Fótbolti

Mæta Kanada og El Salvador í Los Angeles

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi og félagar hans í íslenska landsliðinu fara til Bandaríkjanna í næsta mánuði.
Arnór Ingvi og félagar hans í íslenska landsliðinu fara til Bandaríkjanna í næsta mánuði. vísir/vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada og El Salvador í tveimur vináttulandsleikjum í janúar. Báðir leikirnir fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum.Leikirnir eru ekki á opinberum landsleikjadögum FIFA og því verða flestir af sterkustu leikmönnum Íslands ekki með.Íslenski hópurinn verður væntanlega að stærstum hluta skipaður leikmönnum sem leika á Norðurlöndunum eins og venjan er í janúarleikjunum.Ísland mætir Kanada þann 15. janúar. Leikið verður á Championship Soccer Stadium í Orange County.Fjórum dögum síðar mætast Ísland og El Salvador á Dignity Health Sports Park í Carson.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.