Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 21:19 Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Vísir/getty Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Díana lést í umferðarslysi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Talið er að rekja megi slysið til þess að Henri Paul, lífvörður hennar, hafi verið ölvaður undir stýri auk þess sem hópur ljósmyndara á mótorhjólum eltu prinsessuna og trufluðu aksturinn og urðu þess valdandi að ökutæki Díönu skall á vegg í göngum í Parísarborg. Clooney líkti raunum kvennanna saman í ræðu sem hann hélt á viðburði í Los Angeles. „Hún er barnshafandi kona sem er gengin sjö mánuði og það er verið að elta hana og rægja hana með sama hætti og var gert við Díönu [prinsessu]. Sagan er að endurtaka sig og við vitum hvernig sú saga endar,“ sagði Clooney. Fjölmiðlar og papparassar sitji um og elti Markle á röndum. „Það er svo gremjulegt að horfa upp á þetta,“ sagði Clooney. Samband Markle og föður hennar hefur farið hátt í fjölmiðlum eftir að fréttir af ástarsambandi þeirra Harry bretaprins tók að spyrjast út. Thomas Markle hefur verið iðinn við að veita slúðurmiðlum viðtöl og hefur hann talað afar frjálslega um dóttur sína. Eftir konunglega brúðkaupið í sumar sendi Markle föður sínum bréf þar sem hún segir honum frá því hvað hann hafi sært hana mikið með framferði sínu. Hann hafi ítrekað sagt ósatt og búið til alls kyns sögur um Harry sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Ef þú elskar mig, eins og þú segist gera á síðum blaðanna, þá bið ég þig um að hætta að tjá þig í fjölmiðlum og láta okkur vera. Hættu að ljúga og nota samband mitt og eiginmanns míns til að koma þér á framfæri,“ skrifaði Markle til föður síns. Clooney er giftur Amal Clooney, mannréttindalögfræðingi, en þau voru viðstödd konunglega brúðkaupið í sumar. Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Díana lést í umferðarslysi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Talið er að rekja megi slysið til þess að Henri Paul, lífvörður hennar, hafi verið ölvaður undir stýri auk þess sem hópur ljósmyndara á mótorhjólum eltu prinsessuna og trufluðu aksturinn og urðu þess valdandi að ökutæki Díönu skall á vegg í göngum í Parísarborg. Clooney líkti raunum kvennanna saman í ræðu sem hann hélt á viðburði í Los Angeles. „Hún er barnshafandi kona sem er gengin sjö mánuði og það er verið að elta hana og rægja hana með sama hætti og var gert við Díönu [prinsessu]. Sagan er að endurtaka sig og við vitum hvernig sú saga endar,“ sagði Clooney. Fjölmiðlar og papparassar sitji um og elti Markle á röndum. „Það er svo gremjulegt að horfa upp á þetta,“ sagði Clooney. Samband Markle og föður hennar hefur farið hátt í fjölmiðlum eftir að fréttir af ástarsambandi þeirra Harry bretaprins tók að spyrjast út. Thomas Markle hefur verið iðinn við að veita slúðurmiðlum viðtöl og hefur hann talað afar frjálslega um dóttur sína. Eftir konunglega brúðkaupið í sumar sendi Markle föður sínum bréf þar sem hún segir honum frá því hvað hann hafi sært hana mikið með framferði sínu. Hann hafi ítrekað sagt ósatt og búið til alls kyns sögur um Harry sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Ef þú elskar mig, eins og þú segist gera á síðum blaðanna, þá bið ég þig um að hætta að tjá þig í fjölmiðlum og láta okkur vera. Hættu að ljúga og nota samband mitt og eiginmanns míns til að koma þér á framfæri,“ skrifaði Markle til föður síns. Clooney er giftur Amal Clooney, mannréttindalögfræðingi, en þau voru viðstödd konunglega brúðkaupið í sumar.
Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01
Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20