Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 21:19 Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Vísir/getty Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Díana lést í umferðarslysi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Talið er að rekja megi slysið til þess að Henri Paul, lífvörður hennar, hafi verið ölvaður undir stýri auk þess sem hópur ljósmyndara á mótorhjólum eltu prinsessuna og trufluðu aksturinn og urðu þess valdandi að ökutæki Díönu skall á vegg í göngum í Parísarborg. Clooney líkti raunum kvennanna saman í ræðu sem hann hélt á viðburði í Los Angeles. „Hún er barnshafandi kona sem er gengin sjö mánuði og það er verið að elta hana og rægja hana með sama hætti og var gert við Díönu [prinsessu]. Sagan er að endurtaka sig og við vitum hvernig sú saga endar,“ sagði Clooney. Fjölmiðlar og papparassar sitji um og elti Markle á röndum. „Það er svo gremjulegt að horfa upp á þetta,“ sagði Clooney. Samband Markle og föður hennar hefur farið hátt í fjölmiðlum eftir að fréttir af ástarsambandi þeirra Harry bretaprins tók að spyrjast út. Thomas Markle hefur verið iðinn við að veita slúðurmiðlum viðtöl og hefur hann talað afar frjálslega um dóttur sína. Eftir konunglega brúðkaupið í sumar sendi Markle föður sínum bréf þar sem hún segir honum frá því hvað hann hafi sært hana mikið með framferði sínu. Hann hafi ítrekað sagt ósatt og búið til alls kyns sögur um Harry sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Ef þú elskar mig, eins og þú segist gera á síðum blaðanna, þá bið ég þig um að hætta að tjá þig í fjölmiðlum og láta okkur vera. Hættu að ljúga og nota samband mitt og eiginmanns míns til að koma þér á framfæri,“ skrifaði Markle til föður síns. Clooney er giftur Amal Clooney, mannréttindalögfræðingi, en þau voru viðstödd konunglega brúðkaupið í sumar. Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Sjá meira
Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Díana lést í umferðarslysi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Talið er að rekja megi slysið til þess að Henri Paul, lífvörður hennar, hafi verið ölvaður undir stýri auk þess sem hópur ljósmyndara á mótorhjólum eltu prinsessuna og trufluðu aksturinn og urðu þess valdandi að ökutæki Díönu skall á vegg í göngum í Parísarborg. Clooney líkti raunum kvennanna saman í ræðu sem hann hélt á viðburði í Los Angeles. „Hún er barnshafandi kona sem er gengin sjö mánuði og það er verið að elta hana og rægja hana með sama hætti og var gert við Díönu [prinsessu]. Sagan er að endurtaka sig og við vitum hvernig sú saga endar,“ sagði Clooney. Fjölmiðlar og papparassar sitji um og elti Markle á röndum. „Það er svo gremjulegt að horfa upp á þetta,“ sagði Clooney. Samband Markle og föður hennar hefur farið hátt í fjölmiðlum eftir að fréttir af ástarsambandi þeirra Harry bretaprins tók að spyrjast út. Thomas Markle hefur verið iðinn við að veita slúðurmiðlum viðtöl og hefur hann talað afar frjálslega um dóttur sína. Eftir konunglega brúðkaupið í sumar sendi Markle föður sínum bréf þar sem hún segir honum frá því hvað hann hafi sært hana mikið með framferði sínu. Hann hafi ítrekað sagt ósatt og búið til alls kyns sögur um Harry sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Ef þú elskar mig, eins og þú segist gera á síðum blaðanna, þá bið ég þig um að hætta að tjá þig í fjölmiðlum og láta okkur vera. Hættu að ljúga og nota samband mitt og eiginmanns míns til að koma þér á framfæri,“ skrifaði Markle til föður síns. Clooney er giftur Amal Clooney, mannréttindalögfræðingi, en þau voru viðstödd konunglega brúðkaupið í sumar.
Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Sjá meira
Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01
Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20