Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2019 13:46 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist af samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. Meðal þess sem felst í samkomulaginu er að strax eftir áramót verði farið í frekari viðræður um þingmannamál og framgang þeirra á þinginu. Þingflokksformenn stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa fundað reglulega undanfarna daga til að reyna að komist af samkomulagi um þinglok en nú hafa flokkarnir loks komist að samkomulagi. „Það var að mestu leyti í höfn undir miðnætti í gærkvöldi en var svo klárað endanlega á fundi með forseta núna í morgun,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Sjá einnig: Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti þingfundur fyrir jól að vera í dag en ákveðið hefur verið að funda einnig eitthvað fram í næstu viku. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist bjartsýnn á að hægt verði að klára fljótlega eftir helgi. „Við erum að vona að við klárum á þriðjudaginn. Það er svolítil vinna eftir þrátt fyrir að samkomulagið hafi náðst og þarna eru inni mál auðvitað sem krefjast einhverjar umræðu fyrir utan þau mál sem á að klára núna í þessari jólavertíð,“ segir Birgir. Meðal annars er gert ráð fyrir að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá og mælt fyrir því fyrir jól samkvæmt samkomulaginu. Fyrir liggur þó að frumvarpið mun ekki fara í gegnum allar þrjár umræður svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. „Síðan er verið að klára mikilvæg stjórnarmál, það er að segja dagsetningarmál ákveðin og það eru mál sem tengjast kjarasamningunum síðan í vor. Svo eru einhver mál sem eru að koma til fyrstu umræðu, samanber fjölmiðlamálið og annað sem verður bara rætt í þaula hér eftir helgi en kláruð fyrsta umræða fyrir þingfrestun,“ segir Hanna Katrín. Hver stjórnarandstöðuþingflokkur fær eitt af sínum málum á dagskrá fyrir jólahlé eins og áður segir. „Svona í meginatriðum verða afgreidd stjórnarfrumvörp sem er mikilvægt er að taki gildi um áramótin eða hafa tengingu við lífskjarasamningana eða eru tilbúin að öðru leyti að þau verði kláruð hérna. Síðan tökum við hérna inn í þingsal til afgreiðslu nokkur mál frá stjórnarandstöðuþingmönnum og þau fá þá sína umræðu hérna en geta auðvitað verið ágreiningsmál þannig að það felst ekki í því að okkar hálfu nein skuldbinding um að styðja þau,“ segir Birgir. Hanna Katrín segir mörg stjórnarmál hafa komið seint inn til þingsins og þingmannamálin hafi borið uppi dagskrá þingsins lengi framan af hausti. „Það sem er kannski sérstakt í þessu líka er að við náðum að frumkvæði þessara fimm stjórnarandstöðuflokka, samkomulagi við stjórnarflokkana, eða þingflokksformenn, að við myndum í upphafi nýs árs vera með ákveðið vinnuferli í gangi til að vinna áfram þingmannamál. Það eru svolítið stórar fréttir ef okkur tekst að koma því í eitthvað viðunandi ferli,“ segir Hanna Katrín. Alþingi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist af samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. Meðal þess sem felst í samkomulaginu er að strax eftir áramót verði farið í frekari viðræður um þingmannamál og framgang þeirra á þinginu. Þingflokksformenn stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa fundað reglulega undanfarna daga til að reyna að komist af samkomulagi um þinglok en nú hafa flokkarnir loks komist að samkomulagi. „Það var að mestu leyti í höfn undir miðnætti í gærkvöldi en var svo klárað endanlega á fundi með forseta núna í morgun,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Sjá einnig: Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti þingfundur fyrir jól að vera í dag en ákveðið hefur verið að funda einnig eitthvað fram í næstu viku. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist bjartsýnn á að hægt verði að klára fljótlega eftir helgi. „Við erum að vona að við klárum á þriðjudaginn. Það er svolítil vinna eftir þrátt fyrir að samkomulagið hafi náðst og þarna eru inni mál auðvitað sem krefjast einhverjar umræðu fyrir utan þau mál sem á að klára núna í þessari jólavertíð,“ segir Birgir. Meðal annars er gert ráð fyrir að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá og mælt fyrir því fyrir jól samkvæmt samkomulaginu. Fyrir liggur þó að frumvarpið mun ekki fara í gegnum allar þrjár umræður svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. „Síðan er verið að klára mikilvæg stjórnarmál, það er að segja dagsetningarmál ákveðin og það eru mál sem tengjast kjarasamningunum síðan í vor. Svo eru einhver mál sem eru að koma til fyrstu umræðu, samanber fjölmiðlamálið og annað sem verður bara rætt í þaula hér eftir helgi en kláruð fyrsta umræða fyrir þingfrestun,“ segir Hanna Katrín. Hver stjórnarandstöðuþingflokkur fær eitt af sínum málum á dagskrá fyrir jólahlé eins og áður segir. „Svona í meginatriðum verða afgreidd stjórnarfrumvörp sem er mikilvægt er að taki gildi um áramótin eða hafa tengingu við lífskjarasamningana eða eru tilbúin að öðru leyti að þau verði kláruð hérna. Síðan tökum við hérna inn í þingsal til afgreiðslu nokkur mál frá stjórnarandstöðuþingmönnum og þau fá þá sína umræðu hérna en geta auðvitað verið ágreiningsmál þannig að það felst ekki í því að okkar hálfu nein skuldbinding um að styðja þau,“ segir Birgir. Hanna Katrín segir mörg stjórnarmál hafa komið seint inn til þingsins og þingmannamálin hafi borið uppi dagskrá þingsins lengi framan af hausti. „Það sem er kannski sérstakt í þessu líka er að við náðum að frumkvæði þessara fimm stjórnarandstöðuflokka, samkomulagi við stjórnarflokkana, eða þingflokksformenn, að við myndum í upphafi nýs árs vera með ákveðið vinnuferli í gangi til að vinna áfram þingmannamál. Það eru svolítið stórar fréttir ef okkur tekst að koma því í eitthvað viðunandi ferli,“ segir Hanna Katrín.
Alþingi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira