Fótbolti

Mæta Kanada og El Salvador í Los Angeles

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi og félagar hans í íslenska landsliðinu fara til Bandaríkjanna í næsta mánuði.
Arnór Ingvi og félagar hans í íslenska landsliðinu fara til Bandaríkjanna í næsta mánuði. vísir/vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada og El Salvador í tveimur vináttulandsleikjum í janúar. Báðir leikirnir fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Leikirnir eru ekki á opinberum landsleikjadögum FIFA og því verða flestir af sterkustu leikmönnum Íslands ekki með.

Íslenski hópurinn verður væntanlega að stærstum hluta skipaður leikmönnum sem leika á Norðurlöndunum eins og venjan er í janúarleikjunum.

Ísland mætir Kanada þann 15. janúar. Leikið verður á Championship Soccer Stadium í Orange County.

Fjórum dögum síðar mætast Ísland og El Salvador á Dignity Health Sports Park í Carson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.