Segja aukinn jöfnuð geta aukið hagvöxt Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. september 2019 06:45 Hagfræðingarnir tveir telja stéttarfélög lykilaðila í að tryggja aukinn tekjujöfnuð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þeir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwich-háskóla í Bretlandi, munu í hádeginu í dag halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni: „Er meiri jöfnuður ógn við efnahaginn?“ Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er skipulagður í samvinnu Eflingar og ASÍ en þessi mál voru einnig rædd í sérstakri vinnustofu í gær og fyrradag. Í vinnustofunni tóku meðal annars þátt sérfræðingar innan verkalýðshreyfingarinnar og frá fleiri stofnunum sem fylgjast með vinnumarkaðsmálum en einnig sjálfstætt starfandi fræðimenn.Alexander Guschanski.Þar ræddu þeir um póst-Keynesískt hagfræðimódel þar sem ein af meginhugmyndunum gengur út á að laun séu ekki bara kostnaður fyrir hagkerfið heldur einnig uppspretta eftirspurnar. „Hærri laun leiða til aukinnar eftirspurnar sem bætir upp aukinn kostnað atvinnurekenda. Fyrirtæki hugsa ekki bara um hversu ódýr framleiðsla þeirra er, heldur líka um hversu mikið þau geta selt,“ segir Guschanski. Hann segir að vegna þessa tvöfalda hlutverks launa geti aukinn tekjujöfnuður haft jákvæð áhrif á hagvöxt. „Það er áhugavert að setja þetta í samhengi við aukinn ójöfnuð í heiminum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur lönd þegar kemur að tekjujöfnuði. En engu að síður hefur hlutfall launa af landsframleiðslu á Íslandi verið að lækka og er nú um 7,5 prósentustigum lægra en þegar það náði hámarki á 8. áratugnum,“ segir Guschanski.Rafael Wildauer.Hann segir að hugmyndir sem þessar séu oft gagnrýndar á þeim grundvelli að þær leiði til verðbólgu. „Áhyggjur af áhrifum á verðbólgu eru oft mjög ýktar en við tökum tillit til þessara áhrifa í rannsóknum okkar.“ Hagfræðingarnir leggja líka mikla áherslu á mikilvægi þeirra stofnana sem geri kjarasamninga. Nýlegar rannsóknir sýni fram á að þessir stofnanaþættir hafi mikil áhrif á tekjujöfnuð. „Þetta tengist minnkandi þátttöku í stéttarfélögum og fækkun heildarkjarasamninga. Ef við viljum auka hlutfall launa þurfum við að byrja þarna,“ segir Guschanski. Rafael Wildauer segir að hafa þurfi í huga að líkleg hliðaráhrif launahækkana til að auka tekjujöfnuð sé meiri neysla. Í launadrifnum hagkerfum leiði það líka til aukins hagvaxtar. „Þetta var módel sem virkaði ágætlega, sérstaklega á eftirstríðsárunum, og var í raun grunnurinn að gullöld kapítalismans. Á allra síðustu árum höfum við séð hvernig þetta getur leitt okkur á hættulegar slóðir. Aukin neysla þýðir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, meiri sóun og notkun auðlinda. Þetta er ekki sjálfbært ástand til lengri tíma,“ segir Wildauer. Þannig þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að ná fram auknum tekjujöfnuði en hugsa um leið um afleiðingarnar fyrir vistkerfið. Lykilatriði í því sambandi sé styttri vinnutími fólks. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þeir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwich-háskóla í Bretlandi, munu í hádeginu í dag halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu undir yfirskriftinni: „Er meiri jöfnuður ógn við efnahaginn?“ Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er skipulagður í samvinnu Eflingar og ASÍ en þessi mál voru einnig rædd í sérstakri vinnustofu í gær og fyrradag. Í vinnustofunni tóku meðal annars þátt sérfræðingar innan verkalýðshreyfingarinnar og frá fleiri stofnunum sem fylgjast með vinnumarkaðsmálum en einnig sjálfstætt starfandi fræðimenn.Alexander Guschanski.Þar ræddu þeir um póst-Keynesískt hagfræðimódel þar sem ein af meginhugmyndunum gengur út á að laun séu ekki bara kostnaður fyrir hagkerfið heldur einnig uppspretta eftirspurnar. „Hærri laun leiða til aukinnar eftirspurnar sem bætir upp aukinn kostnað atvinnurekenda. Fyrirtæki hugsa ekki bara um hversu ódýr framleiðsla þeirra er, heldur líka um hversu mikið þau geta selt,“ segir Guschanski. Hann segir að vegna þessa tvöfalda hlutverks launa geti aukinn tekjujöfnuður haft jákvæð áhrif á hagvöxt. „Það er áhugavert að setja þetta í samhengi við aukinn ójöfnuð í heiminum. Ísland kemur vel út í samanburði við önnur lönd þegar kemur að tekjujöfnuði. En engu að síður hefur hlutfall launa af landsframleiðslu á Íslandi verið að lækka og er nú um 7,5 prósentustigum lægra en þegar það náði hámarki á 8. áratugnum,“ segir Guschanski.Rafael Wildauer.Hann segir að hugmyndir sem þessar séu oft gagnrýndar á þeim grundvelli að þær leiði til verðbólgu. „Áhyggjur af áhrifum á verðbólgu eru oft mjög ýktar en við tökum tillit til þessara áhrifa í rannsóknum okkar.“ Hagfræðingarnir leggja líka mikla áherslu á mikilvægi þeirra stofnana sem geri kjarasamninga. Nýlegar rannsóknir sýni fram á að þessir stofnanaþættir hafi mikil áhrif á tekjujöfnuð. „Þetta tengist minnkandi þátttöku í stéttarfélögum og fækkun heildarkjarasamninga. Ef við viljum auka hlutfall launa þurfum við að byrja þarna,“ segir Guschanski. Rafael Wildauer segir að hafa þurfi í huga að líkleg hliðaráhrif launahækkana til að auka tekjujöfnuð sé meiri neysla. Í launadrifnum hagkerfum leiði það líka til aukins hagvaxtar. „Þetta var módel sem virkaði ágætlega, sérstaklega á eftirstríðsárunum, og var í raun grunnurinn að gullöld kapítalismans. Á allra síðustu árum höfum við séð hvernig þetta getur leitt okkur á hættulegar slóðir. Aukin neysla þýðir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, meiri sóun og notkun auðlinda. Þetta er ekki sjálfbært ástand til lengri tíma,“ segir Wildauer. Þannig þurfi að horfa til þess hvernig hægt sé að ná fram auknum tekjujöfnuði en hugsa um leið um afleiðingarnar fyrir vistkerfið. Lykilatriði í því sambandi sé styttri vinnutími fólks.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira