Lífið

Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Markle sendi bréfir í ágúst.
Markle sendi bréfir í ágúst.
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. Þar segir hún að hjarta hennar hafi verið splundrað í milljón parta en bréfið er fimm blaðsíðna lagt og handskrifað. Fréttastofa Sky greinir frá.

Leikkonan Megan Markle og Harry gengu í það heilaga 19. maí síðastliðinn og var greint frá brúðkaupinu um heim allan.

Mikið var fjallað um Thomas Markle í aðdraganda brúðkaupsins og veitti hann slúðurmiðlum um heim allan viðtöl. Þetta mun hafa farið fyrir brjóstið á Meghan Markle. Hún segir í bréfinu að faðir hennar hafi sagt ítrekað ósatt og búið til allskyns sögur um Harry Bretaprins sem séu ósannar.

Thomas var ekki viðstaddur brúðkaupið sjálft en hann fékk hjartaáfall nokkrum dögum fyrir athöfnina.

Hertogaynjan sendi bréfið í ágúst. Markle las um hjartaáfall föður síns í fjölmiðlum og einnig að hann myndi ekki mæta í brúðkaupið. Hún segir að það hafi sært sig gríðarlega.

„Ég grátbað þig um að leyfa okkur að hjálpa þér. Við sendum fagfólk heim til þín og í staðinn fyrir að taka við þeirri aðstoð, þá hættir þú að svara í símann og ákvaðst að tala aðeins við slúðurblöðin,“ segir Markle í bréfinu.

„Ef þú elskar mig eins og þú segist gera í blöðunum, þá bið ég þig um að hætta að tjá þig í fjölmiðlum og leyfa okkur að lifa lífinu. Hættu að ljúga og nota samband mitt og eiginmanns míns til þess að koma þér á framfæri.“

Hjónin eiga von á sínu fyrsta barni í vor.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.