Átrúnaðargoð nýja Liverpool mannsins var hinn Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2019 11:30 Takumi Minamino og Ronaldo. Samsett mynd/Getty Takumi Minamino átti sér átrúnaðargoð þegar hann var lítill en sá sami fór mikinn á japanskri grundu þegar nýi leikmaður Liverpool var sjö ára gamall. Takumi Minamino verður formlega nýr leikmaður Liverpool á Nýársdag þegar glugginn opnar en Japaninn er þegar kominn með númer og hefur gengið frá samningi sínum við enska félagið. Enskir miðlar hafa verið að afla sér upplýsinga um þennan nýja leikmann Evrópumeistaranna sem eru einnig með tíu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og geta orðið heimsmeistarar félagsliða um helgina. Who is new Liverpool signing Takumi Minamino? Let's take a look https://t.co/czuEwKAwOGpic.twitter.com/4VCzlfjkte— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Takumi Minamino er 24 ára gamall og hefur spilað undanfarin sex ár með austurríska félaginu Red Bull Salzburg. Minamino kom til Salzburg frá Cerezo Osaka skömmu fyrir tvítugafmælið sitt og hefur skorað 64 mörk í 189 leikjum síðan þar af 2 mörk í 6 Meistaradeildarleikjum í vetur. Since he was a child, all Takumi Minamino has wanted is to play football. So much so that Liverpool's new signing used to meticulously watch videos of Ronaldo to study his technique. Learn more about the winger joining the Reds next month https://t.co/JBoKfgzTIBpic.twitter.com/3G2UHeT7io— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Á fimm fyrstu tímabilum sínum með Red Bull Salzburg þá varð Minamino fimm sinnum austurrískur meistari og fjórum sinnum austurrískur bikarmeistari. Það er líklegt að hann endi sem tvöfaldur landsmeistari á þessu tímabili því hann er að fara í lið sem er með tíu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og úr liði sem er á toppnum í Austurríki. It's no wonder Liverpool signed Minamino when he was THIS good against them at Anfield pic.twitter.com/KQhbRvJ8R6— Goal (@goal) December 19, 2019 Í úttekt breska ríkisútvarpsins á ferli og ævi Takumi Minamino kemur í ljós að átrúnaðargoðið hans var brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo, ekki Cristiano Ronaldo heldur hinn upprunalegi Ronaldo. Minamino var sjö ára gamall þegar Ronaldo fór mikinn á heimsmeistaramótinu í Japan og Suður Kóreu en Ronaldo var þá markakóngur keppninnar með átta mörk og skoraði meðal annars tvö mörk í sigri Brasilíu í úrslitaleiknum. Takumi Minamino horfði stanslaust á myndbönd með Ronaldo og fór síðan út til að æfa sig. Það er þarf því ekki að koma á óvart þegar menn sjá takta Ronaldo í leik Takumi Minamino. Eldri bróðir Takumi Minamino, Kenta, hafði einnig mikil áhrif á hann. Það má finna úttekt BBC með því að smella hér. Welcome to Liverpool Takumi Minamino! pic.twitter.com/x2Bybtq2JZ— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 19, 2019 Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Takumi Minamino átti sér átrúnaðargoð þegar hann var lítill en sá sami fór mikinn á japanskri grundu þegar nýi leikmaður Liverpool var sjö ára gamall. Takumi Minamino verður formlega nýr leikmaður Liverpool á Nýársdag þegar glugginn opnar en Japaninn er þegar kominn með númer og hefur gengið frá samningi sínum við enska félagið. Enskir miðlar hafa verið að afla sér upplýsinga um þennan nýja leikmann Evrópumeistaranna sem eru einnig með tíu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og geta orðið heimsmeistarar félagsliða um helgina. Who is new Liverpool signing Takumi Minamino? Let's take a look https://t.co/czuEwKAwOGpic.twitter.com/4VCzlfjkte— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Takumi Minamino er 24 ára gamall og hefur spilað undanfarin sex ár með austurríska félaginu Red Bull Salzburg. Minamino kom til Salzburg frá Cerezo Osaka skömmu fyrir tvítugafmælið sitt og hefur skorað 64 mörk í 189 leikjum síðan þar af 2 mörk í 6 Meistaradeildarleikjum í vetur. Since he was a child, all Takumi Minamino has wanted is to play football. So much so that Liverpool's new signing used to meticulously watch videos of Ronaldo to study his technique. Learn more about the winger joining the Reds next month https://t.co/JBoKfgzTIBpic.twitter.com/3G2UHeT7io— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Á fimm fyrstu tímabilum sínum með Red Bull Salzburg þá varð Minamino fimm sinnum austurrískur meistari og fjórum sinnum austurrískur bikarmeistari. Það er líklegt að hann endi sem tvöfaldur landsmeistari á þessu tímabili því hann er að fara í lið sem er með tíu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og úr liði sem er á toppnum í Austurríki. It's no wonder Liverpool signed Minamino when he was THIS good against them at Anfield pic.twitter.com/KQhbRvJ8R6— Goal (@goal) December 19, 2019 Í úttekt breska ríkisútvarpsins á ferli og ævi Takumi Minamino kemur í ljós að átrúnaðargoðið hans var brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo, ekki Cristiano Ronaldo heldur hinn upprunalegi Ronaldo. Minamino var sjö ára gamall þegar Ronaldo fór mikinn á heimsmeistaramótinu í Japan og Suður Kóreu en Ronaldo var þá markakóngur keppninnar með átta mörk og skoraði meðal annars tvö mörk í sigri Brasilíu í úrslitaleiknum. Takumi Minamino horfði stanslaust á myndbönd með Ronaldo og fór síðan út til að æfa sig. Það er þarf því ekki að koma á óvart þegar menn sjá takta Ronaldo í leik Takumi Minamino. Eldri bróðir Takumi Minamino, Kenta, hafði einnig mikil áhrif á hann. Það má finna úttekt BBC með því að smella hér. Welcome to Liverpool Takumi Minamino! pic.twitter.com/x2Bybtq2JZ— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 19, 2019
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira