarískur hreimur Meghan hafi orðið fyrir áhrifum af þeim breska og komast sumir að þeirri niðurstöðu að svo sé. Meghan er fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum og talar ensku með bandarískum hreim. Hún er nú búsett í Bretlandi með eiginmanni sínum, Harry Bretaprins, en þau gengu í hjónaband með pompi og prakt í maí í fyrra.Sjá einnig: Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC er rætt við nokkra sérfræðinga í málvísindum og þeir beðnir um að leggja mat á það hvort hreimur hertogaynjunnar hafi breyst eftir að hún flutti til Bretlands. Hljóðfræði- og framburðarsérfræðingurinn Geoff Lindsey segir í samtali við BBC að mál og framburður Meghan virðist hafa breyst, í það minnsta við ákveðin tilefni. Þar nefndi hann sérhljóða á stangli sem hafi orðið fyrir breskum áhrifum. Dæmi um þetta megi heyra í framburði Meghan á enska orðinu „all“. Þannig heyrist greinilegur breskur framburður á orðinu í máli Meghan þar sem hún ræðir við aðdáendur í Cheshire í júní í fyrra. Hann heyrist hins vegar ekki í framburði Meghan á sama orði í viðtali sem tekið var við hana og Harry í kjölfar trúlofunar þeirra árið áður.Meghan Markle's got a case of the Madonna! She's now speaking with a British accent! It happens! Have you heard Lindsay Lohan talk lately? pic.twitter.com/sexMnNlglc— Perez (@ThePerezHilton) July 6, 2018 Þá bendir Lindsey á framburð Meghan á spurningunni „Did you make that for us?“, eða „Bjóstu þetta til handa okkur?“, sem hún bar undir aðdáanda í Birkenhead í janúar síðastliðnum. Þar sé hreimurinn greinilega frekar breskur en bandarískur. View this post on Instagram#MeghanMarkle greeted well wishers in Birkenhead today - she even met two classmates called Megan and Harry! : @emilynashhello A post shared by HELLO! US (@hellomagus) on Jan 14, 2019 at 6:27am PST Marisa Brook, aðstoðarprófessor í málvísindum við Háskólann í Toronto, bendir jafnframt á að Meghan hafi þróað með sér sérstakan aðalshreim sem hún beiti í samskiptum við almenning í Bretlandi. Brook, sem hefur sérhæft sig í breytingum á talsmáta fólks í sviðsljósinu, segir að Meghan hafi tileinkað sér þessar bresku áherslur viljandi. Áherslunum megi jafnframt líkja við fínan kjól, þ.e. um sé að ræða eins konar búning sem Meghan bregði sér í til að passa inn í ákveðnar aðstæður. Flestir sérfræðinganna eru þó sammála um að breytingar á hinum bandaríska hreim hertogaynjunnar séu afar litlar. Sumir þeirra eru enn fremur á því að afar hæpið sé að halda því fram að nokkrar breytingar hafi orðið á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Bretaprins. Töluvert var fjallað um hreim bandarísku tónlistarkonunnar Madonnu snemma á öldinni en hún hefur dvalið langdvölum í Bretlandi. Madonna var sögð hafa smitast verulega af breskum hreim Lundúnabúa á sínum tíma en hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir þróunina.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30
Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30
Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19