Fótbolti

Óskar Sverrisson valinn í íslenska landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óskar Sverrisson lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Óskar Sverrisson lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. vísir/getty

Sex leikmenn sem hafa ekki áður verið valdir í íslenska landsliðið eru í hópnum sem mætir Kanada og El Salvador í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

Þeirra á meðal er Óskar Sverrisson, 27 ára vinstri bakvörður Häcken. Hann á íslenskan föður en er fæddur og uppalinn í Svíþjóð.

Hinir nýliðarnir eru markverðirnir Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson, varnarmennirnir Ari Leifsson og Alfons Sampsted og miðjumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson.

Auk þeirra er Daníel Leó Grétarsson í hópnum. Hann hefur áður verið valinn en hefur ekki enn spilað landsleik.

Allir leikmennirnir í íslenska hópnum leika á Norðurlöndunum fyrir utan Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmann Levski Sofia í Búlgaríu.

Emil Hallfreðsson er í hópnum en hann er enn án félags. Birkir Már Sævarsson er einnig í hópnum.

Ísland mætir Kanada 15. janúar og El Salvador fjórum dögum síðar.

Íslenski hópurinn

Markverðir
Elías Rafn Ólafsson (2000) - FC Midtjylland (3 U21 leikir)
Patrik Sigurður Gunnarsson (2000) - Brentford (7 U21 leikir)
Hannes Þór Halldórsson (1984) - Valur (67 A leikir)

Varnarmenn 
Kári Árnason (1982) - Víkingur (81 A leikur, 6 mörk) 
Hólmar Örn Eyjólfsson (1990) - Levski Sofia (12 A leikir, 1 mark)
Daníel Leó Grétarsson (1995) - Aalesund (6 U21 leikir, 1 mark) 
Birkir Már Sævarsson (1984) - Valur (90 A leikir, 1 mark) 
Davíð Kristján Ólafsson (1995) - Aalesund (1 A leikur)
Ari Leifsson (1998) - Fylkir (14 U21 leikir, 1 mark) 
Oskar Sverrisson (1992) - BK Häcken
Alfons Sampsted (1998) - Norrköping (26 U21 leikur, 1 mark)

Miðjumenn 
Samúel Kári Friðjónsson (1996) - Viking Stavanger (8 A landsleikir)
Jón Dagur Þorsteinsson (1998) - AGF (3 A leikir, 1 mark) 
Mikael Neville Anderson (1998) - FC Midtjylland (3 A leikir) 
Aron Elís Þrándarson (1994) - OB (3 A leikir)
Alex Þór Hauksson (1999) - Stjarnan (1 A leikur) 
Emil Hallfreðsson (1984) - (71 A leikur, 1 mark)
Höskuldur Gunnlaugsson (1994) - Breiðablik (7 U21 leikir, 2 mörk)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (1996) - ÍA (3 A leikir, 1 mark)

Sóknarmenn 
Kristján Flóki Finnbogason (1995)- KR (4 A leikir, 1 mark)
Óttar Magnús Karlsson (1997) - Víkingur (7 A leikir, 2 mörk)
Kjartan Henry Finnbogason (1986) - Vejle 11 A leikir, 2 mörk) 
Kolbeinn Sigþórsson (1990) - AIK (56 A leikir, 26 mörk)


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.