Innlent

Wow Cyclothon verður Síminn Cyclothon á næsta ári

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Síminn tekur við Cyclothon og hefur afhent Reykjadal öll þau áheit sem söfnuðust í WOW Cyclothon á árinu.
Síminn tekur við Cyclothon og hefur afhent Reykjadal öll þau áheit sem söfnuðust í WOW Cyclothon á árinu. Síminn

Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon, sem er sú stærsta á landinu, verður haldin á næsta ári undir nýjum merkjum og nafni: Síminn Cyclothon. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum.

Keppnin mun fara fram dagana 23. – 26. júní 2020. Þá hefur Síminn afhent Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra í Reykjadal öll áheitin sem söfnuðust í keppninni í fyrra.

„Við erum afskaplega stolt að setja nafn okkar við þessa frábæru keppni og tryggja að hún verði haldin áfram. Cyclothon keppnin tengist okkur sterkum böndum því bæði höfum við tekið þátt í henni ásamt því að Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum er annar stofnandi hennar með Skúla Mogensen,“ er haft eftir Orra Haukssyni forstjóra Símans í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×