Framkvæmdastjóri ákærður fyrir niðurrif á Exeter-húsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2019 15:49 Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Vísir/Anton Brink Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. Jónas Már Gunnarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Mannverks, er ákærður fyrir að hafa látið rífa í heild sinni og til grunna svonefnd Exeter-hús sem stóð við Tryggvagötu 12 í Reykjavík. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs en Jónas Már er sakaður um að hafa látið rífa það án leyfis Minjastofnunar Íslands og án þess að fyrir lægi byggingarleyfi sem heimilaði niðurrif hússins í heild. Jónas Már var umsjónarmaður við niðurrif mannvirkja á sameinaðri lóð númer 14 við Tryggvagötu sem húsið taldist hluti af. Mannverk var verktaki við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir. Brotin teljast varða við lög um menningarminjar annars vegar og lög um mannvirki hins vegar. Brotin á fyrri lögunum varða 2. málsgrein 29. greinar laganna þar sem segir að óheimilt sé að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Brotin varða sektum úr ríkissjóði. Brotin á lögum um mannvirki snúa að 58. grein laganna þar sem segir að óheimilt sé að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa. Brotin varða fangelsi allt að tveimur árum. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36 Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur öðrum af tveimur eigendum verktakafyrirtækisins Mannverk fyrir brot gegn lögum um menningarminjar og lögum um mannvirki. Jónas Már Gunnarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Mannverks, er ákærður fyrir að hafa látið rífa í heild sinni og til grunna svonefnd Exeter-hús sem stóð við Tryggvagötu 12 í Reykjavík. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs en Jónas Már er sakaður um að hafa látið rífa það án leyfis Minjastofnunar Íslands og án þess að fyrir lægi byggingarleyfi sem heimilaði niðurrif hússins í heild. Jónas Már var umsjónarmaður við niðurrif mannvirkja á sameinaðri lóð númer 14 við Tryggvagötu sem húsið taldist hluti af. Mannverk var verktaki við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir. Brotin teljast varða við lög um menningarminjar annars vegar og lög um mannvirki hins vegar. Brotin á fyrri lögunum varða 2. málsgrein 29. greinar laganna þar sem segir að óheimilt sé að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands. Brotin varða sektum úr ríkissjóði. Brotin á lögum um mannvirki snúa að 58. grein laganna þar sem segir að óheimilt sé að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa. Brotin varða fangelsi allt að tveimur árum. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36 Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins Stofnunin mun þó vinna með Mannverk að því að reisa húsið að nýju. 29. apríl 2016 16:36
Hefja endurreisn Exeterhúss „Þeir klára niðurrifið og halda svo áfram framkvæmdinni og reisa húsið í gömlum stíl í umsjón Minjastofnunar Íslands,“ segir Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. 14. júlí 2016 07:00
Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14
Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið Minjastofnun mun að fresti útrunnum taka ákvörðun um hvort niðurrif hússins verði kært. 15. apríl 2016 15:17