Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 09:45 Trump og Pútín hittust í fyrsta skipti sem forsetar í Hamburg í júlí árið 2017. Sumir þáverandi ráðgjafar Trump óttuðust að Pútín hafi þar komið að ranghugmyndum hjá forsetanum. Vísir/EPA Gagnrýnendur Donalds Trump Bandaríkjaforseta furða sig á því að hann hafi notað gagnrýni Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, til að styrkja málsvörn sína gegn kæru fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna embættisbrota. Ráðgjafar Trump eru sagðir óttast að samsæriskenning sem forsetinn aðhyllist og leiddi til kærunnar hafi upphaflega verið runnin undan rifjum Pútín. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í tveimur liðum í síðustu viku. Annars vegar var hann kærður fyrir að misbeita valdi sínu og hins vegar fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins á brotum hans. Varð Trump þannig aðeins þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem er kærður fyrir embættisbrot. Pútín kom Trump til varnar á árlegum blaðamannafundi sem var haldinn á fimmtudag. Þar sagðist Pútín telja kæru þingsins „langsótta“ og byggða á „algerlega tilbúnum forsendum“. Hann teldi að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta sæta, myndi sýkna forsetann. Á föstudagskvöld sá Trump ástæðu til að áframtísta frétt AP-fréttastofunnar um þessi ummæli Pútín. „Algerar nornaveiðar!“ lét Trump fylgja með hlekknum á fréttina. A total Witch Hunt! https://t.co/PEe35rewE9— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 21, 2019 Ákvörðun Trump að vekja sérstaka athygli á að Pútín tali máli hans vekur ekki síst athygli þar sem kraftar Trump sem forseta hafa miklu leyti farið í að verja hann fyrir ásökunum um að forsetaframboð hans hafi unnið með rússneskum stjórnvöldum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk um páskana án þess að hann fyndi sannanir fyrir því að samráð hafi átt sér stað á milli framboðsins og stjórnvalda í Kreml. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar en lagði fram nokkur atriði sem styddu þá ályktun. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að ná kjöri. Trump hefur ávallt dregið þá niðurstöðu í efa og tekið neitun Pútín fram yfir hans eigin leyniþjónustu. „Pútín er einræðisherra sem fangelsar andstæðinga, drepur andstæðinga, ræðst inn í nágrannaríki, skiptir sér af lýðræðislegum kosningum og fleira. Ég held ekki að bandarískur forseti ætti að vingast við hann. Ég velti fyrir mér hvort að verjendur Trump fari nokkurn tímann (í laumi) hjá sér yfir þessu. Ég vona það,“ skrifaði Jay Nordlinger, ritstjóri hjá National Review, hægrisinnuðu bandarísku tímariti. „Pútín sagði mér það“ Washington Post birti á fimmtudag grein um að fyrrverandi ráðgjafar í Hvíta húsinu óttist að samsæriskenning sem Trump aðhyllist um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016, hafi komið frá Pútín sjálfum í samtölum sem forsetarnir áttu. Eftir fund þeirra á G20-ráðstefnunni í Hamburg í júlí árið 2017 hafi Trump orðið enn vissari um að Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir að hann yrði forseti. Margir þáverandi ráðgjafa hans töldu að Pútín hefði komið þeirri hugmynd að hjá Trump. Einn þeirra fullyrðir að Trump hafi sjálfur sagt það. „Pútín sagði mér það,“ á Trump að hafa sagt um að Úkraínumenn hafi reynt að beita hann bellibrögðum. Trump hefur farið með það sem fór á milli þeirra Pútín í Hamburg eins og mannsmorð. Gekk forsetinn svo langt að krefja túlk sem sat fund þeirra um minnispunkta sem hann skrifaði niður hjá sér. Bannaði forsetinn túlknum jafnframt að ræða það sem þeim fór á milli við nokkurn annan í ríkisstjórninni. Kenningin um meint afskipti úkraínskra stjórnvalda á sér enga stoð í raunveruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt þingmönnum að rússneska leyniþjónustan hafi leikið lykilhlutverk í að koma þeim sögum á kreik. Samsæriskenningin varð engu að síður ástæða þess að þingið kærði Trump fyrir embættisbrot. Á sama tíma og Trump þrýsti á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing bandaríska forsetans, í sumar vildi hann einnig að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu samsæriskenninguna. Trump er sakaður um að hafa haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu til að knýja Zelenskíj til þess að gera sér persónulegan pólitískan greiða. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Gagnrýnendur Donalds Trump Bandaríkjaforseta furða sig á því að hann hafi notað gagnrýni Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, til að styrkja málsvörn sína gegn kæru fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna embættisbrota. Ráðgjafar Trump eru sagðir óttast að samsæriskenning sem forsetinn aðhyllist og leiddi til kærunnar hafi upphaflega verið runnin undan rifjum Pútín. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í tveimur liðum í síðustu viku. Annars vegar var hann kærður fyrir að misbeita valdi sínu og hins vegar fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins á brotum hans. Varð Trump þannig aðeins þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem er kærður fyrir embættisbrot. Pútín kom Trump til varnar á árlegum blaðamannafundi sem var haldinn á fimmtudag. Þar sagðist Pútín telja kæru þingsins „langsótta“ og byggða á „algerlega tilbúnum forsendum“. Hann teldi að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta sæta, myndi sýkna forsetann. Á föstudagskvöld sá Trump ástæðu til að áframtísta frétt AP-fréttastofunnar um þessi ummæli Pútín. „Algerar nornaveiðar!“ lét Trump fylgja með hlekknum á fréttina. A total Witch Hunt! https://t.co/PEe35rewE9— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 21, 2019 Ákvörðun Trump að vekja sérstaka athygli á að Pútín tali máli hans vekur ekki síst athygli þar sem kraftar Trump sem forseta hafa miklu leyti farið í að verja hann fyrir ásökunum um að forsetaframboð hans hafi unnið með rússneskum stjórnvöldum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk um páskana án þess að hann fyndi sannanir fyrir því að samráð hafi átt sér stað á milli framboðsins og stjórnvalda í Kreml. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar en lagði fram nokkur atriði sem styddu þá ályktun. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að ná kjöri. Trump hefur ávallt dregið þá niðurstöðu í efa og tekið neitun Pútín fram yfir hans eigin leyniþjónustu. „Pútín er einræðisherra sem fangelsar andstæðinga, drepur andstæðinga, ræðst inn í nágrannaríki, skiptir sér af lýðræðislegum kosningum og fleira. Ég held ekki að bandarískur forseti ætti að vingast við hann. Ég velti fyrir mér hvort að verjendur Trump fari nokkurn tímann (í laumi) hjá sér yfir þessu. Ég vona það,“ skrifaði Jay Nordlinger, ritstjóri hjá National Review, hægrisinnuðu bandarísku tímariti. „Pútín sagði mér það“ Washington Post birti á fimmtudag grein um að fyrrverandi ráðgjafar í Hvíta húsinu óttist að samsæriskenning sem Trump aðhyllist um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016, hafi komið frá Pútín sjálfum í samtölum sem forsetarnir áttu. Eftir fund þeirra á G20-ráðstefnunni í Hamburg í júlí árið 2017 hafi Trump orðið enn vissari um að Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir að hann yrði forseti. Margir þáverandi ráðgjafa hans töldu að Pútín hefði komið þeirri hugmynd að hjá Trump. Einn þeirra fullyrðir að Trump hafi sjálfur sagt það. „Pútín sagði mér það,“ á Trump að hafa sagt um að Úkraínumenn hafi reynt að beita hann bellibrögðum. Trump hefur farið með það sem fór á milli þeirra Pútín í Hamburg eins og mannsmorð. Gekk forsetinn svo langt að krefja túlk sem sat fund þeirra um minnispunkta sem hann skrifaði niður hjá sér. Bannaði forsetinn túlknum jafnframt að ræða það sem þeim fór á milli við nokkurn annan í ríkisstjórninni. Kenningin um meint afskipti úkraínskra stjórnvalda á sér enga stoð í raunveruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt þingmönnum að rússneska leyniþjónustan hafi leikið lykilhlutverk í að koma þeim sögum á kreik. Samsæriskenningin varð engu að síður ástæða þess að þingið kærði Trump fyrir embættisbrot. Á sama tíma og Trump þrýsti á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing bandaríska forsetans, í sumar vildi hann einnig að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu samsæriskenninguna. Trump er sakaður um að hafa haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu til að knýja Zelenskíj til þess að gera sér persónulegan pólitískan greiða.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30