Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 21:19 Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Vísir/getty Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Díana lést í umferðarslysi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Talið er að rekja megi slysið til þess að Henri Paul, lífvörður hennar, hafi verið ölvaður undir stýri auk þess sem hópur ljósmyndara á mótorhjólum eltu prinsessuna og trufluðu aksturinn og urðu þess valdandi að ökutæki Díönu skall á vegg í göngum í Parísarborg. Clooney líkti raunum kvennanna saman í ræðu sem hann hélt á viðburði í Los Angeles. „Hún er barnshafandi kona sem er gengin sjö mánuði og það er verið að elta hana og rægja hana með sama hætti og var gert við Díönu [prinsessu]. Sagan er að endurtaka sig og við vitum hvernig sú saga endar,“ sagði Clooney. Fjölmiðlar og papparassar sitji um og elti Markle á röndum. „Það er svo gremjulegt að horfa upp á þetta,“ sagði Clooney. Samband Markle og föður hennar hefur farið hátt í fjölmiðlum eftir að fréttir af ástarsambandi þeirra Harry bretaprins tók að spyrjast út. Thomas Markle hefur verið iðinn við að veita slúðurmiðlum viðtöl og hefur hann talað afar frjálslega um dóttur sína. Eftir konunglega brúðkaupið í sumar sendi Markle föður sínum bréf þar sem hún segir honum frá því hvað hann hafi sært hana mikið með framferði sínu. Hann hafi ítrekað sagt ósatt og búið til alls kyns sögur um Harry sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Ef þú elskar mig, eins og þú segist gera á síðum blaðanna, þá bið ég þig um að hætta að tjá þig í fjölmiðlum og láta okkur vera. Hættu að ljúga og nota samband mitt og eiginmanns míns til að koma þér á framfæri,“ skrifaði Markle til föður síns. Clooney er giftur Amal Clooney, mannréttindalögfræðingi, en þau voru viðstödd konunglega brúðkaupið í sumar. Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Díana lést í umferðarslysi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Talið er að rekja megi slysið til þess að Henri Paul, lífvörður hennar, hafi verið ölvaður undir stýri auk þess sem hópur ljósmyndara á mótorhjólum eltu prinsessuna og trufluðu aksturinn og urðu þess valdandi að ökutæki Díönu skall á vegg í göngum í Parísarborg. Clooney líkti raunum kvennanna saman í ræðu sem hann hélt á viðburði í Los Angeles. „Hún er barnshafandi kona sem er gengin sjö mánuði og það er verið að elta hana og rægja hana með sama hætti og var gert við Díönu [prinsessu]. Sagan er að endurtaka sig og við vitum hvernig sú saga endar,“ sagði Clooney. Fjölmiðlar og papparassar sitji um og elti Markle á röndum. „Það er svo gremjulegt að horfa upp á þetta,“ sagði Clooney. Samband Markle og föður hennar hefur farið hátt í fjölmiðlum eftir að fréttir af ástarsambandi þeirra Harry bretaprins tók að spyrjast út. Thomas Markle hefur verið iðinn við að veita slúðurmiðlum viðtöl og hefur hann talað afar frjálslega um dóttur sína. Eftir konunglega brúðkaupið í sumar sendi Markle föður sínum bréf þar sem hún segir honum frá því hvað hann hafi sært hana mikið með framferði sínu. Hann hafi ítrekað sagt ósatt og búið til alls kyns sögur um Harry sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Ef þú elskar mig, eins og þú segist gera á síðum blaðanna, þá bið ég þig um að hætta að tjá þig í fjölmiðlum og láta okkur vera. Hættu að ljúga og nota samband mitt og eiginmanns míns til að koma þér á framfæri,“ skrifaði Markle til föður síns. Clooney er giftur Amal Clooney, mannréttindalögfræðingi, en þau voru viðstödd konunglega brúðkaupið í sumar.
Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01
Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20